Fá óháðan aðila til að gera úttekt á atkvæðagreiðslunni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. mars 2024 10:17 Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir frekari upplýsingar ekki fyrirliggjandi. Vísir/Samsett Ríkisútvarpið hefur ákveðið að efna til óháðrar rannsóknar á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á lokakvöldi Söngvakeppninnar. Sérhæfður aðili verði fenginn til að gera úttekt en frekari upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi. Mikil óánægja hefur ríkt í sambandi við niðurstöður lokakeppninnar laugardaginn síðasta þegar Hera Björk bar sigur úr býtum í einvíginu gegn Bashar Murad þrátt fyrir að Bashar hafi hlotið talsvert fleiri atkvæði í fyrri umferð kosningarinnar ásamt í atkvæðagreiðslu dómara. Fljótlega eftir að niðurstöður lágu ljósar fyrir í úrslitunum fóru að berast fregnir af meintum göllum á kosningakerfinu. Nokkur fjöldi fólks sagðist hafa kosið Bashar en fengið kosninganúmer Heru Bjarkar á símaskjáinn og að samband hafi slitnað þegar reynt var að hringja inn atkvæði. Í samtali við fréttastofu segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri að nánari upplýsingar varðandi úttektina liggi ekki fyrir á þessum tímapunkti. „Leitað hefur verið til sérhæfðs aðila á þessu sviði til að framkvæma óháða úttekt, annað er ekki fyrirliggjandi nú,“ segir Stefán. Teymi Bashars krafðist rannsóknar Lagahöfundur lagsins Wild West sem Bashar flutti í keppninni hefur meðal annars skrifað forsvarsmönnum Söngvakeppninnar bréf þar sem hann fer fram á að slík sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd. Einar Hrafn Stefánsson, trommari og lagahödfundur, segir í bréfinu að það geti aldrei verið yfir vafa hafið að kosningin hafi verið réttmæt eftir að talsvert magn skilaboða bárust teymi Bashars frá fólki sem sagðist ekki hafa getað kosið hann þetta örlagaríka kvöld. Hann telur óeðlilegt að RÚV hafi talið að stofnunin geti sjálf staðið að slíkri rannsókn. Svo virðist sem hann hafi fengið ósk sína uppfyllta að minnsta kosti að hluta til. „Réttmætar athugasemdir“ um atkvæðagreiðsluna Í gær kom einnig fram að Ásdís María Viðarsdóttir höfundur lags Heru stefni ekki á að fylgja laginu í lokakeppnina í Malmö og sé það samviskunni vegna. Hún segist hafa viljað að Bashar færi út sem fulltrúi Íslands og að úrslitin sitji í sér. „Ég hef verið mjög skýr í minni afstöðu að það leiki vafi á úrslitunum. Það hafa komið fram réttmætar athugasemdir um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og mér finnst RÚV ekki hafa gefið skýr svör,“ segir Ásdís í samtali við RÚV. Í sömu frétt hefur RÚV eftir Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra að framhald málsins væri enn í skoðun og að afstaða Ásdísar yrði tekin með í reikninginn varðandi hvort Ísland myndi yfirhöfuð senda lag í lokakeppnina. Ýmislegt óljóst Þar kemur fram að RÚV hafi ákveðið að fá óháðan aðila til að gera úttekt á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á lokakvöldi Söngvakeppninnar. Stefán vildi ekki tjá sig um hver það væri sem framkvæmdi þessa úttekt, eða hve langan tíma hún muni vara. Frestur til að skila inn gögnum og þar með skráningu í lokakeppnina í Malmö rennur út á mánudaginn og því ekki mikill tími til stefnu sé áætlunin að afgreiða málið áður en lokaákvörðun varðandi þátttöku Íslands sé tekin. Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Sonurinn gat ekki kosið Bashar Fjölskylda sem var stödd á Söngvakeppninni í Laugardalshöll í gær gekk vel að kjósa Heru Björk, sigurvegara keppninnar. Þegar þau ætluðu svo að kjósa Bashar Murad slitnaði línan. Ekkert er að frétta af skoðun RÚV á kosningaappi sínu. 3. mars 2024 14:29 Krefjast sjálfstæðrar rannsóknar og endurtekningar á símakosningu Lagahöfundur „Wild West“ hefur skrifað forsvarsmönnum Söngvakeppninnar bréf þar sem hann krefst þess að sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd á kosningu keppninnar og að símakosning verði endurtekin. 3. mars 2024 18:41 Enn algjör óvissa um hvort Hera stígi á svið í Malmö Ríkisútvarpið hefur það enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Frestur til þess að skila inn gögnum og þar með skráningu í keppnina rennur út eftir fjóra daga, þann 11. mars. 7. mars 2024 09:56 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
Mikil óánægja hefur ríkt í sambandi við niðurstöður lokakeppninnar laugardaginn síðasta þegar Hera Björk bar sigur úr býtum í einvíginu gegn Bashar Murad þrátt fyrir að Bashar hafi hlotið talsvert fleiri atkvæði í fyrri umferð kosningarinnar ásamt í atkvæðagreiðslu dómara. Fljótlega eftir að niðurstöður lágu ljósar fyrir í úrslitunum fóru að berast fregnir af meintum göllum á kosningakerfinu. Nokkur fjöldi fólks sagðist hafa kosið Bashar en fengið kosninganúmer Heru Bjarkar á símaskjáinn og að samband hafi slitnað þegar reynt var að hringja inn atkvæði. Í samtali við fréttastofu segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri að nánari upplýsingar varðandi úttektina liggi ekki fyrir á þessum tímapunkti. „Leitað hefur verið til sérhæfðs aðila á þessu sviði til að framkvæma óháða úttekt, annað er ekki fyrirliggjandi nú,“ segir Stefán. Teymi Bashars krafðist rannsóknar Lagahöfundur lagsins Wild West sem Bashar flutti í keppninni hefur meðal annars skrifað forsvarsmönnum Söngvakeppninnar bréf þar sem hann fer fram á að slík sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd. Einar Hrafn Stefánsson, trommari og lagahödfundur, segir í bréfinu að það geti aldrei verið yfir vafa hafið að kosningin hafi verið réttmæt eftir að talsvert magn skilaboða bárust teymi Bashars frá fólki sem sagðist ekki hafa getað kosið hann þetta örlagaríka kvöld. Hann telur óeðlilegt að RÚV hafi talið að stofnunin geti sjálf staðið að slíkri rannsókn. Svo virðist sem hann hafi fengið ósk sína uppfyllta að minnsta kosti að hluta til. „Réttmætar athugasemdir“ um atkvæðagreiðsluna Í gær kom einnig fram að Ásdís María Viðarsdóttir höfundur lags Heru stefni ekki á að fylgja laginu í lokakeppnina í Malmö og sé það samviskunni vegna. Hún segist hafa viljað að Bashar færi út sem fulltrúi Íslands og að úrslitin sitji í sér. „Ég hef verið mjög skýr í minni afstöðu að það leiki vafi á úrslitunum. Það hafa komið fram réttmætar athugasemdir um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og mér finnst RÚV ekki hafa gefið skýr svör,“ segir Ásdís í samtali við RÚV. Í sömu frétt hefur RÚV eftir Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra að framhald málsins væri enn í skoðun og að afstaða Ásdísar yrði tekin með í reikninginn varðandi hvort Ísland myndi yfirhöfuð senda lag í lokakeppnina. Ýmislegt óljóst Þar kemur fram að RÚV hafi ákveðið að fá óháðan aðila til að gera úttekt á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á lokakvöldi Söngvakeppninnar. Stefán vildi ekki tjá sig um hver það væri sem framkvæmdi þessa úttekt, eða hve langan tíma hún muni vara. Frestur til að skila inn gögnum og þar með skráningu í lokakeppnina í Malmö rennur út á mánudaginn og því ekki mikill tími til stefnu sé áætlunin að afgreiða málið áður en lokaákvörðun varðandi þátttöku Íslands sé tekin.
Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Sonurinn gat ekki kosið Bashar Fjölskylda sem var stödd á Söngvakeppninni í Laugardalshöll í gær gekk vel að kjósa Heru Björk, sigurvegara keppninnar. Þegar þau ætluðu svo að kjósa Bashar Murad slitnaði línan. Ekkert er að frétta af skoðun RÚV á kosningaappi sínu. 3. mars 2024 14:29 Krefjast sjálfstæðrar rannsóknar og endurtekningar á símakosningu Lagahöfundur „Wild West“ hefur skrifað forsvarsmönnum Söngvakeppninnar bréf þar sem hann krefst þess að sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd á kosningu keppninnar og að símakosning verði endurtekin. 3. mars 2024 18:41 Enn algjör óvissa um hvort Hera stígi á svið í Malmö Ríkisútvarpið hefur það enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Frestur til þess að skila inn gögnum og þar með skráningu í keppnina rennur út eftir fjóra daga, þann 11. mars. 7. mars 2024 09:56 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
Sonurinn gat ekki kosið Bashar Fjölskylda sem var stödd á Söngvakeppninni í Laugardalshöll í gær gekk vel að kjósa Heru Björk, sigurvegara keppninnar. Þegar þau ætluðu svo að kjósa Bashar Murad slitnaði línan. Ekkert er að frétta af skoðun RÚV á kosningaappi sínu. 3. mars 2024 14:29
Krefjast sjálfstæðrar rannsóknar og endurtekningar á símakosningu Lagahöfundur „Wild West“ hefur skrifað forsvarsmönnum Söngvakeppninnar bréf þar sem hann krefst þess að sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd á kosningu keppninnar og að símakosning verði endurtekin. 3. mars 2024 18:41
Enn algjör óvissa um hvort Hera stígi á svið í Malmö Ríkisútvarpið hefur það enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Frestur til þess að skila inn gögnum og þar með skráningu í keppnina rennur út eftir fjóra daga, þann 11. mars. 7. mars 2024 09:56
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp