Viðskipti innlent

Endur­kjörinn for­maður Sam­taka iðnaðarins

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Árni Sigurjónsson var endurkjörinn formaður með 98,05 prósent atkvæða
Árni Sigurjónsson var endurkjörinn formaður með 98,05 prósent atkvæða SI

Árni Sigurjónsson hefur verið endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins, en hann var einn í framboði og hlaut 98,05 prósent atkvæða. Kosið var um formann og fimm stjórnarsæti.

Tilkynnt var um úrslit kosninga til stjórnar á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun. Kosið var um sæti formanns og fimm almenn stjórnarsæti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum iðnaðarins. Árni var einn í framboði til formanns, en níu gáfu kost á sér til almennrar stjórnarsetu. Þau fimm sem hlutu sæti eru eftirfarandi:

Arna Arnardóttir, gullsmiður

Bergþóra Halldórsdóttir, Borealis Data Center

Hjörtur Sigurðsson, VSB verkfræðistofa

Jónína Guðmundsdóttir, Coripharma

Vignir Steinþór Halldórsson, Öxar Byggingafélag

Aðrir stjórnarmeðlimir SI eru:

Guðrún Halla Finnsdóttir, Norðurál

Karl Andreassen, Ístak

Magnús Hilmar Helgason, Launafl

Þorsteinn Víglundsson, Eignarhaldsfélagið Hornsteinn






Fleiri fréttir

Sjá meira


×