Landhelgisgæslan segir frá því í samtali við fréttastofu að borist hafi tilkynning um sexleytið um mann sem væri líklega fótbrotinn við Þönglabakka við Þorgeirsfjörð á Norðurlandi. Á leiðinni norður barst svo önnur tilkynning um vélsleðaslys á Hjalteyri í Eyjafirði.
Báðir menn hafa verið fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.
Ástæða þess að þyrlan hafi verið ræst út hafi fyrst og fremst verið erfitt aðgengi að slysstað á Þönglabakka en fyrst þyrlan var þegar í loftinu yfir Eyjafirði var hinn maðurinn sóttur í bakaleiðinni.