Meiðsli Alexanders metin í dag: „Gat ekki gengið en vildi spila“ Aron Guðmundsson skrifar 7. mars 2024 11:01 Alexander Petersson virtist meiðast illa í undanúrslitaleik Vals og Stjörnunnar í gær. Reynsluboltinn fer í frekari skoðun í dag. Vísir/Getty Valsmenn bíða eftir því að fá frekari fregnir af reynsluboltanum Alexander Petersson sem meiddist á ökkla í fyrri hálfleik í undanúrslitaleiknum gegn Stjörnunni í gær. Óskar Bjarni, þjálfari Vals, segir ólíklegt að Alexander verði með liðinu í úrslitaleik bikarsins gegn ÍBV á laugardag. Valsmenn tryggðu sér sæti í úrslitaleik Powerade-bikarsins með sannfærandi sigri á Stjörnunni í undanúrslitum í gær. Það voru þó ekki bara gleðitíðindi í leiknum. Reynsluboltinn Alexander Petersson meiddist í leiknum og er samkvæmt Óskari Bjarna Óskarssyni, ólíklegur til þátttöku í úrslitaleik morgundagsins gegn ÍBV. „Hann fer í frekari skoðun í dag,“ segir Óskar Bjarni í samtali við Vísi. „Ég veit ekki nákvæmlega stöðuna á honum eins og er. Hann er bara ólíklegur til þess að taka þátt í úrslitaleiknum á morgun.“ Ekki er um að ræða hnémeiðsli eins og einhverjir voru farnir að óttast um. Heldur er um að ræða meiðsli á ökkla. „Hnéð hélt ágætlega hjá honum. Það var búið að hvíla hann vel eftir smá hnjask í leiknum úti í Serbíu á dögunum eftir tuttugu mínútna leik en hann kláraði þó þann leik. Hann fær þarna eitthvað högg á ökklann í gær og er bara ólíklegur til þátttöku í framhaldinu. Þetta er nú mesti járnkarl sem ég þekki. Hann ætlaði að byrja seinni hálfleikinn þó hann gæti ekki gengið. Við vitum náttúrulega bara meira í dag en ég held að hann sé ólíklegur í úrslitaleikinn með okkur á laugardaginn karlgreyið. Ökklinn var ekkert rosalega bólginn í gær þegar að tekið var smá stöðutékk en svo veit maður ekkert rosalega mikið svona rétt eftir leik. Hann er bara ágætlega brattur sjálfur. Sjáum bara hvað þessi dagur leiðir í ljós.“ Powerade-bikarinn Valur Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Valsmenn tryggðu sér sæti í úrslitaleik Powerade-bikarsins með sannfærandi sigri á Stjörnunni í undanúrslitum í gær. Það voru þó ekki bara gleðitíðindi í leiknum. Reynsluboltinn Alexander Petersson meiddist í leiknum og er samkvæmt Óskari Bjarna Óskarssyni, ólíklegur til þátttöku í úrslitaleik morgundagsins gegn ÍBV. „Hann fer í frekari skoðun í dag,“ segir Óskar Bjarni í samtali við Vísi. „Ég veit ekki nákvæmlega stöðuna á honum eins og er. Hann er bara ólíklegur til þess að taka þátt í úrslitaleiknum á morgun.“ Ekki er um að ræða hnémeiðsli eins og einhverjir voru farnir að óttast um. Heldur er um að ræða meiðsli á ökkla. „Hnéð hélt ágætlega hjá honum. Það var búið að hvíla hann vel eftir smá hnjask í leiknum úti í Serbíu á dögunum eftir tuttugu mínútna leik en hann kláraði þó þann leik. Hann fær þarna eitthvað högg á ökklann í gær og er bara ólíklegur til þátttöku í framhaldinu. Þetta er nú mesti járnkarl sem ég þekki. Hann ætlaði að byrja seinni hálfleikinn þó hann gæti ekki gengið. Við vitum náttúrulega bara meira í dag en ég held að hann sé ólíklegur í úrslitaleikinn með okkur á laugardaginn karlgreyið. Ökklinn var ekkert rosalega bólginn í gær þegar að tekið var smá stöðutékk en svo veit maður ekkert rosalega mikið svona rétt eftir leik. Hann er bara ágætlega brattur sjálfur. Sjáum bara hvað þessi dagur leiðir í ljós.“
Powerade-bikarinn Valur Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira