Síðkjólar, pallíettur, demantar og ýmis konar glamúr einkennir kvöldið að vana. Þá virðast ljósir litir og pastel litir vinsælir í ár en litur kvöldsins virðist þó vera silfur. Dwayne The Rock Johnson nýtur sín vel í silfurgráum jakkafötum í kvöld.

Stórleikonan Emma Stone rokkar ljósgrænan kjól frá tískuhúsinu Louis Vuitton í kvöld og það í mjög ljósum mintugrænum lit sem fer henni einstaklega vel. Hún er tilnefnd sem leikkona í aðalhlutverki fyrir kvikmyndina Poor Things. Hún hlaut Óskarsverðlaun árið 2017 fyrir hlutverk sitt í La La Land.

Óskarsverðlaunahafinn Lupita Nyong'o slær alltaf í gegn á rauða dreglinum. Hún klæðist stórfenglegum steinuðum blátóna kjól með fjöðrum frá Prada.

Tónlistarkonan og leikkonan Hailee Steinfeld klæðist sægrænum síðkjól frá tískuhúsinu Elie Saab og fer beinustu leið inn á best klæddu kvöldsins listann.

Leikkonan America Ferrera fór á kostum í Barbie myndinni en hún er tilnefnd fyrir það í kvöld sem besta leikkona í aukahlutverki. Hún heldur Barbie þemanu gangandi á dreglinum í bleikum pallíettukjól frá tískuhúsinu Versace.

Meðleikari hennar Ryan Gosling er sömuleiðis tilnefndur í kvöld sem leikari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Ken í Barbie. Hann er klæddur í svart en smáatriðin eru í silfrinu.

Leikkonan Anya Taylor-Joy skín skært í kvöld í silfurlituðum Dior síðkjól. Algjör starna!

Silfrið heldur áfram að skína á dreglinum en leikkonan Gabriel Union er stórfengleg í silfurlituðum síðkjól í kvöld.

Leikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Michelle Yeoh mætti sömuleiðis í silfurkjól með svarta hanska og í svörtum skóm, fabjúlöss!

Breska leikkonan Florence Pugh er sömuleiðis í silfurlituðum síðkjól.

Óskarsverðlaunahafinn Da'Vine Joy Randolph ofurflott og glitrandi í ljósbláum glæsikjól.

Rokkarinn, goðsögnin og gítarleikarinn Slash mætti með hattinn og í leðurdressi við.

Billie Eilish er að sjálfsögðu klædd í Chanel í kvöld og á jakkanum er hún með Artists For Ceasefire nælu, eða listamenn fyrir vopnahlé. Eilish er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir lagið What Was I Made For úr Barbie.

Tónlistarkonan Ariana Grande mætti í ljósbleikum og líflegum kjól sem virðist bæði hlýr og mjúkur til að sitja í. Kjóllinn er algjörlega í anda karakters hennar Glindu í væntanlegu kvikmyndinni Wicked.

Breska leikkonan Emily Blunt valdi krem-hvítan síðkjól frá sjóðheita tískuhúsinu Schiaparelli. Hún er tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Oppenheimer.

Fyrirsætan og leikkonan Molly Sims klæðist ljósbleiku í kvöld og er algjör bomba með silfurkeðju á kjólnum og bleika skikkju.

Margot Robbie er mætt á rauða dregilinn í svörtum síðkjól og glæsileikinn glansar af henni. Robbie var ekki tilefnd fyrir hlutverk sitt í Barbie og voru margir ósáttir við það enda var myndin ein sú allra vinsælasta í fyrra.

Charlize Theron skartar ljóstóna síðkjól við silfurskart.

Bradley Cooper er tilnefndur sem leikari í aðalhlutverki fyrir kvikmyndina Maestro. Hann klæðist dökkbláum jakkafötum í 70's stíl sem hefur verið mjög vinsæll að undanförnu.

Zendaya vekur alltaf athygli á rauða dreglinum og skín sannarlega hvað skærast í kvöld í silfur og bleiku frá Giorgio Armani Privé.

Hér má sjá lista yfir tilnefningar kvöldsins: