Sammæltust um starfslok í kjölfar rasískra ummæla Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. mars 2024 10:48 Helgi var dönskukennari við Menntaskólann á Laugarvatni, en gengið hefur verið frá starfslokasamning við hann í kjölfar ummæla sem hann viðhafði á samfélagsmiðlum á dögunum. Samkomulag um starfslok hefur verið gert við Helga Helgason, kennara við Menntskólann að Laugarvatni, vegna ummæla hans á samfélagsmiðlum. Helgi kallaði Bashar Murad meðal annars „grenjandi illa skeindan Palestínuaraba.“ Skólameistari segir starfsfólk og nemendur afar slegna vegna málsins og að Helgi hafi viðurkennt að hafa orðið á mistök. Ummæli Helga féllu í Facebook-hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar þar sem hann gaf til kynna að RÚV myndi hagræða úrslitunum í Söngvakeppni sjónvarpsins í hag Bashar Murad. Hann hélt því fram að Bashar væri að taka þátt í keppninni fyrir hönd Hamas-samtakanna og kallaði hann „grenjandi illa skeindan Palestínuaraba.“ Í tilkynningu frá skólameistara segir að mál Helga hafi verið tekin til umræðu hjá stjórn skólans. Sú orðræða sem Helgi hafi viðhaft samræmist ekki stefnu eða einkennum skólans. „Stjórn skólans og Helgi hafa sammælst um að hann fari í leyfi frá og með deginum í dag og í kjölfarið verði gengið frá starfslokum,“ segir í tilkynningunni. Viðurkenndi að hafa orðið á mistök Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, segir í samtali við fréttastofu að málið hafi haft gríðarleg áhrif á starfsmannahópinn, en ekki síst á nemendahópinn. Fundað var með öllum nemendum skólans í morgun og þeim greint frá starfslokum Helga áður en tilkynning var send á fjölmiðla. „Við fórum fyrir hvaða línur er búið að leggja. Við viljum leggja áherslu á að Menntaskólinn á Laugarvatni stendur fyrir mannkærleika og virðingu. Við erum að berjast fyrir mannréttindum, réttindum hinsegin samfélagsins og þetta endurspeglar á engan hátt það sem við viljum standa fyrir.“ Ummæli Helga sem féllu í Facebook-hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar, en Helgi er fyrrverandi formaður og frambjóðandi flokksins.Skjáskot/Facebook Stjórn skólans fundaði með Helga í gær. Jóna segir að hann hafi viðurkennt að hafa orðið á mistök. „Við sammældumst um að hann myndi hætta störfum, það er niðurstaða málsins. Það er alveg skýrt að það sem fólk segir og gerir og þær skoðanir sem fólk hefur í sínum frítíma, er ekki grundvöllur til uppsagnar. Mér hefði ekki verið stætt á því að segja manninum upp. Þetta er samkomulag okkar á milli." Varhugavert að stöðva rétt fólks til að tjá sig Jóna tekur fram að réttur fólks til tjáningarfrelsis sé sterkur og varhugavert að fara þá leið að reyna að stöðva rétt fólks til að tjá sig. „Hinsvegar er annað sem við stöndum frammi fyrir í samfélaginu í dag og það er þessi harkalega umræða sem fer af stað í kringum viðkvæm mál, eins og kynþátt, innflytjendur og hælisleitendur. Ég held að við verðum öll að gera töluvert betur og vanda umræðu um viðkvæm mál. Það þarf að tala af virðingu og kærleika. Ég held að það séu okkar skilaboð, okkar á Menntaskólanum á Laugarvatni inn í þessa umræðu alla.“ En upplifðurðu að nemendur væru slegnir og vildu jafnvel ekki að hann myndi kenna þeim áfram? „Já, meðal annars voru það viðbrögð nemenda. Það fékk helst á mig hvað þeim þótti þetta þungt. Þetta eru ungir, ómótaðir krakkar og þeirra réttlætiskennd er mjög sterk,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við Jónu Katrínu. Skóla - og menntamál Bláskógabyggð Kynþáttafordómar Eurovision Framhaldsskólar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Ummæli Helga féllu í Facebook-hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar þar sem hann gaf til kynna að RÚV myndi hagræða úrslitunum í Söngvakeppni sjónvarpsins í hag Bashar Murad. Hann hélt því fram að Bashar væri að taka þátt í keppninni fyrir hönd Hamas-samtakanna og kallaði hann „grenjandi illa skeindan Palestínuaraba.“ Í tilkynningu frá skólameistara segir að mál Helga hafi verið tekin til umræðu hjá stjórn skólans. Sú orðræða sem Helgi hafi viðhaft samræmist ekki stefnu eða einkennum skólans. „Stjórn skólans og Helgi hafa sammælst um að hann fari í leyfi frá og með deginum í dag og í kjölfarið verði gengið frá starfslokum,“ segir í tilkynningunni. Viðurkenndi að hafa orðið á mistök Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, segir í samtali við fréttastofu að málið hafi haft gríðarleg áhrif á starfsmannahópinn, en ekki síst á nemendahópinn. Fundað var með öllum nemendum skólans í morgun og þeim greint frá starfslokum Helga áður en tilkynning var send á fjölmiðla. „Við fórum fyrir hvaða línur er búið að leggja. Við viljum leggja áherslu á að Menntaskólinn á Laugarvatni stendur fyrir mannkærleika og virðingu. Við erum að berjast fyrir mannréttindum, réttindum hinsegin samfélagsins og þetta endurspeglar á engan hátt það sem við viljum standa fyrir.“ Ummæli Helga sem féllu í Facebook-hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar, en Helgi er fyrrverandi formaður og frambjóðandi flokksins.Skjáskot/Facebook Stjórn skólans fundaði með Helga í gær. Jóna segir að hann hafi viðurkennt að hafa orðið á mistök. „Við sammældumst um að hann myndi hætta störfum, það er niðurstaða málsins. Það er alveg skýrt að það sem fólk segir og gerir og þær skoðanir sem fólk hefur í sínum frítíma, er ekki grundvöllur til uppsagnar. Mér hefði ekki verið stætt á því að segja manninum upp. Þetta er samkomulag okkar á milli." Varhugavert að stöðva rétt fólks til að tjá sig Jóna tekur fram að réttur fólks til tjáningarfrelsis sé sterkur og varhugavert að fara þá leið að reyna að stöðva rétt fólks til að tjá sig. „Hinsvegar er annað sem við stöndum frammi fyrir í samfélaginu í dag og það er þessi harkalega umræða sem fer af stað í kringum viðkvæm mál, eins og kynþátt, innflytjendur og hælisleitendur. Ég held að við verðum öll að gera töluvert betur og vanda umræðu um viðkvæm mál. Það þarf að tala af virðingu og kærleika. Ég held að það séu okkar skilaboð, okkar á Menntaskólanum á Laugarvatni inn í þessa umræðu alla.“ En upplifðurðu að nemendur væru slegnir og vildu jafnvel ekki að hann myndi kenna þeim áfram? „Já, meðal annars voru það viðbrögð nemenda. Það fékk helst á mig hvað þeim þótti þetta þungt. Þetta eru ungir, ómótaðir krakkar og þeirra réttlætiskennd er mjög sterk,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við Jónu Katrínu.
Skóla - og menntamál Bláskógabyggð Kynþáttafordómar Eurovision Framhaldsskólar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira