Hroki og yfirlæti og hagsmunagæsla sjómanna Bergur Þorkelsson skrifar 8. mars 2024 16:02 Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fann sig knúna til að geysast fram á ritvöllinn í aðsendri grein á Vísi.is 7. mars síðastliðinn og níða skóinn af Sjómannafélagi Íslands og starfsmönnum þess, með rakalausum hætti. Tilgangurinn er augljós, að ata félagið aur og gera lítið úr því, farið er í manninn en ekki boltann eins og SFS er þekkt fyrir. En hvað er það sem fer svona fyrir brjóstið á Heiðrúnu, jú það blasir við því Sjómannafélag Íslands, sem er elsta og fjölmennasta sjómannafélagið á Íslandi, er eina stéttarfélag sjómanna á landinu sem á síðustu árum hefur raunverulega ekki verið undir skóhæl útgerðarinnar, meðal annars í viðræðum um nýjan kjarasamning sjómanna á fiskiskipum, bæði í fyrra og á þessu ári. Átti SFS erfitt með að sætta sig við það í fyrra, í yfirgengilegri frekju sinni og yfirlæti, að Sjómannafélag Íslands, eitt sjómannafélaga, hafi gert athugasemdir við tilteknar breytingar sem gera átti á kjarasamningnum, meðal annars varðandi það að sjómenn einir launþega hafa setið eftir með mun lægra mótframlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð en allir aðrir launþegar í landinu, og áttu þeir að taka á sig launalækkun gegn því að fá sambærileg lífeyrisréttindi og aðrir launþegar. Þá átti Sjómannafélag Íslands erfitt með að kyngja fyrirhugaðri og verulegri skerðingu á veikinda- og slysalaunarétti sjómanna, sem gefa átti útgerðunum á silfurfati, án þess að nokkuð kæmi þar á móti, sem önnur sjómannafélög ætluðu að samþykkja og hafa nú samþykkt í nýundirrituðum kjarasamningum. Þegar kjarasamningarnir sem stéttarfélög sjómanna höfðu undirritað í fyrra í fóru í kynningu hjá félagsmönnum þá notuðu öll sjómannafélögin kynningu á samningnum sem SFS hafði látið vinna en sú kynning var verulega gölluð og fjallaði á mjög takmarkaðan og oft villandi hátt um þær breytingar sem gera átti á kjarasamningunum. Sjómannafélag Íslands eitt sjómannafélaga var hins vegar með sína eigin kynningu þar sem kostir og gallar samningsins voru kynntir. Þetta fór verulega fyrir brjóstið á SFS en úr varð að samningarnir sem bornir voru undir atkvæði sjómanna í fyrra voru kolfelldir, enda láta sjómenn ekki bjóða sér hvað sem er. Þeir kjarasamningar sem samtök sjómanna hafa nýverið skrifað undir og voru samþykktir af félagsmönnum kveða á margan hátt á um mun betri réttindi en í þeim samningum sem felldir voru í fyrra. Má þakka Sjómannafélagi Íslands að verulegu leyti að mun betri samningar hafa nú náðst en þeir sem felldir voru í fyrra. Hinum nýju samningum fylgir auðvitað aukinn kostnaður fyrir útgerðina og fyrir það hugsa þau Sjómannafélagi Íslands þegjandi þörfina. Í grein Heiðrúnar er margvíslegum óhróðri og órökstuddum rangfærslum beint að Sjómannafélagi Íslands, með ómaklegum og ómálefnalegum hætti. SFS getur illa sætt sig við það að Sjómannafélag Íslands samþykki ekki þegjandi og hljóðalaust þann kjarasamning sem SFS hefur kosið að leggja fram. Samtök eins og SFS eru vön því að hægt sé að vaða yfir allt og alla þá er það illa þolað þegar Sjómannafélag Íslands sinnir hlutverki sínu og hagsmunagæslu félagsmanna sinna. Vegna þessa hefur SFS síðustu misseri sniðgengið félagið í kjarasamningsviðræðum og reynt þar að einangra félagið vegna afstöðu þess til einstakra ákvæða kjarasamningsins. Það er því alrangt að Sjómannafélag Íslands hafi setið aðgerðarlaust, en núna hafa önnur sjómannafélög nær athugasemdalaust skrifað undir samninga sem SFS hafa rétt að þeim, jafnvel án þess að félagsmönnum viðkomandi stéttarfélaga hafi í raun gefist tækifæri til að kynna sér samninginn áður en kosið var um hann. Í grein Heiðrúnar leyfir hún sér með ómaklegum og ómerkilegum hætti að vega að heiðri og starfsemi Sjómannafélags Íslands og reynir auk þess með beinum hætti að hafa áhrif á starfsemi félagsins með slíkum hætti að einsdæmi hlýtur að teljast. Er þetta er alþekkt taktík hjá útgerðinni þegar fólk og félög vilja ekki þóknast henni og hagsmunum hennar. Sjómannafélag Íslands frábiður sér rangfærslur og níð það sem finna má í grein Heiðrúnar, sem ætti frekar að einbeita sér að því og gera raunverulega tilraun til að ná samningum við Sjómannafélag Íslands frekar en að gefa það til kynna að hagsmunum sjómanna sé betur borgið annars staðar en hjá félaginu. Slík afskipti af starfsemi Sjómannafélags Íslands og stéttarfélagsmálum sjómanna eru ómerkileg og eiga ekki að sjást í siðuðu samfélagi. Nefna má að Sjómannafélag Íslands var búið að óska eftir því við Ríkissáttasemjara að teknar verði upp kjarasamningsviðræður þess við SFS, en allt frá því í fyrra hefur ekkert heyrst frá SFS, samningsvilji SFS hefur enginn verið. Höfundur er formaður Sjómannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fann sig knúna til að geysast fram á ritvöllinn í aðsendri grein á Vísi.is 7. mars síðastliðinn og níða skóinn af Sjómannafélagi Íslands og starfsmönnum þess, með rakalausum hætti. Tilgangurinn er augljós, að ata félagið aur og gera lítið úr því, farið er í manninn en ekki boltann eins og SFS er þekkt fyrir. En hvað er það sem fer svona fyrir brjóstið á Heiðrúnu, jú það blasir við því Sjómannafélag Íslands, sem er elsta og fjölmennasta sjómannafélagið á Íslandi, er eina stéttarfélag sjómanna á landinu sem á síðustu árum hefur raunverulega ekki verið undir skóhæl útgerðarinnar, meðal annars í viðræðum um nýjan kjarasamning sjómanna á fiskiskipum, bæði í fyrra og á þessu ári. Átti SFS erfitt með að sætta sig við það í fyrra, í yfirgengilegri frekju sinni og yfirlæti, að Sjómannafélag Íslands, eitt sjómannafélaga, hafi gert athugasemdir við tilteknar breytingar sem gera átti á kjarasamningnum, meðal annars varðandi það að sjómenn einir launþega hafa setið eftir með mun lægra mótframlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð en allir aðrir launþegar í landinu, og áttu þeir að taka á sig launalækkun gegn því að fá sambærileg lífeyrisréttindi og aðrir launþegar. Þá átti Sjómannafélag Íslands erfitt með að kyngja fyrirhugaðri og verulegri skerðingu á veikinda- og slysalaunarétti sjómanna, sem gefa átti útgerðunum á silfurfati, án þess að nokkuð kæmi þar á móti, sem önnur sjómannafélög ætluðu að samþykkja og hafa nú samþykkt í nýundirrituðum kjarasamningum. Þegar kjarasamningarnir sem stéttarfélög sjómanna höfðu undirritað í fyrra í fóru í kynningu hjá félagsmönnum þá notuðu öll sjómannafélögin kynningu á samningnum sem SFS hafði látið vinna en sú kynning var verulega gölluð og fjallaði á mjög takmarkaðan og oft villandi hátt um þær breytingar sem gera átti á kjarasamningunum. Sjómannafélag Íslands eitt sjómannafélaga var hins vegar með sína eigin kynningu þar sem kostir og gallar samningsins voru kynntir. Þetta fór verulega fyrir brjóstið á SFS en úr varð að samningarnir sem bornir voru undir atkvæði sjómanna í fyrra voru kolfelldir, enda láta sjómenn ekki bjóða sér hvað sem er. Þeir kjarasamningar sem samtök sjómanna hafa nýverið skrifað undir og voru samþykktir af félagsmönnum kveða á margan hátt á um mun betri réttindi en í þeim samningum sem felldir voru í fyrra. Má þakka Sjómannafélagi Íslands að verulegu leyti að mun betri samningar hafa nú náðst en þeir sem felldir voru í fyrra. Hinum nýju samningum fylgir auðvitað aukinn kostnaður fyrir útgerðina og fyrir það hugsa þau Sjómannafélagi Íslands þegjandi þörfina. Í grein Heiðrúnar er margvíslegum óhróðri og órökstuddum rangfærslum beint að Sjómannafélagi Íslands, með ómaklegum og ómálefnalegum hætti. SFS getur illa sætt sig við það að Sjómannafélag Íslands samþykki ekki þegjandi og hljóðalaust þann kjarasamning sem SFS hefur kosið að leggja fram. Samtök eins og SFS eru vön því að hægt sé að vaða yfir allt og alla þá er það illa þolað þegar Sjómannafélag Íslands sinnir hlutverki sínu og hagsmunagæslu félagsmanna sinna. Vegna þessa hefur SFS síðustu misseri sniðgengið félagið í kjarasamningsviðræðum og reynt þar að einangra félagið vegna afstöðu þess til einstakra ákvæða kjarasamningsins. Það er því alrangt að Sjómannafélag Íslands hafi setið aðgerðarlaust, en núna hafa önnur sjómannafélög nær athugasemdalaust skrifað undir samninga sem SFS hafa rétt að þeim, jafnvel án þess að félagsmönnum viðkomandi stéttarfélaga hafi í raun gefist tækifæri til að kynna sér samninginn áður en kosið var um hann. Í grein Heiðrúnar leyfir hún sér með ómaklegum og ómerkilegum hætti að vega að heiðri og starfsemi Sjómannafélags Íslands og reynir auk þess með beinum hætti að hafa áhrif á starfsemi félagsins með slíkum hætti að einsdæmi hlýtur að teljast. Er þetta er alþekkt taktík hjá útgerðinni þegar fólk og félög vilja ekki þóknast henni og hagsmunum hennar. Sjómannafélag Íslands frábiður sér rangfærslur og níð það sem finna má í grein Heiðrúnar, sem ætti frekar að einbeita sér að því og gera raunverulega tilraun til að ná samningum við Sjómannafélag Íslands frekar en að gefa það til kynna að hagsmunum sjómanna sé betur borgið annars staðar en hjá félaginu. Slík afskipti af starfsemi Sjómannafélags Íslands og stéttarfélagsmálum sjómanna eru ómerkileg og eiga ekki að sjást í siðuðu samfélagi. Nefna má að Sjómannafélag Íslands var búið að óska eftir því við Ríkissáttasemjara að teknar verði upp kjarasamningsviðræður þess við SFS, en allt frá því í fyrra hefur ekkert heyrst frá SFS, samningsvilji SFS hefur enginn verið. Höfundur er formaður Sjómannafélags Íslands.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun