„Aldrei orðið vitni að öðrum eins vinnubrögðum og beinni íhlutun lífeyrissjóða“
![Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri LSR, og Þórður Már Jóhannesson, fjárfestir og einn af stærri hluthöfum í Festi. Þórður Már gagnrýndi framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs harðlega í ræðu á aðalfundi í morgun og sakaði hana um „valdabrölt“.](https://www.visir.is/i/DFD3B660CD35E05ACE9E2FC0E09AC52FD6272473C39BBF590E39E12D81477A66_713x0.jpg)
Frambjóðandi til stjórnar úr röðum stærstu einkafjárfesta Festar fór hörðum orðum um starfshætti tveggja stórra lífeyrissjóða, sem höfðu lýst yfir óánægju sinni með tilnefningu hans til stjórnar, í ræðu á aðalfundi og sagðist aldrei hafa upplifað önnur eins vinnubrögð og beina íhlutun af hálfu stofnanafjárfesta. Sakaði Þórður Már Jóhannesson, sem dró framboð sitt til baka á fundinum, sjóðina meðal annars um nýta sér glufu í lögum um kynjakvóta sem tæki í „valdabaráttu“ sinni við stjórnarkjörið.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/CF22F7C4850A44DC895E3F935B08C736CAB79B66372DF61448E090ABC474BB7F_308x200.jpg)
Óeining meðal stærstu hluthafa litar stjórnarkjör hjá smásölurisanum Festi
Fjórtán manns sækjast eftir því að komast í stjórn Festi, eins stærsta smásölufyrirtækis landsins, á sérstökum hluthafafundi sem hefur verið boðað til næstkomandi fimmtudag. Slíkur fjöldi framboða til stjórnar fyrirtækis í Kauphöllinni er fáheyrður.