Skórinn skal passa- sama hvað tautar og raular! Helga Jóhanna Oddsdóttir skrifar 6. mars 2024 10:01 Vinstri meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur enn og aftur sýnt hvers hann er megnugur þegar kemur að því að því að forðast fagleg vinnubrögð og umræðu um þau eins og heitan eldinn. Nú á þann hátt að það minnir óþægilega á ævintýrið um Öskubusku, þar sem það eina sem yfirstíga þurfti til að önnur stjúpsystra söguhetjunnar, fengi að lifa hamingjusöm til æviloka með prinsinum fagra, var nettur glerskór. Við munum öll hver framvindan var, vonda stjúpan veigraði sér ekki við að höggva tær af dætrum sínum til að fætur þeirra pössuðu í skóinn. Í skóinn skyldu þær hvað sem tautaði og raulaði! Í okkar raunveruleika má segja að óskhyggja meirihlutans sé ígildi óljósrar ímyndar prinsins, og að meirihlutinn sjálfur sé í hlutverki vondu stjúpunnar sem veigrar sér ekki við að höggva af starfsemi Rokksafnsins og tónlistarskólans, til að hægt sé að troða bókasafninu í sama húsnæði, hálf löskuðu. Í ljósi þeirra vinnubragða sem viðhöfð hafa verið í aðdraganda þessarar ákvörðunar leggjumst við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins alfarið gegn því að bókasafnið verði flutt í Hljómahöll og á sama tíma verði Rokksafni Íslands lokað. Það er óskiljanlegt að ákvörðun sem þessi skuli tekin, án þess að fyrir liggi heildræn sýn á nýtingu menningarhúsnæðis sveitarfélagsins, hvaða hlutverki hver og ein stofnun eigi að gegna og hvernig efla megi menningarstarf til framtíðar. Heildræn sýn er ekki til staðar, heldur er ítrekað gripið til spennandi hugtaka í máttlausri tilraun til rökstuðnings. Það skal stórefla tónleika- og viðburðahald, bjóða upp á upplestur, fjölbreyttar sýningar og allskonar smiðjur. Gott og vel, við fögnum að sjálfsögðu að unnið skuli að metnaðarfullu og fjölbreyttu menningarstarfi. Þegar spurt er um heildarsýn, hvaða menningarhús eigi að bjóða upp á hvað, er hins vegar fátt um svör frá meirihlutanum. Svo virðist sem meirihlutanum þyki best að þær stofnanir, sem heyra undir menningarhluta menningar- og þjónustusviðs, grautist allar í öllu, starfi hver í sínu horni með sína eigin stefnu og framtíðarsýn með tilheyrandi losarabrag. Við skulum þó halda því til haga, að þegar hugmyndin var fyrst viðruð og bæjarráð hafði samþykkt að taka hana til nánari skoðunar, var sett á laggirnar nefnd. Nefndin átti að fjalla um fýsileika þess að flytja bókasafnið í Hljómahöll og var undirrituð skipuð sem fulltrúi minnihluta í þeirri vinnu. Til grundvallar var framtíðarsýn bókasafnsins sem unnin var árið 2019 og gildir til 2030 (við erum sem sagt þegar hálfnuð með þann tíma sem framtíðarsýnin tekur til). Eins voru lagðar fram teikningar arkitekta af svæðum sem bókasafnið fengi til afnota í Hljómahöll. Í framtíðarsýn bókasafnsins kemur berlega í ljós að húsnæðisþörf þess verði ekki mætt nema til hálfs við flutning í Hljómahöll, þrátt fyrir að húsnæði tónlistarskólans verði skert og Rokksafninu lokað. Þvi er skemmst frá að segja að nefndin varð hvorki fugl né fiskur og var slitið af þáverandi formanni bæjarráðs og oddvita Samfylkingar, eftir þrjá fundi. Ljóst var að hið sanna markmið nefndarinnar náðist ekki, enda var það, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, að sannfæra fulltrúa Sjálfstæðisflokks um ágæti þessarar hugmyndar án þess að færa fyrir henni fullnægjandi rök. Þá niðurstöðu meirihlutans hefði allt eins mátt orða svo; „Nefndin komst ekki að samkomulagi þar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkti ekki flutning bókasafns í Hljómahöll þegjandi og hljóðalaust, heldur fór fram á að nánari greining á hugmynd meirihlutans, uppfærð þarfagreining og framtíðarsýn bókasafns, heildstæð skoðun á húsnæðismálum menningarstofnana og vel unnin kostnaðaráætlun, væri lögð fram.“ Undirrituð lagði sem sagt áherslu á, að til að komast að ábyrgri niðurstöðu, væri mikilvægt að faglegri vinnubrögðum væri beitt, og nánari skoðun færi fram á því hvernig framtíð bókasafnsins og annarra menningarstofnana sveitarfélagsins í heild væri best fyrir komið. Við erum ekki að tjalda til einnar nætur í svona verkefnum og ljóst að heildarsýn á notkun menningarhúsnæðis sveitarfélagsins er ekki til staðar og svo virðist sem slík vinnubrögð séu meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar um megn. Helga Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Vinstri meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur enn og aftur sýnt hvers hann er megnugur þegar kemur að því að því að forðast fagleg vinnubrögð og umræðu um þau eins og heitan eldinn. Nú á þann hátt að það minnir óþægilega á ævintýrið um Öskubusku, þar sem það eina sem yfirstíga þurfti til að önnur stjúpsystra söguhetjunnar, fengi að lifa hamingjusöm til æviloka með prinsinum fagra, var nettur glerskór. Við munum öll hver framvindan var, vonda stjúpan veigraði sér ekki við að höggva tær af dætrum sínum til að fætur þeirra pössuðu í skóinn. Í skóinn skyldu þær hvað sem tautaði og raulaði! Í okkar raunveruleika má segja að óskhyggja meirihlutans sé ígildi óljósrar ímyndar prinsins, og að meirihlutinn sjálfur sé í hlutverki vondu stjúpunnar sem veigrar sér ekki við að höggva af starfsemi Rokksafnsins og tónlistarskólans, til að hægt sé að troða bókasafninu í sama húsnæði, hálf löskuðu. Í ljósi þeirra vinnubragða sem viðhöfð hafa verið í aðdraganda þessarar ákvörðunar leggjumst við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins alfarið gegn því að bókasafnið verði flutt í Hljómahöll og á sama tíma verði Rokksafni Íslands lokað. Það er óskiljanlegt að ákvörðun sem þessi skuli tekin, án þess að fyrir liggi heildræn sýn á nýtingu menningarhúsnæðis sveitarfélagsins, hvaða hlutverki hver og ein stofnun eigi að gegna og hvernig efla megi menningarstarf til framtíðar. Heildræn sýn er ekki til staðar, heldur er ítrekað gripið til spennandi hugtaka í máttlausri tilraun til rökstuðnings. Það skal stórefla tónleika- og viðburðahald, bjóða upp á upplestur, fjölbreyttar sýningar og allskonar smiðjur. Gott og vel, við fögnum að sjálfsögðu að unnið skuli að metnaðarfullu og fjölbreyttu menningarstarfi. Þegar spurt er um heildarsýn, hvaða menningarhús eigi að bjóða upp á hvað, er hins vegar fátt um svör frá meirihlutanum. Svo virðist sem meirihlutanum þyki best að þær stofnanir, sem heyra undir menningarhluta menningar- og þjónustusviðs, grautist allar í öllu, starfi hver í sínu horni með sína eigin stefnu og framtíðarsýn með tilheyrandi losarabrag. Við skulum þó halda því til haga, að þegar hugmyndin var fyrst viðruð og bæjarráð hafði samþykkt að taka hana til nánari skoðunar, var sett á laggirnar nefnd. Nefndin átti að fjalla um fýsileika þess að flytja bókasafnið í Hljómahöll og var undirrituð skipuð sem fulltrúi minnihluta í þeirri vinnu. Til grundvallar var framtíðarsýn bókasafnsins sem unnin var árið 2019 og gildir til 2030 (við erum sem sagt þegar hálfnuð með þann tíma sem framtíðarsýnin tekur til). Eins voru lagðar fram teikningar arkitekta af svæðum sem bókasafnið fengi til afnota í Hljómahöll. Í framtíðarsýn bókasafnsins kemur berlega í ljós að húsnæðisþörf þess verði ekki mætt nema til hálfs við flutning í Hljómahöll, þrátt fyrir að húsnæði tónlistarskólans verði skert og Rokksafninu lokað. Þvi er skemmst frá að segja að nefndin varð hvorki fugl né fiskur og var slitið af þáverandi formanni bæjarráðs og oddvita Samfylkingar, eftir þrjá fundi. Ljóst var að hið sanna markmið nefndarinnar náðist ekki, enda var það, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, að sannfæra fulltrúa Sjálfstæðisflokks um ágæti þessarar hugmyndar án þess að færa fyrir henni fullnægjandi rök. Þá niðurstöðu meirihlutans hefði allt eins mátt orða svo; „Nefndin komst ekki að samkomulagi þar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkti ekki flutning bókasafns í Hljómahöll þegjandi og hljóðalaust, heldur fór fram á að nánari greining á hugmynd meirihlutans, uppfærð þarfagreining og framtíðarsýn bókasafns, heildstæð skoðun á húsnæðismálum menningarstofnana og vel unnin kostnaðaráætlun, væri lögð fram.“ Undirrituð lagði sem sagt áherslu á, að til að komast að ábyrgri niðurstöðu, væri mikilvægt að faglegri vinnubrögðum væri beitt, og nánari skoðun færi fram á því hvernig framtíð bókasafnsins og annarra menningarstofnana sveitarfélagsins í heild væri best fyrir komið. Við erum ekki að tjalda til einnar nætur í svona verkefnum og ljóst að heildarsýn á notkun menningarhúsnæðis sveitarfélagsins er ekki til staðar og svo virðist sem slík vinnubrögð séu meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar um megn. Helga Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar