Dómari þarf ekki að víkja þrátt fyrir að hafa lýst persónulegri skoðun sinni Jón Þór Stefánsson skrifar 6. mars 2024 21:42 Frá vettvangi slyssins á Akureyri 2021. Vísir/Lillý Hlynur Jónsson, dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra, þarf ekki að víkja sæti í hoppukastalamálinu svokallaða. Landsréttur staðfesti í lok síðasta mánaðar úrskurð héraðsdóms, Hlyns sjálfs, þess efnis. Þrátt fyrir það segir Landsréttur það aðfinnsluvert að Hlynur hafi tjáð persónulega skoðun sína á ákveðnum þáttum málsins í úrskurði sínum. Í úrskurði Landsréttar segir að þau tilvik sem verjendur í málinu vilja meina að valdi vanhæfi Hlyns geri það ekki. Ekki sé rætt draga í efa hæfi hans til að fara með málið þar sem ákvarðanir hans hafi ekki hallað á rétt ákærðu í málinu. Sakborningar málsins eru fimm talsins, en það varðar hoppukastalaslys sem átti sér stað á Akureyri sumarið 2021. Verjendur tveggja þeirra vildu meina að Hlynur væri vanhæfur og þriðji verjandinn tók undir það sjónarmið. Í kröfu verjendanna um að Hlynur myndi víkja sæti voru sex ástæður nefndar. Dómarinn er meðal annars sagður hafa gengið erinda ákæruvaldsins og brotið gegn rétti sakborninganna til réttlátrar málsmeðferðar. Hlynur sagði sjálfur að ekkert hefði komið fram í málinu til að draga óhlutdrægni hans í efa og hafnaði hann því kröfunni. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur úrskurðinn, en setti út á að Hlynur hefði lýst persónulegri skoðun sinni á einstökum niðurstöðum æðra dómstigs í úrskurði sínum. Það væri aðfinnsluvert. Sakborningarnir fimm eru sagðir hafa borið ábyrgð á öryggi barna sem voru hoppukastalanum þegar hann fór á loft þann fyrsta júlí 2021. Málið er höfðað vegna fjögurra barna sem slösuðust. Tvö börn handleggsbrotnuðu og eitt barn hlaut brot á herðablaði í slysinu. Þá slasaðist sex ára stúlka alvarlega. Hún varð fyrir miklum heilaáverka sem gerði það að verkum að hún þarf að læra flest, ef ekki allt, upp á nýtt. Dómsmál Hoppukastalaslys á Akureyri Dómstólar Akureyri Tengdar fréttir Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49 Mögulega meiri vindur en talið var þegar kastalinn fór á loft Nýtt mat sýnir að vindur var mögulega meiri en talið var í fyrstu þegar hoppukastalaslysið var á Akureyri fyrir rúmum tveimur árum. Fimm eru ákærðir í málinu en fjögur börn slösuðust, þar af eitt fyrir lífstíð. 25. október 2023 18:07 Hundraðasta ferð ársins á Esjuna tileinkuð Klöru Vaskir göngugarpar arka nú upp Esjuna og einn þeirra í hundraðasta sinn á árinu. Ferð þessi er tileinkuð ungri hetju sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysi. 29. desember 2023 20:03 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Þrátt fyrir það segir Landsréttur það aðfinnsluvert að Hlynur hafi tjáð persónulega skoðun sína á ákveðnum þáttum málsins í úrskurði sínum. Í úrskurði Landsréttar segir að þau tilvik sem verjendur í málinu vilja meina að valdi vanhæfi Hlyns geri það ekki. Ekki sé rætt draga í efa hæfi hans til að fara með málið þar sem ákvarðanir hans hafi ekki hallað á rétt ákærðu í málinu. Sakborningar málsins eru fimm talsins, en það varðar hoppukastalaslys sem átti sér stað á Akureyri sumarið 2021. Verjendur tveggja þeirra vildu meina að Hlynur væri vanhæfur og þriðji verjandinn tók undir það sjónarmið. Í kröfu verjendanna um að Hlynur myndi víkja sæti voru sex ástæður nefndar. Dómarinn er meðal annars sagður hafa gengið erinda ákæruvaldsins og brotið gegn rétti sakborninganna til réttlátrar málsmeðferðar. Hlynur sagði sjálfur að ekkert hefði komið fram í málinu til að draga óhlutdrægni hans í efa og hafnaði hann því kröfunni. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur úrskurðinn, en setti út á að Hlynur hefði lýst persónulegri skoðun sinni á einstökum niðurstöðum æðra dómstigs í úrskurði sínum. Það væri aðfinnsluvert. Sakborningarnir fimm eru sagðir hafa borið ábyrgð á öryggi barna sem voru hoppukastalanum þegar hann fór á loft þann fyrsta júlí 2021. Málið er höfðað vegna fjögurra barna sem slösuðust. Tvö börn handleggsbrotnuðu og eitt barn hlaut brot á herðablaði í slysinu. Þá slasaðist sex ára stúlka alvarlega. Hún varð fyrir miklum heilaáverka sem gerði það að verkum að hún þarf að læra flest, ef ekki allt, upp á nýtt.
Dómsmál Hoppukastalaslys á Akureyri Dómstólar Akureyri Tengdar fréttir Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49 Mögulega meiri vindur en talið var þegar kastalinn fór á loft Nýtt mat sýnir að vindur var mögulega meiri en talið var í fyrstu þegar hoppukastalaslysið var á Akureyri fyrir rúmum tveimur árum. Fimm eru ákærðir í málinu en fjögur börn slösuðust, þar af eitt fyrir lífstíð. 25. október 2023 18:07 Hundraðasta ferð ársins á Esjuna tileinkuð Klöru Vaskir göngugarpar arka nú upp Esjuna og einn þeirra í hundraðasta sinn á árinu. Ferð þessi er tileinkuð ungri hetju sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysi. 29. desember 2023 20:03 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49
Mögulega meiri vindur en talið var þegar kastalinn fór á loft Nýtt mat sýnir að vindur var mögulega meiri en talið var í fyrstu þegar hoppukastalaslysið var á Akureyri fyrir rúmum tveimur árum. Fimm eru ákærðir í málinu en fjögur börn slösuðust, þar af eitt fyrir lífstíð. 25. október 2023 18:07
Hundraðasta ferð ársins á Esjuna tileinkuð Klöru Vaskir göngugarpar arka nú upp Esjuna og einn þeirra í hundraðasta sinn á árinu. Ferð þessi er tileinkuð ungri hetju sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysi. 29. desember 2023 20:03