Engin samkeppni, aðeins samstaða Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 8. mars 2024 09:01 Það er auðvelt að upplifa og óttast að vera ekki nógu góð. Að efast og finna vanmátt er eðlilegt og manlegt. Við minnkum okkur og felum ljósið sem í okkur býr. Lifum hálfar eða í hnipri. Stífðar. Frumkrafturinn er kvenlægur og býr í okkur öllum. Það býr allt innra með okkur. Það þarf ekki að leita út á við að eigin getu og hæfni. Styrkurinn til að sleppa tökunum, klifra út úr púpunni og breiða út vængina er til staðar nú þegar, rétt eins og hæfnin til að anda, sjúga og sparka. Við tökum óttatilfinninguna, föðmum hana og þökkum fyrir að hún minni okkur á hversu sterkar við erum og breytum henni í framkvæmdaorku. Kvíðakitlið og fiðrildin í maganum verða að hlátri, söng og dansi. Að ganga einu skrefi lengra en þú þorir og getur, og svo annað skref og eitt í viðbót. Allt í einu er kominn gönguslóði og leiðarljós fyrir aðrar konur. Mundu hver þú ert og hvaðan þú kemur. Tengdu þig frumkraftinum og opnaðu hjartað. Valdið er okkar – það er engin fjarstýring á konum. Að alast upp í Þorpi sem á sterka kærleiksríka kvennamenningu er mesta ríkidæmi sem við veitum okkur því það ber vott um visku og virðingu og leiðir af sér hringrásarlærdóm og endalaust þakklæti. Vert þú Þorpið. Taktu þátt. Leiðarvísir að samstöðu í Þorpinu: Stattu með konum – alltaf. Við þurfum ekki að vera sammála en við erum samhuga. Vertu Leiðagreiðari – veittu konum framgöngu, taktu símtalið, opnaðu dyrnar, gefðu rými og stígðu til hliðar (takk Guðni fyrir að skapa blævæng tækifæra) Lyftu konum upp og áfram endalaust – vertu Ör og bentu í rétta átt, léttu á með konum, hlúðu að þeim og nærðu Fjárfestu í konum og fjármagnaðu konur – við skulum ekki fóðra kerfið sem við erum að forðast. Sprotafjármagn til nýsköpunar ratar t.d. í mýflugumynd í hendur kvenna sem þýðir að við þurfum og verðum að taka ákvörðun um að breyta nú þegar og gera betur. Núverandi kerfi hamlar vexti okkar og heftir. Fjárfesting í konum er fjárfesting í samfélagi. Hvar og hvernig vex fjármagn þitt? Að leggja rækt við kvenlæga sprota, fyrirtæki og þjónustu kvenna er sjálfbærni. Það er engin sjálfbærni án kvenna. Við komum sem ein en stöndum sem tíu þúsund – á Íslandi eru konur rétt tæplega tvö hundruð þúsund og standa á herðum forforeldra sinna. Stöndum í samstöðu hnarreistar, með hökuna upp og andlitið í Ljósið. Hugsum, tölum og hegðum okkur eins og við erum – Einstakar, Dýrmætar og Fágætar. Verum leiðandi og mótandi í alþjóðaþorpinu – skjaldmeyjar norðursins sem vernda lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Háfleygt? Svo sannarlega, enda stunda ég ekki meðalkvennsku, það fer mér ekki. Konur – lyftum hver annarri upp og áfram linnulaust, hvetjum, styðjum, huggum, líknum og elskum. Sameinaðar erum við allt, sundraðar erum við ekkert. Til hamingju með alþjóðadag kvenna 8. mars 2024 – mín Karþagó: Samstaða kvenna og með konum mun bjarga heiminum. Þar komið þið eitursterkir inn frá kantinum piltar og bakkið okkur upp, Klettarnir sem þið eruð. Við hittumst í miðjunni og fögnum sigri! Verulega líklega með vöfflukaffi, sultu og rjóma… Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Sigríður Hrund Pétursdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að upplifa og óttast að vera ekki nógu góð. Að efast og finna vanmátt er eðlilegt og manlegt. Við minnkum okkur og felum ljósið sem í okkur býr. Lifum hálfar eða í hnipri. Stífðar. Frumkrafturinn er kvenlægur og býr í okkur öllum. Það býr allt innra með okkur. Það þarf ekki að leita út á við að eigin getu og hæfni. Styrkurinn til að sleppa tökunum, klifra út úr púpunni og breiða út vængina er til staðar nú þegar, rétt eins og hæfnin til að anda, sjúga og sparka. Við tökum óttatilfinninguna, föðmum hana og þökkum fyrir að hún minni okkur á hversu sterkar við erum og breytum henni í framkvæmdaorku. Kvíðakitlið og fiðrildin í maganum verða að hlátri, söng og dansi. Að ganga einu skrefi lengra en þú þorir og getur, og svo annað skref og eitt í viðbót. Allt í einu er kominn gönguslóði og leiðarljós fyrir aðrar konur. Mundu hver þú ert og hvaðan þú kemur. Tengdu þig frumkraftinum og opnaðu hjartað. Valdið er okkar – það er engin fjarstýring á konum. Að alast upp í Þorpi sem á sterka kærleiksríka kvennamenningu er mesta ríkidæmi sem við veitum okkur því það ber vott um visku og virðingu og leiðir af sér hringrásarlærdóm og endalaust þakklæti. Vert þú Þorpið. Taktu þátt. Leiðarvísir að samstöðu í Þorpinu: Stattu með konum – alltaf. Við þurfum ekki að vera sammála en við erum samhuga. Vertu Leiðagreiðari – veittu konum framgöngu, taktu símtalið, opnaðu dyrnar, gefðu rými og stígðu til hliðar (takk Guðni fyrir að skapa blævæng tækifæra) Lyftu konum upp og áfram endalaust – vertu Ör og bentu í rétta átt, léttu á með konum, hlúðu að þeim og nærðu Fjárfestu í konum og fjármagnaðu konur – við skulum ekki fóðra kerfið sem við erum að forðast. Sprotafjármagn til nýsköpunar ratar t.d. í mýflugumynd í hendur kvenna sem þýðir að við þurfum og verðum að taka ákvörðun um að breyta nú þegar og gera betur. Núverandi kerfi hamlar vexti okkar og heftir. Fjárfesting í konum er fjárfesting í samfélagi. Hvar og hvernig vex fjármagn þitt? Að leggja rækt við kvenlæga sprota, fyrirtæki og þjónustu kvenna er sjálfbærni. Það er engin sjálfbærni án kvenna. Við komum sem ein en stöndum sem tíu þúsund – á Íslandi eru konur rétt tæplega tvö hundruð þúsund og standa á herðum forforeldra sinna. Stöndum í samstöðu hnarreistar, með hökuna upp og andlitið í Ljósið. Hugsum, tölum og hegðum okkur eins og við erum – Einstakar, Dýrmætar og Fágætar. Verum leiðandi og mótandi í alþjóðaþorpinu – skjaldmeyjar norðursins sem vernda lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Háfleygt? Svo sannarlega, enda stunda ég ekki meðalkvennsku, það fer mér ekki. Konur – lyftum hver annarri upp og áfram linnulaust, hvetjum, styðjum, huggum, líknum og elskum. Sameinaðar erum við allt, sundraðar erum við ekkert. Til hamingju með alþjóðadag kvenna 8. mars 2024 – mín Karþagó: Samstaða kvenna og með konum mun bjarga heiminum. Þar komið þið eitursterkir inn frá kantinum piltar og bakkið okkur upp, Klettarnir sem þið eruð. Við hittumst í miðjunni og fögnum sigri! Verulega líklega með vöfflukaffi, sultu og rjóma… Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun