Frelsis- og mannúðarmál að heimila dánaraðstoð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. mars 2024 13:04 Dánaraðstoð verður lögleg á Íslandi ef frumvarp Viðreisnar nær fram að ganga en þó með skilyrðum. Frumvarpið er á dagskrá þingsins í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir þetta vera frelsis- og mannúðarmál. Markmið frumvarpsins er að heimila fólki með ólæknandi sjúkdóma og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu að þiggja dánaraðstoð. Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. „Ég held að við höfum langflest persónulega reynslu af því að horfa upp á ástvin þjást af völdum banvæns sjúkdóms og viljum gera betur í þeim efnum og þó svo að líknameðferð sem við komandi hefur fengið hafi verið góð þá er viðkomandi kannski bara löngu tilbúinn að kveðja,“ segir Katrín. Í þessum skrifuðu orðum er verið að ræða efni frumvarpsins á Alþingi. Hægt er að fylgjast með umræðum í beinni útsendingu á vef Alþingis. Dánaraðstoð yrði þó aðeins heimil að skilyrðum uppfylltum. Sjúklingur sem vill þiggja dánaraðstoð þyrfti að lýsa yfir afdráttarlausum og óvéfengjanlegum vilja, að eigin frumkvæði. „Þetta er í grunninn frelsis- og mannúðarmál. Hér erum við að tala um yfirráðsrétt einstaklingsins yfir eigin lífi og líkama en við erum líka að tala um þegar við erum búin að berjast til síðasta blóðdropa, getum ekki meir, og erum bara svolítið tilbúin að fara að við sé okkur gert kleift að hafa einhverja stjórn á því.“ Læknum gefið samviskufrelsi Læknum bæri skylda til að ganga úr skugga um að viðkomandi sjúklingur uppfylli skilyrði samkvæmt frumvarpinu en þeir þyrftu líka að leita álits óháðs læknis sem annast hefur sjúklinginn. Mánuður þyrfti að líða frá því sjúklingur óskar eftir dánaraðstoð og þar til hún yrði veitt. Samkvæmt frumvarpinu gætu læknar neitað að framkvæma dánaraðstoð stangist hún á við trúarleg eða siðferðisleg viðhorf þeirra. „Það er bara ótrúlega mikilvægt að þeim sé veitt það því þrátt fyrir að viðhorf heilbrigðisstarfsfólks sé orðið mun jákvæðara í garð dánar aðstoðar en það var áður þá er þetta náttúrulega alveg siðferðisleg spurning sem hver og einn verður að meta fyrir sjálfan sig.“ Viðreisn Alþingi Dánaraðstoð Tengdar fréttir Meirihluti heilbrigðisstarfsmanna hlynntur því að dánaraðstoð verði leyfð Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. 12. september 2023 08:01 Mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á opinn hátt Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra telur mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á uppbyggilegan og opinn hátt. Þá þurfi að halda áfram nauðsynlegri vinnu áður en hægt sé að taka afstöðu til „þessa viðkvæma og mikilvæga málefnis“. 16. nóvember 2022 11:26 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Markmið frumvarpsins er að heimila fólki með ólæknandi sjúkdóma og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu að þiggja dánaraðstoð. Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. „Ég held að við höfum langflest persónulega reynslu af því að horfa upp á ástvin þjást af völdum banvæns sjúkdóms og viljum gera betur í þeim efnum og þó svo að líknameðferð sem við komandi hefur fengið hafi verið góð þá er viðkomandi kannski bara löngu tilbúinn að kveðja,“ segir Katrín. Í þessum skrifuðu orðum er verið að ræða efni frumvarpsins á Alþingi. Hægt er að fylgjast með umræðum í beinni útsendingu á vef Alþingis. Dánaraðstoð yrði þó aðeins heimil að skilyrðum uppfylltum. Sjúklingur sem vill þiggja dánaraðstoð þyrfti að lýsa yfir afdráttarlausum og óvéfengjanlegum vilja, að eigin frumkvæði. „Þetta er í grunninn frelsis- og mannúðarmál. Hér erum við að tala um yfirráðsrétt einstaklingsins yfir eigin lífi og líkama en við erum líka að tala um þegar við erum búin að berjast til síðasta blóðdropa, getum ekki meir, og erum bara svolítið tilbúin að fara að við sé okkur gert kleift að hafa einhverja stjórn á því.“ Læknum gefið samviskufrelsi Læknum bæri skylda til að ganga úr skugga um að viðkomandi sjúklingur uppfylli skilyrði samkvæmt frumvarpinu en þeir þyrftu líka að leita álits óháðs læknis sem annast hefur sjúklinginn. Mánuður þyrfti að líða frá því sjúklingur óskar eftir dánaraðstoð og þar til hún yrði veitt. Samkvæmt frumvarpinu gætu læknar neitað að framkvæma dánaraðstoð stangist hún á við trúarleg eða siðferðisleg viðhorf þeirra. „Það er bara ótrúlega mikilvægt að þeim sé veitt það því þrátt fyrir að viðhorf heilbrigðisstarfsfólks sé orðið mun jákvæðara í garð dánar aðstoðar en það var áður þá er þetta náttúrulega alveg siðferðisleg spurning sem hver og einn verður að meta fyrir sjálfan sig.“
Viðreisn Alþingi Dánaraðstoð Tengdar fréttir Meirihluti heilbrigðisstarfsmanna hlynntur því að dánaraðstoð verði leyfð Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. 12. september 2023 08:01 Mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á opinn hátt Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra telur mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á uppbyggilegan og opinn hátt. Þá þurfi að halda áfram nauðsynlegri vinnu áður en hægt sé að taka afstöðu til „þessa viðkvæma og mikilvæga málefnis“. 16. nóvember 2022 11:26 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Meirihluti heilbrigðisstarfsmanna hlynntur því að dánaraðstoð verði leyfð Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. 12. september 2023 08:01
Mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á opinn hátt Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra telur mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á uppbyggilegan og opinn hátt. Þá þurfi að halda áfram nauðsynlegri vinnu áður en hægt sé að taka afstöðu til „þessa viðkvæma og mikilvæga málefnis“. 16. nóvember 2022 11:26