Mælaborð, viðburðadagatöl og uppskrúfaðar glærukynningar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir og Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifa 6. mars 2024 12:30 Vissulega hafa einhverjar stafrænar lausnir litið dagsins ljós síðustu ár en tilbúnar afurðir eru hins vegar ekki í neinu samhengi við það ævintýralega fjármagn sem nú þegar er búið að eyða. Allt of mörg verkefni hafa verið illa skilgreind og mörg hafa dagað uppi í tilraunasmiðjum ÞON eða hafa einfaldlega ekki enn litið dagsins ljós. Á stuttum tíma er búið að eyða yfir 20 milljörðum króna í stafræna umbreytingu á vegum ÞON (þjónustu- og nýsköpunarsviðs). Stór hluti tilbúinna lausna eru mælaborð af ýmsu tagi, viðburðadagatöl, kort og annað þess háttar. Lausnir fyrir önnur svið hafa setið á hakanum. Enn í dag vantar mikið af grunnlausnum t.d. á skóla- og frístundasviði en þar hefði stafræn vegferð átt að byrja og í samvinnu við önnur sveitarfélög. Í gögnum frá skóla- og frístundasviði segir m.a. „að ekki verði hjá því litið að þjónustu- og nýsköpunarsvið beri ábyrgð á upplýsingatækni og gagnastjórnun Reykjavíkurborgar og þjónustu á þeim sviðum“. Flokkur fólksins hefur hlustað á uppskrúfaðar kynningar í borgarráði ár eftir ár um þau verkefni sem flest eru alltaf „í vinnslu“. Ósjaldan er tekið fram að árangur sviðsins sé á heimsmælikvarða – án þess að einhver rök séu færð fyrir þeim fullyrðingum. Stafrænt ráð var stofnað sérstaklega fyrir þennan málaflokk við upphaf síðasta kjörtímabils en hann tilheyrði áður öðru sviði borgarinnar. Illa farið með fjármagn Það er ömurlegt að horfa upp á alla þá sóun og bruðl sem átt hefur sér stað á þjónustu- og nýsköpunarsviði. Núverandi meirihluti heldur áfram að vera sama gagnrýnislausa málpípa þessa sviðs þrátt fyrir að það blasi við að farið sé með fjármagn af mikilli lausung og ábyrgðarleysi. Tugum milljóna hefur verið eytt í dýran húsbúnað, dýran tækjakost, skemmtanaviðburði með tilheyrandi veitingum og kaupum á erlendri ráðgjöf sem óljóst er hvernig hefur skilað sér í verkefnin. Uppgötvunar,- tilrauna,- og þróunarfasi Þrjú uppáhaldsorð ÞON er „uppgötvunarfasi, tilraunafasi og þróunarfasi“. Samstarf við ríki og önnur sveitarfélög hófst seint og er lítið og yfirborðskennt eftir því sem Flokkur fólksins kemst næst þrátt fyrir augljósan ávinning sem slíkt samstarf felur í sér. Vel hefði verið hægt að kaupa sig strax inn í fleiri kjarnavörur frá Stafræn Ísland og verið frá byrjun í þéttu samstarfi og samvinnu við Samband Íslenskra sveitarfélaga. Samlegðaráhrif og samþætt virkni og útlit stafrænna lausna er öllum í hag – ekki síst almenningi sem þarf að nýta sér þjónustuna. „Startup kúltúr“ Fulltrúar Flokks fólksins töldu að loksins hefði einhver vaknað og gert sér grein fyrir þessu gegndarlausa bruðli þegar fréttir bárust að leggja ætti niður skrifstofu sviðsstjóra og færa verkefnin annað. En það virðist því miður ekki hafa verið raunin. Stafrænni vegferð borgarinnar hefur verið líkt við fyrirbærið „Startup cult“ sem skilgreinist m.a. þannig að ásýndin og umgjörðin skiptir öllu en minna er um vöru og vöruskil. Þjónustu- og nýsköpunarsvið minnir sannarlega á hugmyndafræði þeirra tegunda fyrirtækja sem leggja upp með áætlanir sem alls óvíst er að muni verða að veruleika og þar sem farið er með fjármagn eins og um áhættufjármagn sé að ræða. Margir gáttaðir Fulltrúar Flokks fólksins eru ekki þeir einu sem gagnrýnt hafa framkvæmd stafrænnar umbreytingar borgarinnar, heldur hafa Samtök iðnaðarins og margir fleiri s.s.einkafyrirtæki og einstaklingar gert það einnig. Flokkur fólksins fær daglegar ábendingar frá þeim sem þekkja til þessara mála hjá borginni og hafa gjörsamlega blöskrað bruðlið. Opinberir fjármunir eins og skattur og útsvar á aldrei að vera meðhöndlað af áhættusæknum stjórnendum eins og hvert annað áhættufjármagn sem ekkert er víst að muni skila sér í verðmætum. Höfundar eru Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins og Einar Sveinbjörn Guðmundsson, kerfisfræðingur sem skipar 3. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Einar Sveinbjörn Guðmundsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Vissulega hafa einhverjar stafrænar lausnir litið dagsins ljós síðustu ár en tilbúnar afurðir eru hins vegar ekki í neinu samhengi við það ævintýralega fjármagn sem nú þegar er búið að eyða. Allt of mörg verkefni hafa verið illa skilgreind og mörg hafa dagað uppi í tilraunasmiðjum ÞON eða hafa einfaldlega ekki enn litið dagsins ljós. Á stuttum tíma er búið að eyða yfir 20 milljörðum króna í stafræna umbreytingu á vegum ÞON (þjónustu- og nýsköpunarsviðs). Stór hluti tilbúinna lausna eru mælaborð af ýmsu tagi, viðburðadagatöl, kort og annað þess háttar. Lausnir fyrir önnur svið hafa setið á hakanum. Enn í dag vantar mikið af grunnlausnum t.d. á skóla- og frístundasviði en þar hefði stafræn vegferð átt að byrja og í samvinnu við önnur sveitarfélög. Í gögnum frá skóla- og frístundasviði segir m.a. „að ekki verði hjá því litið að þjónustu- og nýsköpunarsvið beri ábyrgð á upplýsingatækni og gagnastjórnun Reykjavíkurborgar og þjónustu á þeim sviðum“. Flokkur fólksins hefur hlustað á uppskrúfaðar kynningar í borgarráði ár eftir ár um þau verkefni sem flest eru alltaf „í vinnslu“. Ósjaldan er tekið fram að árangur sviðsins sé á heimsmælikvarða – án þess að einhver rök séu færð fyrir þeim fullyrðingum. Stafrænt ráð var stofnað sérstaklega fyrir þennan málaflokk við upphaf síðasta kjörtímabils en hann tilheyrði áður öðru sviði borgarinnar. Illa farið með fjármagn Það er ömurlegt að horfa upp á alla þá sóun og bruðl sem átt hefur sér stað á þjónustu- og nýsköpunarsviði. Núverandi meirihluti heldur áfram að vera sama gagnrýnislausa málpípa þessa sviðs þrátt fyrir að það blasi við að farið sé með fjármagn af mikilli lausung og ábyrgðarleysi. Tugum milljóna hefur verið eytt í dýran húsbúnað, dýran tækjakost, skemmtanaviðburði með tilheyrandi veitingum og kaupum á erlendri ráðgjöf sem óljóst er hvernig hefur skilað sér í verkefnin. Uppgötvunar,- tilrauna,- og þróunarfasi Þrjú uppáhaldsorð ÞON er „uppgötvunarfasi, tilraunafasi og þróunarfasi“. Samstarf við ríki og önnur sveitarfélög hófst seint og er lítið og yfirborðskennt eftir því sem Flokkur fólksins kemst næst þrátt fyrir augljósan ávinning sem slíkt samstarf felur í sér. Vel hefði verið hægt að kaupa sig strax inn í fleiri kjarnavörur frá Stafræn Ísland og verið frá byrjun í þéttu samstarfi og samvinnu við Samband Íslenskra sveitarfélaga. Samlegðaráhrif og samþætt virkni og útlit stafrænna lausna er öllum í hag – ekki síst almenningi sem þarf að nýta sér þjónustuna. „Startup kúltúr“ Fulltrúar Flokks fólksins töldu að loksins hefði einhver vaknað og gert sér grein fyrir þessu gegndarlausa bruðli þegar fréttir bárust að leggja ætti niður skrifstofu sviðsstjóra og færa verkefnin annað. En það virðist því miður ekki hafa verið raunin. Stafrænni vegferð borgarinnar hefur verið líkt við fyrirbærið „Startup cult“ sem skilgreinist m.a. þannig að ásýndin og umgjörðin skiptir öllu en minna er um vöru og vöruskil. Þjónustu- og nýsköpunarsvið minnir sannarlega á hugmyndafræði þeirra tegunda fyrirtækja sem leggja upp með áætlanir sem alls óvíst er að muni verða að veruleika og þar sem farið er með fjármagn eins og um áhættufjármagn sé að ræða. Margir gáttaðir Fulltrúar Flokks fólksins eru ekki þeir einu sem gagnrýnt hafa framkvæmd stafrænnar umbreytingar borgarinnar, heldur hafa Samtök iðnaðarins og margir fleiri s.s.einkafyrirtæki og einstaklingar gert það einnig. Flokkur fólksins fær daglegar ábendingar frá þeim sem þekkja til þessara mála hjá borginni og hafa gjörsamlega blöskrað bruðlið. Opinberir fjármunir eins og skattur og útsvar á aldrei að vera meðhöndlað af áhættusæknum stjórnendum eins og hvert annað áhættufjármagn sem ekkert er víst að muni skila sér í verðmætum. Höfundar eru Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins og Einar Sveinbjörn Guðmundsson, kerfisfræðingur sem skipar 3. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar