Heimir myndi elska það að vera með Greenwood í sínu liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2024 06:31 Heimir Hallgrímsson og Mason Greenwood gætu unnið saman í næstu framtíð verði Eyjamanninum að ósk sinni. Samsett/Getty/Getty/Matthew Ashton/Alex Caparros/ Heimir Hallgrímsson talaði á ný um áhuga sinn á því að Mason Greenwood verði landsliðsmaður Jamaíku. Eyjamaðurinn hefur aðspurður ekkert farið leynt með það að hann vilji halda dyrunum opnum fyrir fyrrum leikmann Manchester United þrátt fyrir alla hans sögu. Blaðamaður The Athletic spurði íslenska þjálfarann beint út um hinn 22 ára gamla Greenwood á kynningarfundi fyrir Þjóðadeild CONCACAF sem haldinn var í Dallas í Bandaríkjunum. „Ég vil helst ekki vera að tala um ‚hvað ef' en varðandi þetta mál þá höfum við hugsað um hann,“ sagði Heimir við The Athletic. Jamaica head coach Heimir Hallgrimsson says he would love to have Mason Greenwood playing for his side and confirmed he has spoken to the Manchester United forward about a switch.https://t.co/HjMqy9OjVP— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 5, 2024 „Ég myndi elska að hafa hann í mínu liði. Eins og allir þjálfarar, þá vil ég hafa bestu leikmennina í okkar í liði en þetta er alltaf undir leikmanninum sjálfum komið og hvort hann vilji það,“ sagði Heimir. Greenwood hefur aðeins spilað einn landsleik og það var á móti Íslandi í Þjóðadeildinni í september 2020. Samkvæmt FIFA reglum þá má hann enn skipta um landslið þar sem sá leikur var ekki hluti af undankeppni EM eða HM. Greenwood er nú leikmaður Getafe á Spáni eftir að Manchester United tók þá ákvörðun að hann yrði ekki áfram hjá félaginu. Greenwood var einn efnilegasti knattspyrnumaður Englendinga þegar upp komst um illa meðferð hans á kærustu sinni. Hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, valdbeitingu og líkamsárás. Greenwood neitaði öllu og málið gegn honum var síðan fellt niður í febrúar í fyrra. Það eru mjög litlar líkur á því að Gareth Southgate velji Greenwood í enska landsliðið aftur en hann má spila fyrir Jamaíku þaðan sem faðir hans er. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira
Eyjamaðurinn hefur aðspurður ekkert farið leynt með það að hann vilji halda dyrunum opnum fyrir fyrrum leikmann Manchester United þrátt fyrir alla hans sögu. Blaðamaður The Athletic spurði íslenska þjálfarann beint út um hinn 22 ára gamla Greenwood á kynningarfundi fyrir Þjóðadeild CONCACAF sem haldinn var í Dallas í Bandaríkjunum. „Ég vil helst ekki vera að tala um ‚hvað ef' en varðandi þetta mál þá höfum við hugsað um hann,“ sagði Heimir við The Athletic. Jamaica head coach Heimir Hallgrimsson says he would love to have Mason Greenwood playing for his side and confirmed he has spoken to the Manchester United forward about a switch.https://t.co/HjMqy9OjVP— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 5, 2024 „Ég myndi elska að hafa hann í mínu liði. Eins og allir þjálfarar, þá vil ég hafa bestu leikmennina í okkar í liði en þetta er alltaf undir leikmanninum sjálfum komið og hvort hann vilji það,“ sagði Heimir. Greenwood hefur aðeins spilað einn landsleik og það var á móti Íslandi í Þjóðadeildinni í september 2020. Samkvæmt FIFA reglum þá má hann enn skipta um landslið þar sem sá leikur var ekki hluti af undankeppni EM eða HM. Greenwood er nú leikmaður Getafe á Spáni eftir að Manchester United tók þá ákvörðun að hann yrði ekki áfram hjá félaginu. Greenwood var einn efnilegasti knattspyrnumaður Englendinga þegar upp komst um illa meðferð hans á kærustu sinni. Hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, valdbeitingu og líkamsárás. Greenwood neitaði öllu og málið gegn honum var síðan fellt niður í febrúar í fyrra. Það eru mjög litlar líkur á því að Gareth Southgate velji Greenwood í enska landsliðið aftur en hann má spila fyrir Jamaíku þaðan sem faðir hans er.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira