Hafnartúnshúsið mikið skemmt eftir eldinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. mars 2024 11:41 Slökkvistarfi lauk um klukkan eitt í nótt. Jakub Kopecký Gríðarmikið tjón varð á sögufrægu Hafnartúnshúsi á Selfossi eftir að eldur kviknaði í því í gærkvöldi. Varaslökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir slökkvistarf hafa gengið vel en sorglegt sé að horfa á sögufrægt hús verða eldi að bráð. Eldur kviknaði í Hafnartúnshúsinu á áttunda tímanum í gærkvöldi og var allt tiltækt slökkvilið kallað til. Húsið stendur við suðurenda nýja miðbæjarins á Selfossi og stóð til að byggja það upp á næstu árum. Útkall barst Brunavörnum Árnessýslu rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. „Við sendum strax út stórt útkall á Selfossstöðina okkar. Slökkvistarf gekk vel, var lokið um eitt. Húsið er mjög skemmt en stendur enn uppi,“ segir Lárus Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri í Árnessýslu. „Við vorum með slökkviliðsmenn þarna til að verða þrjú í nótt. Síðasti maður var að fara þá. Síðan vaktaði lögreglan húsið.“ Húsið var byggt árið 1947 af Sigurði Ó. Ólafssyni, sem var alþingismaður Árnesinga frá 1959 til 1967. Í húsinu var kaupfélagið Höfn starfrækt en síðustu árin hefur ekki verið föst búseta í því. „Það er alltaf vont þegar svona sögufræg og merkileg hús brenna. Þetta er gamalt hús, sem var einangrað með sagi og öðru þannig að þetta geta oft reynst mjög erfiðir eldsvoðar í þessum gömlu húsum,“ segir Lárus. Íbúar Selfoss voru í gærkvöldi hvattir til að loka gluggum vegna mikils reyks sem lagði frá eldinum. „Það var talsvert mikill eldur þegar fyrstu slökkviliðsmenn komu á staðinn. Það tókst vel að slá á mesta eldinn í upphafi. Mikinn reyk lagði yfir Selfoss á tímabili,“ segir Lárus. Vettvangurinn hefur nú verið afhentur lögreglu til rannsóknar og er von á tilkynningu frá henni síðar í dag. Árborg Slökkvilið Tengdar fréttir Myndir: Selfyssingar syrgja sögufrægt hús Ljóst er að gríðarmikið tjón hefur orðið á sögufrægu Hafnartúnshússi á Selfossi. Húsið var byggt árið 1947 og hefur lengi verið eitt helsta kennileiti bæjarins. 9. mars 2024 23:11 „Mikil menningarverðmæti farin“ „Það stóð til að gera þetta hús upp sem hluta af nýjum miðbæ. Þetta er sögufrægt hús og þess vegna mikil menningarverðmæti farin,“ segir Leó Árnason stjórnarformaður Sigtúns sem á Gamla Hafnartúns-húsið á Selfossi, þar sem eldur kviknaði í kvöld. Slökkvistörf standa enn yfir en ljóst er að tjónið er mikið. 9. mars 2024 20:46 Eldur í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi Eldur logar í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi. Töluverður viðbúnaður er á staðnum. 9. mars 2024 19:48 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Eldur kviknaði í Hafnartúnshúsinu á áttunda tímanum í gærkvöldi og var allt tiltækt slökkvilið kallað til. Húsið stendur við suðurenda nýja miðbæjarins á Selfossi og stóð til að byggja það upp á næstu árum. Útkall barst Brunavörnum Árnessýslu rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. „Við sendum strax út stórt útkall á Selfossstöðina okkar. Slökkvistarf gekk vel, var lokið um eitt. Húsið er mjög skemmt en stendur enn uppi,“ segir Lárus Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri í Árnessýslu. „Við vorum með slökkviliðsmenn þarna til að verða þrjú í nótt. Síðasti maður var að fara þá. Síðan vaktaði lögreglan húsið.“ Húsið var byggt árið 1947 af Sigurði Ó. Ólafssyni, sem var alþingismaður Árnesinga frá 1959 til 1967. Í húsinu var kaupfélagið Höfn starfrækt en síðustu árin hefur ekki verið föst búseta í því. „Það er alltaf vont þegar svona sögufræg og merkileg hús brenna. Þetta er gamalt hús, sem var einangrað með sagi og öðru þannig að þetta geta oft reynst mjög erfiðir eldsvoðar í þessum gömlu húsum,“ segir Lárus. Íbúar Selfoss voru í gærkvöldi hvattir til að loka gluggum vegna mikils reyks sem lagði frá eldinum. „Það var talsvert mikill eldur þegar fyrstu slökkviliðsmenn komu á staðinn. Það tókst vel að slá á mesta eldinn í upphafi. Mikinn reyk lagði yfir Selfoss á tímabili,“ segir Lárus. Vettvangurinn hefur nú verið afhentur lögreglu til rannsóknar og er von á tilkynningu frá henni síðar í dag.
Árborg Slökkvilið Tengdar fréttir Myndir: Selfyssingar syrgja sögufrægt hús Ljóst er að gríðarmikið tjón hefur orðið á sögufrægu Hafnartúnshússi á Selfossi. Húsið var byggt árið 1947 og hefur lengi verið eitt helsta kennileiti bæjarins. 9. mars 2024 23:11 „Mikil menningarverðmæti farin“ „Það stóð til að gera þetta hús upp sem hluta af nýjum miðbæ. Þetta er sögufrægt hús og þess vegna mikil menningarverðmæti farin,“ segir Leó Árnason stjórnarformaður Sigtúns sem á Gamla Hafnartúns-húsið á Selfossi, þar sem eldur kviknaði í kvöld. Slökkvistörf standa enn yfir en ljóst er að tjónið er mikið. 9. mars 2024 20:46 Eldur í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi Eldur logar í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi. Töluverður viðbúnaður er á staðnum. 9. mars 2024 19:48 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Myndir: Selfyssingar syrgja sögufrægt hús Ljóst er að gríðarmikið tjón hefur orðið á sögufrægu Hafnartúnshússi á Selfossi. Húsið var byggt árið 1947 og hefur lengi verið eitt helsta kennileiti bæjarins. 9. mars 2024 23:11
„Mikil menningarverðmæti farin“ „Það stóð til að gera þetta hús upp sem hluta af nýjum miðbæ. Þetta er sögufrægt hús og þess vegna mikil menningarverðmæti farin,“ segir Leó Árnason stjórnarformaður Sigtúns sem á Gamla Hafnartúns-húsið á Selfossi, þar sem eldur kviknaði í kvöld. Slökkvistörf standa enn yfir en ljóst er að tjónið er mikið. 9. mars 2024 20:46
Eldur í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi Eldur logar í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi. Töluverður viðbúnaður er á staðnum. 9. mars 2024 19:48