Klásúla í samningi Alfreðs: „Dálítið sérstakt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2024 08:00 Alfreð Gíslason gerði samning fram yfir HM í Þýskalandi 2027 en handknattleikssambandið þýska getur sagt honum upp ef illa fer í Ólympíuumspili síðar í þessum mánuði. Getty Alfreð Gíslason er í heldur sérstakri stöðu vegna klásúlu í nýjum samningi hans við þýska handknattleikssambandið. Hann vonast til að ljúka þessum kafla með liðinu á HM á heimavelli árið 2027. Alfreð hefur verið þjálfari Þýskalands frá árinu 2020 en samningur hans var við það að renna út. Þýska handknattleikssambandið tilkynnti í gær um framlengingu á samningnum, þó með þeim varnagla að sambandið gæti sagt þeim samningi upp ef komandi Ólympíuumspil gengi ekki sem skyldi. Nýr samningur Alfreðs gildir því til ársins 2027, eða til mánaðarloka í mars á þessu ári. „Þetta er dálítið sérstakt, ég viðurkenni það. Ég sagði við sambandið: Eigum við ekki bara að ræða málin eftir Ólympíuumspilið og vera ekkert að flækja þetta?“ segir Alfreð. „Þeir vildu framlengja þetta núna, og við gerðum það. Þetta er sérstakt en svona er lífið, greinilega.“ „Í rauninni hef ég alltaf litið á það þannig að ég þarf ekkert skriflegan samning. Þetta snýst um það hvort menn séu ánægðir. Er ég ánægður, eru þeir ánægðir, er liðið ánægt? Ef ekki, þá hættir maður bara,“ „Ég tek þessu rólega og held bara mínu striki,“ segir Alfreð. Vill klára þennan kafla á heimavelli Þýskaland lenti í fjórða sæti á Evrópumótinu í janúar en í þjálfaratíð Alfreðs hefur meðalaldur hópsins lækkað töluvert. Hann er spenntur fyrir því að byggja liðið áfram upp og stefnir að því að klára þennan kafla ferilsins eftir heimsmeistaramótið sem Þjóðverjar halda árið 2027. „Það áhugaverðasta fyrir mig er nú að ég er búinn að snúa þessu liði alveg á hvolf, þannig að þetta eru allt mjög ungir strákar. Við náðum með mjög ungu liði fjórða sætinu núna, þar sem sjö af 16 voru 2000 árgangur eða yngri,“ „Ég sé því mun meiri framtíð í þessu liði og með því að klára umspilsleikina þá á ég möguleika á að enda þetta á heimavelli á HM 2027 og hætta með þýska landsliðið eftir það.“ segir Alfreð. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Íslendingar erlendis Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Alfreð hefur verið þjálfari Þýskalands frá árinu 2020 en samningur hans var við það að renna út. Þýska handknattleikssambandið tilkynnti í gær um framlengingu á samningnum, þó með þeim varnagla að sambandið gæti sagt þeim samningi upp ef komandi Ólympíuumspil gengi ekki sem skyldi. Nýr samningur Alfreðs gildir því til ársins 2027, eða til mánaðarloka í mars á þessu ári. „Þetta er dálítið sérstakt, ég viðurkenni það. Ég sagði við sambandið: Eigum við ekki bara að ræða málin eftir Ólympíuumspilið og vera ekkert að flækja þetta?“ segir Alfreð. „Þeir vildu framlengja þetta núna, og við gerðum það. Þetta er sérstakt en svona er lífið, greinilega.“ „Í rauninni hef ég alltaf litið á það þannig að ég þarf ekkert skriflegan samning. Þetta snýst um það hvort menn séu ánægðir. Er ég ánægður, eru þeir ánægðir, er liðið ánægt? Ef ekki, þá hættir maður bara,“ „Ég tek þessu rólega og held bara mínu striki,“ segir Alfreð. Vill klára þennan kafla á heimavelli Þýskaland lenti í fjórða sæti á Evrópumótinu í janúar en í þjálfaratíð Alfreðs hefur meðalaldur hópsins lækkað töluvert. Hann er spenntur fyrir því að byggja liðið áfram upp og stefnir að því að klára þennan kafla ferilsins eftir heimsmeistaramótið sem Þjóðverjar halda árið 2027. „Það áhugaverðasta fyrir mig er nú að ég er búinn að snúa þessu liði alveg á hvolf, þannig að þetta eru allt mjög ungir strákar. Við náðum með mjög ungu liði fjórða sætinu núna, þar sem sjö af 16 voru 2000 árgangur eða yngri,“ „Ég sé því mun meiri framtíð í þessu liði og með því að klára umspilsleikina þá á ég möguleika á að enda þetta á heimavelli á HM 2027 og hætta með þýska landsliðið eftir það.“ segir Alfreð. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Íslendingar erlendis Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira