Sigurgeir: Ekki það fallegasta en geggjuð úrslit Andri Már Eggertsson skrifar 7. mars 2024 22:48 Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Stjarnan hafði betur gegn Selfyssingum með minnsta mun í framlengdum leik 26-25. Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn og þá staðreynd að hans lið muni mæta Val í úrslitum Powerade-bikarsins. „Þetta var ekki það fallegasta en þetta var geggjað. Varnarleikurinn var helvíti flottur í seinni hluta síðari hálfleiks eftir að við breyttum. En að sama skapi var erfitt hjá okkur sóknarlega og við þurfum að skoða það fyrir laugardaginn,“ sagði Sigurgeir sem var strax kominn með hugann á bikarúrslitaleikinn. Leikurinn var kaflaskiptur og að mati Sigurgeirs var leikur Stjörnunnar upp og ofan en hann var svekktastur með hvernig Stjarnan spilaði undir lok síðari hálfleiks. „Við lentum 2-3 mörkum undir og náðum að vinna það upp og komast yfir. Svona var leikurinn og þetta var sennilega skemmtilegasti undanúrslitaleikurinn í Powerade-bikarnum. Við vildum hafa þetta öruggara en þetta var geggjað svona.“ „Það vantaði klókindi hjá okkur en mér fannst við í góðum málum þegar við fórum inn í klefa fyrir framlenginguna. Við vorum að spila góða vörn en þurftum að finna lausnir sóknarlega.“ Sigurgeir var ánægður með að Stjarnan tók frumkvæðið í framlengingunni og að hans mati gerði það útslagið. „Það var gríðarlega mikilvægt. Það var ekki bara að komast tveimur mörkum yfir heldur líka þetta andlega sem kom með. Það var gríðarlega mikilvægt að byrja sterkt.“ Stjarnan mætir Val í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn en hvaða áhrif mun það hafa að Stjarnan spilaði framlengdan leik. „Ég ætla ekki að væla yfir því. Við fáum einn dag í hvíld og við ætlum að taka góða endurheimt. Það verður allt öðruvísi leikur en það er stutt síðan við spiluðum við þær og við stóðum okkur ágætlega,“ sagði Sigurgeir Jónsson að lokum Stjarnan Powerade-bikarinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
„Þetta var ekki það fallegasta en þetta var geggjað. Varnarleikurinn var helvíti flottur í seinni hluta síðari hálfleiks eftir að við breyttum. En að sama skapi var erfitt hjá okkur sóknarlega og við þurfum að skoða það fyrir laugardaginn,“ sagði Sigurgeir sem var strax kominn með hugann á bikarúrslitaleikinn. Leikurinn var kaflaskiptur og að mati Sigurgeirs var leikur Stjörnunnar upp og ofan en hann var svekktastur með hvernig Stjarnan spilaði undir lok síðari hálfleiks. „Við lentum 2-3 mörkum undir og náðum að vinna það upp og komast yfir. Svona var leikurinn og þetta var sennilega skemmtilegasti undanúrslitaleikurinn í Powerade-bikarnum. Við vildum hafa þetta öruggara en þetta var geggjað svona.“ „Það vantaði klókindi hjá okkur en mér fannst við í góðum málum þegar við fórum inn í klefa fyrir framlenginguna. Við vorum að spila góða vörn en þurftum að finna lausnir sóknarlega.“ Sigurgeir var ánægður með að Stjarnan tók frumkvæðið í framlengingunni og að hans mati gerði það útslagið. „Það var gríðarlega mikilvægt. Það var ekki bara að komast tveimur mörkum yfir heldur líka þetta andlega sem kom með. Það var gríðarlega mikilvægt að byrja sterkt.“ Stjarnan mætir Val í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn en hvaða áhrif mun það hafa að Stjarnan spilaði framlengdan leik. „Ég ætla ekki að væla yfir því. Við fáum einn dag í hvíld og við ætlum að taka góða endurheimt. Það verður allt öðruvísi leikur en það er stutt síðan við spiluðum við þær og við stóðum okkur ágætlega,“ sagði Sigurgeir Jónsson að lokum
Stjarnan Powerade-bikarinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira