Stöð 2 Sport
Þátturinn Lengsta undirbúningstímabil í heimi í stjórn Baldurs Sigurðssonar heldur göngu sinni áfram á Stöð 2 Sport klukkan 20:00 í kvöld.
Stöð 2 Sport 2
Ítalski boltinn ræður ríkjum á Stöð 2 Sport 2 í dag og við hefjum leik klukkan 11:20 þegar Lecce tekur á móti Hellas Verona. AC Milan tekur svo á móti Empoli klukkan 13:50 áður en Juventus og Atalanta eigast við klukkan 16:50.
Klukkan 19:35 er svo komið að viðureign Fiorentina og Roma sem lokar ítölsku dagskránni á rásinni í dag.
Stöð 2 Sport 5
Spænski körfuboltinn fær sitt pláss á Stöð 2 Sport 5 þar sem Baskonia og Barca eigast við klukkan 17:20.
Stöð 2 eSport
Undanúrslitin á Blast Premier-mótaröðinni í Counter-Strike fara fram í dag og verða báðar undanúrslitaviðureignirnar leiknar í dag. Fyrri undanúrslitaleikurinn hefst klukkan 17:00 og sá síðari klukkan 19:30.
Vodafone Sport
Boðið verður upp á bland í poka á Vodafone Sport í dag og við hefjum leik á viðureign Huddersfield og WBA í ensku 1. deildinni í knattspyrnu klukkan 11:55.
Klukkan 14:55 er svo komið að toppslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta þar sem SC Magdeburg tekur á móti Füchse Berlin, en gera má ráð fyrir því að íslensku landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason og Gísli Þorgeir Kristjánsson verði í eldlínunni fyrir heimamenn.
Þá hefst bein útsending frá Belgian Darts Open á Evrópumótaröðinni í pílukasti klukkan 18:00 og að lokum mætast Bandaríkin og Brasilía í CONCACAF Gold Cup klukkan 01:10 eftir miðnætti.