Kýrnar á Stóru Mörk III mjólka mest allra kúa á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. mars 2024 20:31 Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir og Eyvindur Ágústsson, kúabændur á Stóru Mörk III undir Eyjafjöllum, sem hafa verið verðlaunuð fyrir að vera með nytjahæsta kúabúið á Íslandi fyrir árið 2023. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vantar ekki mjólkurmagnið í kýrnar á bæ undir Eyjafjöllunum enda var búið að fá verðlaun fyrir að vera afurðahæsta kúabúið á Íslandi á síðasta ári. Sú kýr sem mjólkar þar mest í dag er að mjólka fimmtíu lítra hvern einasta dag. Þá vekur athygli að bændurnir á bænum eru ekki með neina búfræðismenntun. Hér erum við að tala um kúabúið á Stóru Mörk III undir Eyjafjöllum hjá þeim Aðalbjörgu Rún og Eyvindi en þau eru með um 130 kýr og tvo mjaltaþjóna. Þau hafa fengið fjölmörg verðlaun í gegnum árin fyrir árangur búsins en sætustu verðlaunin eru að vera afurðahæsta kúabúið á Íslandi árið 2023, auk þess að fá sérstaka viðurkenningu frá Búnaðarsambandi Suðurlands fyrir þennan frábæra árangur en meðal nytin eftir árskú var 8.903 kíló mjólkur. „Já, já, þetta er bara gaman, við erum smá montin,” segir Aðalbjörg hlæjandi. Hverju þakkið þið þennan árangur? „Ég held að það sé númer eitt gróffóður, sem sagt heyið, sem við gefum en það þarf að vera mjög gott. Frá 2012 fórum við mikið að nota belgjurtir í að framleiða köfnunarefni fyrir túnin og minnka þar að leiðandi hluta tilbúins áburðar og það hefur bara gengið vonum framar,” segir Eyvindur. Verðlaunin, sem búið fékk fyrir þennan frábæra árangur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðalbjörg segir að svona góður árangur gerist ekki að sjálfum sér, það sé mikil vinna að vera kúabóndi og að það þurfi að hugsa sérstaklega vel um kýrnar og fylgjast vel með að mjaltaþjónarnir vinni sína vinnu. „Þetta eru skemmtilegar skepnur og maður er að vinna fyrir sjálfan sig og svo er það bara ræktunin, sjá árangurinn af því sem maður er að gera en þetta er mikið langhlaup,” segir Aðalbjörg. Flestar kýrnar eru með sín eigin númer, ekki nöfn, en það er þó ein og ein með nafn eins og þessi, sem heitir Skjalda en hún er afurðahæst í fjósinu í dag og er að mjólka um fimmtíu lítra. Vel gert. Skjalda en hún er afurðahæst í fjósinu í dag og er að mjólka um fimmtíu lítra, sem er ótrúlega vel gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vekur líka athygli á Stóru Mörk III að bændurnir eru sjálfmenntaðir, ekki með neina búfræðismenntun, þetta er bara í genunum hjá þeim. „Já, ég sagði það náttúrulega í gamni mínu að við hefðum ekki þurft að fara í Bændaskólann að því að við hefðum fundið hvort annað með öðrum leiðum,” segir Aðalbjörg skellihlæjandi. En ætlið þið að halda titlinum næsta árið? „Næstu árin, já, já,” segir Aðalbjörg og hlær enn meira. Fallegur kálfur á bænum, sem á framtíðina fyrir sér hjá þeim Aðalbjörgu og Eyvindi í fjósinu þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Kýr Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Hér erum við að tala um kúabúið á Stóru Mörk III undir Eyjafjöllum hjá þeim Aðalbjörgu Rún og Eyvindi en þau eru með um 130 kýr og tvo mjaltaþjóna. Þau hafa fengið fjölmörg verðlaun í gegnum árin fyrir árangur búsins en sætustu verðlaunin eru að vera afurðahæsta kúabúið á Íslandi árið 2023, auk þess að fá sérstaka viðurkenningu frá Búnaðarsambandi Suðurlands fyrir þennan frábæra árangur en meðal nytin eftir árskú var 8.903 kíló mjólkur. „Já, já, þetta er bara gaman, við erum smá montin,” segir Aðalbjörg hlæjandi. Hverju þakkið þið þennan árangur? „Ég held að það sé númer eitt gróffóður, sem sagt heyið, sem við gefum en það þarf að vera mjög gott. Frá 2012 fórum við mikið að nota belgjurtir í að framleiða köfnunarefni fyrir túnin og minnka þar að leiðandi hluta tilbúins áburðar og það hefur bara gengið vonum framar,” segir Eyvindur. Verðlaunin, sem búið fékk fyrir þennan frábæra árangur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðalbjörg segir að svona góður árangur gerist ekki að sjálfum sér, það sé mikil vinna að vera kúabóndi og að það þurfi að hugsa sérstaklega vel um kýrnar og fylgjast vel með að mjaltaþjónarnir vinni sína vinnu. „Þetta eru skemmtilegar skepnur og maður er að vinna fyrir sjálfan sig og svo er það bara ræktunin, sjá árangurinn af því sem maður er að gera en þetta er mikið langhlaup,” segir Aðalbjörg. Flestar kýrnar eru með sín eigin númer, ekki nöfn, en það er þó ein og ein með nafn eins og þessi, sem heitir Skjalda en hún er afurðahæst í fjósinu í dag og er að mjólka um fimmtíu lítra. Vel gert. Skjalda en hún er afurðahæst í fjósinu í dag og er að mjólka um fimmtíu lítra, sem er ótrúlega vel gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vekur líka athygli á Stóru Mörk III að bændurnir eru sjálfmenntaðir, ekki með neina búfræðismenntun, þetta er bara í genunum hjá þeim. „Já, ég sagði það náttúrulega í gamni mínu að við hefðum ekki þurft að fara í Bændaskólann að því að við hefðum fundið hvort annað með öðrum leiðum,” segir Aðalbjörg skellihlæjandi. En ætlið þið að halda titlinum næsta árið? „Næstu árin, já, já,” segir Aðalbjörg og hlær enn meira. Fallegur kálfur á bænum, sem á framtíðina fyrir sér hjá þeim Aðalbjörgu og Eyvindi í fjósinu þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Kýr Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira