Henda meira en ellefu milljörðum út um gluggann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2024 16:30 Russell Wilson hitar upp fyrir leik með Denver Broncos. Getty/Perry Knotts NFL-félagið Denver Broncos hefur tekið þá risastóru ákvörðun að losa sig við leikstjórnandann Russell Wilson þrátt fyrir að hann eigi tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. Broncos fékk Wilson í stórum leikmannaskiptum við Seattle Seahawks fyrir tveimur árum og létu mikið frá sér á móti. Í staðinn fékk Seahawks fimm valrétti þar af tvo í fyrstu umferð og tvo í annarri umferð. Einnig komu þrír leikmenn til Seattle. Russell Wilson will get $39M in cash from the #Broncos in 2024. This means he could potentially sign with a new team for the NFL minimum, as any new contract he signs would be coming off that $39M.That alone makes him one of the most fascinating QB free agents in a long time. https://t.co/s0cnSdJFom pic.twitter.com/aAFQyePrmi— Ari Meirov (@MySportsUpdate) March 4, 2024 Eftir skiptin þá gerði Denver síðan nýjan fimm ára samning við Wilson sem skilaði honum 242,6 milljónum dollara eða 33 milljörðum króna. ESPN segir frá. Undir lok síðasta tímabils gafst Denver upp á Wilson og hann spilaði ekki í síðustu tveimur leikjunum. Hann á enn eftir tvö ár af umræddum samningi en svo mikið vildi Denver losna við hann að félagið er tilbúið að henda 85 milljónum dollurum, meira en ellefu milljörðum íslenskra króna, út um gluggann. Denver þarf ekki aðeins að borga þennan pening heldur þrengir þetta einnig að launaþaki félagsins á næstu tveimur leiktíðum. Þetta er það langmesta sem félag hefur fórnað til að losna við leikmann í sögu NFL-deildarinnar. Hinn 35 ára gamli Wilson leiddi Denver til sigurs í 11 af 30 leikjum en koma hans til Denver var ekki sú vítamínssprauta sem eigendurnir bjuggust við. Wilson hafði gert góða hluti í Seattle og unnið einn meistaratitil með Seahawks. Wilson er því laus allra mála og orðrómur um að bæði Minnesota Vikings og Pittsburgh Steelers hafi áhuga á því að fá hann til síns. Hann verður því eflaust ekki atvinnulaus lengi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=frQ7facoIMc">watch on YouTube</a> NFL Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Broncos fékk Wilson í stórum leikmannaskiptum við Seattle Seahawks fyrir tveimur árum og létu mikið frá sér á móti. Í staðinn fékk Seahawks fimm valrétti þar af tvo í fyrstu umferð og tvo í annarri umferð. Einnig komu þrír leikmenn til Seattle. Russell Wilson will get $39M in cash from the #Broncos in 2024. This means he could potentially sign with a new team for the NFL minimum, as any new contract he signs would be coming off that $39M.That alone makes him one of the most fascinating QB free agents in a long time. https://t.co/s0cnSdJFom pic.twitter.com/aAFQyePrmi— Ari Meirov (@MySportsUpdate) March 4, 2024 Eftir skiptin þá gerði Denver síðan nýjan fimm ára samning við Wilson sem skilaði honum 242,6 milljónum dollara eða 33 milljörðum króna. ESPN segir frá. Undir lok síðasta tímabils gafst Denver upp á Wilson og hann spilaði ekki í síðustu tveimur leikjunum. Hann á enn eftir tvö ár af umræddum samningi en svo mikið vildi Denver losna við hann að félagið er tilbúið að henda 85 milljónum dollurum, meira en ellefu milljörðum íslenskra króna, út um gluggann. Denver þarf ekki aðeins að borga þennan pening heldur þrengir þetta einnig að launaþaki félagsins á næstu tveimur leiktíðum. Þetta er það langmesta sem félag hefur fórnað til að losna við leikmann í sögu NFL-deildarinnar. Hinn 35 ára gamli Wilson leiddi Denver til sigurs í 11 af 30 leikjum en koma hans til Denver var ekki sú vítamínssprauta sem eigendurnir bjuggust við. Wilson hafði gert góða hluti í Seattle og unnið einn meistaratitil með Seahawks. Wilson er því laus allra mála og orðrómur um að bæði Minnesota Vikings og Pittsburgh Steelers hafi áhuga á því að fá hann til síns. Hann verður því eflaust ekki atvinnulaus lengi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=frQ7facoIMc">watch on YouTube</a>
NFL Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira