„Við héldum haus og náðum að klára þetta“ Andri Már Eggertsson skrifar 6. mars 2024 22:32 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigurinn Vísir/Vilhelm Grindavík vann átta stiga sigur gegn Njarðvík í Smáranum 77-69. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigurinn. „Þetta er frábær tilfinning. Þetta var virkilega góður leikur. Liðsheildin stóð upp úr á löngum köflum en við duttum niður sóknarlega í fjórða leikhluta og við lentum í vandræðum með einn á einn leik hjá Njarðvík þar sem Kaninn hjá þeim skoraði nánast öll sín stig. En við héldum haus og náðum að klára þetta,“ sagði Þorleifur Ólafsson í viðtali eftir leik. Grindavík var fjórtán stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung en gestunum tókst að jafna metin og Þorleifur var ekki ánægður með spilamennskuna í fjórða leikhluta. „Við vorum að passa eitthvað sem við vorum með sem er alltaf hættulegt og vont. Við féllum í þá gryfju. Boltinn gekk illa og við vorum ekki að passa hann nægilega vel og það er ástæðan af hverju Njarðvík kom til baka. Við vorum ekki að skora og ekki að búa til góð skot. Það er eitthvað sem við höfum verið að vinna í og þurfum að halda áfram að gera.“ Eftir að Njarðvík jafnaði gerði Þorleifur breytingar og hann var ánægður með þær og Grindavík vann á endanum. „Ég tók ákvörðun að breyta þar sem Eve [Brasils] var að dekka Kanann hjá þeim [Selena Lott] og í staðinn fór Sarah[Sofie Mortensen] að dekka hana. Sarah steig upp og náði að stoppa hana ásamt því pössuðum við okkur á því að hjálpa ekki of mikið í vörninni sem hefði opnað fyrir aðra leikmenn.“ Kierra Anthony, leikmaður Grindavíkur, var stigalaus og Þorleifur var spurður út í hennar frammistöðu. „Hún hefur komið mjög hægt inn í þetta. Hún er hægt og rólega að komast inn í þetta og þarf að gera betur. Hún þarf að aðlagast mörgum hlutum og við vonum að hún geri það sem fyrst.“ Kierra hefur spilað þrjá leiki með Grindavík og er þessi þróun áhyggjuefni? „Já og nei. Við erum með gott lið fyrir og við vonuðumst eftir því að hún myndi hjálpa okkur meira en hún hefur gert. Við höfum ekkert það miklar áhyggjur af þessu og vonandi mun hún rífa sig í gang og með okkar hjálp komast í betri takt með liðinu,“ sagði Þorleifur Ólafsson að lokum. UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sjá meira
„Þetta er frábær tilfinning. Þetta var virkilega góður leikur. Liðsheildin stóð upp úr á löngum köflum en við duttum niður sóknarlega í fjórða leikhluta og við lentum í vandræðum með einn á einn leik hjá Njarðvík þar sem Kaninn hjá þeim skoraði nánast öll sín stig. En við héldum haus og náðum að klára þetta,“ sagði Þorleifur Ólafsson í viðtali eftir leik. Grindavík var fjórtán stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung en gestunum tókst að jafna metin og Þorleifur var ekki ánægður með spilamennskuna í fjórða leikhluta. „Við vorum að passa eitthvað sem við vorum með sem er alltaf hættulegt og vont. Við féllum í þá gryfju. Boltinn gekk illa og við vorum ekki að passa hann nægilega vel og það er ástæðan af hverju Njarðvík kom til baka. Við vorum ekki að skora og ekki að búa til góð skot. Það er eitthvað sem við höfum verið að vinna í og þurfum að halda áfram að gera.“ Eftir að Njarðvík jafnaði gerði Þorleifur breytingar og hann var ánægður með þær og Grindavík vann á endanum. „Ég tók ákvörðun að breyta þar sem Eve [Brasils] var að dekka Kanann hjá þeim [Selena Lott] og í staðinn fór Sarah[Sofie Mortensen] að dekka hana. Sarah steig upp og náði að stoppa hana ásamt því pössuðum við okkur á því að hjálpa ekki of mikið í vörninni sem hefði opnað fyrir aðra leikmenn.“ Kierra Anthony, leikmaður Grindavíkur, var stigalaus og Þorleifur var spurður út í hennar frammistöðu. „Hún hefur komið mjög hægt inn í þetta. Hún er hægt og rólega að komast inn í þetta og þarf að gera betur. Hún þarf að aðlagast mörgum hlutum og við vonum að hún geri það sem fyrst.“ Kierra hefur spilað þrjá leiki með Grindavík og er þessi þróun áhyggjuefni? „Já og nei. Við erum með gott lið fyrir og við vonuðumst eftir því að hún myndi hjálpa okkur meira en hún hefur gert. Við höfum ekkert það miklar áhyggjur af þessu og vonandi mun hún rífa sig í gang og með okkar hjálp komast í betri takt með liðinu,“ sagði Þorleifur Ólafsson að lokum.
UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sjá meira