Umfjöllun og viðtöl: Hamar - Breiðablik 104-91 | Fyrsti deildarsigur Hamars á tímabilinu í höfn Hjörvar Ólafsson skrifar 7. mars 2024 20:54 Ragnar Ágúst Nathanaelsson lék vel fyrir Hamar í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Hamar nældi sér í sín fyrstu stig á yfirstandandi keppnistímabili í Subway-deild karla í körfubolta þegar liðið lagði Breiðablik að velli í kvöld en liðin leiddu þá saman hesta sína í botnslag deildarinnar í Hveragerði. Lokatölur í leiknum urðu 104-91 Hamarsmönnum í vil. Heimamenn voru sterkari aðilinn allt frá fyrstu mínútu leiksins og juku forystu sína jafnt og þétt í fyrri hálfleik en þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 53-38 Hamar í vil. Þrátt fyrir að meira lífsmark væri í Blikaliðinu í seinni hálfleik hleyptu leikmenn Hamars gestunum aldrei nálægt sér og sigldi að lokum langþráðum sigri sínum í höfn. Þetta var fyrsti sigur Hamars í deildinni í vetur en Blikar hafa hins vegar tvo sigurleiki. Haukar eru svo í sætinu fyrir ofan fallsvæði deildarinnar með fimm sigra. Hamar og Haukar eiga þrjá leiki eftir af deildarkeppninni en Breiðablik fjóra. Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, var sáttur við frammistöðu síns liðs í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Halldór Karl: Langþráður og kærkominn sigur „Ég get alveg viðurkennt það að þetta var afar langþráður og kærkominn sigur. Þetta var búinn að vera ákveðinn hnútur að hafa ekki unnið leik og það er mikill léttir að ná sigrinum í höfn,“ sagði Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, sáttur að leik loknum. „Það var liðsheildin sem skilaði þessum sigri og við fengum gott framlag frá mörgum leikmönnum á báðum endum vallarins. Stemmingin í húsinu var frábær og vonandi fáum við sama stuðning í síðustu leikjum tímabilsins. Við tökum þennan sigur inn í næstu leiki og framhaldið,“ sagði Halldór Karl enn fremur. Ívar: Við náðum ekki upp varnarleik „Við komumst aldrei í gang í þessum leik og varnarleikurinn var slakur allan leikinn. Þeir fengu hvað eftir annað að drippla í gegnum hjarta varnarinnar og það kann aldrei górði lukku að stýra. Því fór sem fór,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. „Það má ekki taka það af Hamarsliðinu að þeir spiluðu vel í þessum leik og þeir voru einfaldlega bara betri að þessu sinni. Leikmenn sem hafa ekki verið að hitta vel í vetur hjá þeim hittu svo ofboðslega vel fyrir utan þriggja stiga körfuna,“ sagði Ívar þar að auki. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks.Vísir/Anton Brink Af hverju vann Hamar? Hamarsmenn mættu einfaldlega mun klárari til leiks og voru öflugri allt frá fyrstu mínútu til þeirrar siðustu. Með dyggum stuðningi sveitar sinnar úr stúkunni tryggðu heimamenn sér sigurinn. Um leið og Blikar gerðu áhlaup svöruðu Hamarsmenn í sömu mynt á hinum enda vallarins. Hverjir sköruðu fram úr? Franck Kamgain var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður vallarins en hann skoraði 22 stig í fyrri hálfleik og þegar upp var staðið hafði hann skilaði hann 37 stigum á töfluna. Dragos Andrei Diculescu lagði svo 24 stig í púkkinn. Hjá Blikum komust fjórir leikmenn yfir 10 stiga múrinn en það voru Keith Jordan, Árni Elmar Hrafnsson, Sölvi Ólafsson og Zoran Vrkic. Hvað gekk illa? Blikar náðu aldrei upp almennilegum varnarleik eða stemmingu í leik sinn í Hveragerði í kvöld. Þegar lið fær á sig 104 er ávallt erfitt að hafa betur í körfuboltaleikjum. Hvað gerist næst? Hamar sækir Njarðvík heim í Ljónagryfjuna eftir slétta viku en sama kvöld fær Breiðablik hins vegar Keflavík í heimsókn. Subway-deild karla Hamar Breiðablik
Hamar nældi sér í sín fyrstu stig á yfirstandandi keppnistímabili í Subway-deild karla í körfubolta þegar liðið lagði Breiðablik að velli í kvöld en liðin leiddu þá saman hesta sína í botnslag deildarinnar í Hveragerði. Lokatölur í leiknum urðu 104-91 Hamarsmönnum í vil. Heimamenn voru sterkari aðilinn allt frá fyrstu mínútu leiksins og juku forystu sína jafnt og þétt í fyrri hálfleik en þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 53-38 Hamar í vil. Þrátt fyrir að meira lífsmark væri í Blikaliðinu í seinni hálfleik hleyptu leikmenn Hamars gestunum aldrei nálægt sér og sigldi að lokum langþráðum sigri sínum í höfn. Þetta var fyrsti sigur Hamars í deildinni í vetur en Blikar hafa hins vegar tvo sigurleiki. Haukar eru svo í sætinu fyrir ofan fallsvæði deildarinnar með fimm sigra. Hamar og Haukar eiga þrjá leiki eftir af deildarkeppninni en Breiðablik fjóra. Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, var sáttur við frammistöðu síns liðs í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Halldór Karl: Langþráður og kærkominn sigur „Ég get alveg viðurkennt það að þetta var afar langþráður og kærkominn sigur. Þetta var búinn að vera ákveðinn hnútur að hafa ekki unnið leik og það er mikill léttir að ná sigrinum í höfn,“ sagði Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, sáttur að leik loknum. „Það var liðsheildin sem skilaði þessum sigri og við fengum gott framlag frá mörgum leikmönnum á báðum endum vallarins. Stemmingin í húsinu var frábær og vonandi fáum við sama stuðning í síðustu leikjum tímabilsins. Við tökum þennan sigur inn í næstu leiki og framhaldið,“ sagði Halldór Karl enn fremur. Ívar: Við náðum ekki upp varnarleik „Við komumst aldrei í gang í þessum leik og varnarleikurinn var slakur allan leikinn. Þeir fengu hvað eftir annað að drippla í gegnum hjarta varnarinnar og það kann aldrei górði lukku að stýra. Því fór sem fór,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. „Það má ekki taka það af Hamarsliðinu að þeir spiluðu vel í þessum leik og þeir voru einfaldlega bara betri að þessu sinni. Leikmenn sem hafa ekki verið að hitta vel í vetur hjá þeim hittu svo ofboðslega vel fyrir utan þriggja stiga körfuna,“ sagði Ívar þar að auki. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks.Vísir/Anton Brink Af hverju vann Hamar? Hamarsmenn mættu einfaldlega mun klárari til leiks og voru öflugri allt frá fyrstu mínútu til þeirrar siðustu. Með dyggum stuðningi sveitar sinnar úr stúkunni tryggðu heimamenn sér sigurinn. Um leið og Blikar gerðu áhlaup svöruðu Hamarsmenn í sömu mynt á hinum enda vallarins. Hverjir sköruðu fram úr? Franck Kamgain var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður vallarins en hann skoraði 22 stig í fyrri hálfleik og þegar upp var staðið hafði hann skilaði hann 37 stigum á töfluna. Dragos Andrei Diculescu lagði svo 24 stig í púkkinn. Hjá Blikum komust fjórir leikmenn yfir 10 stiga múrinn en það voru Keith Jordan, Árni Elmar Hrafnsson, Sölvi Ólafsson og Zoran Vrkic. Hvað gekk illa? Blikar náðu aldrei upp almennilegum varnarleik eða stemmingu í leik sinn í Hveragerði í kvöld. Þegar lið fær á sig 104 er ávallt erfitt að hafa betur í körfuboltaleikjum. Hvað gerist næst? Hamar sækir Njarðvík heim í Ljónagryfjuna eftir slétta viku en sama kvöld fær Breiðablik hins vegar Keflavík í heimsókn.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti