Hundóánægðir bændur með reglugerð um sjálfbæra nýtingu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. mars 2024 14:30 Kristinn Guðnason í Skarði í Landsveit, sem trúir ekki að reglugerðin um sjálfbæra nýtingu lands fari í gegnum stjórnkerfið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur landsins og fjölmargar sveitarstjórnir vítt og breitt um landið eru hundóánægðar með reglugerð úr samráðsgátt stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu í samræmi við markmikið laga um landgræðslu. Nái reglugerðin fram að ganga sé nánast gengið að sauðfjárbúskap dauðum. Í samráðsgátt stjórnvalda hefur verið opið fyrir umsagnir um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu þegar landgræðsla er annars vegar. Nokkrar sveitarstjórnir hafa mótmælt reglugerðinni og þá virðist almenn óánægja hjá bændum með reglugerðina. Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit er til dæmis mjög óánægð. „Það sem er svo skrýtið, þetta virðist vera ein stefna á þessa beitarnýtingu, það er alltaf hert og hert á þeim kröfum og svo bara rétt minnst á hitt. Við vitum alveg sem nýtum Landmannaafrétt að við erum alveg að standa okkur mjög vel og við erum alltaf að græða upp og stýrum beitinni mjög vel,” segir Guðlaug Berglind. Og Guðlaug Berglind segir að það sé ekki íslenska sauðkindinni að kenna sé land skemmt eins og á Landmannaafrétti, það sé mikil umferð fólks á afréttinum, sem sé um að kenna. Það sé varla minnst á það í reglugerðinni. „Þessi reglugerð er náttúrulega bara ótæk og það eru bara mikil að þetta skuli koma svona illa framsett, búið að reka þetta einu sinni til baka, nú kemur þetta, það er beðið um umsagnir en kannski að því að, nú getur ráðherra bara samþykkti þetta ef honum sýnist,” bætir Guðlaug Berglind við. Guðlaug Berglind, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit, sem segir reglugerðina ótæka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristinn Guðnason í Skarði er líka mjög ósáttur við reglugerðardrögin um sjálfbæru landnýtinguna. „Við höfum unnið eftir landbótaáætlunum frá Landgræðslunni og gert yfirleitt betur en þær segja til um og okkur finnst hlutirnir vera bara í góðu lagi hjá okkur. Það hljóta allir að sjá það ef það á að vera viðmið á Íslandi að það megi helst ekki beita land í 30% halla þá hlýtur það bara að vera að segja það að við eigum nánast að hætta að búa á Íslandi,” segir Kristinn. Og þar með sé til dæmis út um sauðfjárbúskap í landinu ef ekki megi beita landið. „Ég trúi ekki að þetta fari í gegn,” bætir Kristinn við. Réttað í Hrunaréttum í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda hefur verið opið fyrir umsagnir um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu þegar landgræðsla er annars vegar. Nokkrar sveitarstjórnir hafa mótmælt reglugerðinni og þá virðist almenn óánægja hjá bændum með reglugerðina. Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit er til dæmis mjög óánægð. „Það sem er svo skrýtið, þetta virðist vera ein stefna á þessa beitarnýtingu, það er alltaf hert og hert á þeim kröfum og svo bara rétt minnst á hitt. Við vitum alveg sem nýtum Landmannaafrétt að við erum alveg að standa okkur mjög vel og við erum alltaf að græða upp og stýrum beitinni mjög vel,” segir Guðlaug Berglind. Og Guðlaug Berglind segir að það sé ekki íslenska sauðkindinni að kenna sé land skemmt eins og á Landmannaafrétti, það sé mikil umferð fólks á afréttinum, sem sé um að kenna. Það sé varla minnst á það í reglugerðinni. „Þessi reglugerð er náttúrulega bara ótæk og það eru bara mikil að þetta skuli koma svona illa framsett, búið að reka þetta einu sinni til baka, nú kemur þetta, það er beðið um umsagnir en kannski að því að, nú getur ráðherra bara samþykkti þetta ef honum sýnist,” bætir Guðlaug Berglind við. Guðlaug Berglind, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit, sem segir reglugerðina ótæka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristinn Guðnason í Skarði er líka mjög ósáttur við reglugerðardrögin um sjálfbæru landnýtinguna. „Við höfum unnið eftir landbótaáætlunum frá Landgræðslunni og gert yfirleitt betur en þær segja til um og okkur finnst hlutirnir vera bara í góðu lagi hjá okkur. Það hljóta allir að sjá það ef það á að vera viðmið á Íslandi að það megi helst ekki beita land í 30% halla þá hlýtur það bara að vera að segja það að við eigum nánast að hætta að búa á Íslandi,” segir Kristinn. Og þar með sé til dæmis út um sauðfjárbúskap í landinu ef ekki megi beita landið. „Ég trúi ekki að þetta fari í gegn,” bætir Kristinn við. Réttað í Hrunaréttum í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira