Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Heimir Már Pétursson skrifar 11. mars 2024 11:58 Komi til verkfalla félagsmanna VR hjá Icelandair gætu ferðir þúsunda farþega raskast. Fyrstu aðgerðirnar yrðu á miðnætti á föstudag í næstu viku. Vísir/Vilhelm Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. Landsamband verslunarmanna og VR, fjölmennasta verkalýðsfélag landsins, voru ekki aðilar að kjarasamningum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaðir voru á fimmtudag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR viðurkennir að þeir samningar verði nokkuð ráðandi varðandi launaliðinn í þeim viðræðum sem hófust í morgun við Samtök atvinnulífsins. Hins vegar hefur VR boðað röð verkfalla um 180 starfsmanna félagsins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli vegna vaktafyrirkomulags í sérkjarasamningi við flugfélagið. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun hófst í morgun og lýkur á fimmtudag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að ræða þurfi fjölmörg mál sem taka kunni nokkurn tíma.Stöð 2/Arnar Ragnar Þór segir að fyrstu aðgerðirnar hæfust á miðbætti á föstudag í næstu viku og stæðu í tvo sólarhringa. „Það er hægt að afstýra verfallsaðgerðum hvenær sem er. Það er auðvitað algerlega undir okkar viðsemjendum komið hvort það verður raunin ef vel gengur. En við þurfum auðvitað að vinna hratt og vel. Svo sjáum við hvort samningsvilji sé til staðar hjá okkar viðsemjendum, hvernig vinnan gengur,“ sagði Ragnar Þór fyrir samninganefndarfund í morgun. Deilan snýst um dagvinnuvaktir starfsfólks í innritun farþega og hleðslu flugvéla yfir vetrarmánuðina, sem standa frá fimm að morgni til fimm síðdegis en eru rofnar launalaust í fjóra tíma frá níu til eitt. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA segir samningana við breiðfylkinguna í síðustu viku leggja meginlínurnar fyrir aðra saminga.Stöð 2/Arnar Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir Félagsdóm réttan farveg fyrir gildandi sérkjarasamninga telji VR brotið á starfsmönnum. „Þetta er kjarasamningur sem er í gildi og hefur verið í gildi upp á Keflavíkurflugvelli. Ef menn eru ósáttir við framkvæmd hans er auðvitað rétta leiðin að stefna fyrir Félagsdóm." Þannig að þið teljið ekki að hægt sé að leysa þetta í þessum viðræðum? „Við erum auðvitað hér til að fara í gegnum kjaraviðræður og munum gera það,“ segir Sigríður Margrét. Burt séð frá þessu máli þurfa verslunarmenn og Samtök atvinnulífsins að ná saman um aðalkjarasamning til næstu fjögurra ára. Sigríður Margrét segir samninginn við breiðfylkinguna í síðustu viku leggja línurnar í stórum dráttum. „VR tók auðvitað þátt í að móta þessa stefnu og var með okkur og breiðfylkingunni í viðræðunum um nokkurra mánaða tímabil. Þannig að þau eiga líka hlut í þessum samningum,“ segir framkvæmdastjóri SA. Ragnar Þór segir að um margt þurfi að ræða. „Við erum auðvitað með fjölmörg mál inni í okkar kjarasamningi sem þarf að fara í og afgreiða. Ekki bara launaliðinn og forsenduákvæði heldur fjölmörg önnur mál. Kjarasamningar eru í eðli sínu ólíkir á milli stéttarfélaga og starfsgreina. Þannig að þetta gæti alveg tekið smá tíma," segir Ragnar Þór Ingólfsson. Verði að öllum verkfallsaðgerðum VR verða þær með þessum hætti: Frá kl. 00:01 föstudaginn 22. mars 2024 til kl. 23:59 sunnudaginn 24. mars 2024.Frá kl. 00:01 miðvikudaginn 27. mars 2024 til kl. 23:59 fimmtudaginn 28. mars 2024.Frá kl. 00:01 sunnudaginn 31. mars 2024 til kl. kl. 23:59 þriðjudaginn 2. apríl 2024.Frá kl. 00:01 föstudaginn 5. apríl 2024 til kl. 23:59 þriðjudaginn 9. apríl 2024.Ótímabundin vinnustöðvun frá kl. 00:01 föstudaginn 12. apríl 2024. Kjaraviðræður 2023-24 Keflavíkurflugvöllur Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stjórnvöld megi alls ekki hækka skatta eða taka lán fyrir kjarasamningunum Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægt að stjórnvöld fari ekki skattahækkanir eða lántöku til þess að fjármagna aðkomu sína að kjarasamningum. Með því væru þau að vinna gegn markmiði samningana sem gerðir voru við breiðfylkinguna í síðustu viku. 11. mars 2024 08:45 Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01 Rætt um 80 milljarða: „Mér finnst það ekki sanngjörn leið“ Nýir kjarasamningar eru kostnaðarsamir og kalla á aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þetta segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Honum hugnast ekki flatar skattahækkanir enda myndu þær draga úr þeim kjarabótum sem aðilar á vinnumarkaði voru að fá í gegn í nýjum samningum. 10. mars 2024 13:46 Rætt um 80 milljarða: „Mér finnst það ekki sanngjörn leið“ Nýir kjarasamningar eru kostnaðarsamir og kalla á aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þetta segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Honum hugnast ekki flatar skattahækkanir enda myndu þær draga úr þeim kjarabótum sem aðilar á vinnumarkaði voru að fá í gegn í nýjum samningum. 10. mars 2024 13:46 Rætt um 80 milljarða: „Mér finnst það ekki sanngjörn leið“ Nýir kjarasamningar eru kostnaðarsamir og kalla á aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þetta segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Honum hugnast ekki flatar skattahækkanir enda myndu þær draga úr þeim kjarabótum sem aðilar á vinnumarkaði voru að fá í gegn í nýjum samningum. 10. mars 2024 13:46 Fagfélögin skrifa undir kjarasamninga Fagfélögin hafa skrifað undir langtímasamning við Samtök atvinnulífsins. Til fagfélaganna teljast Rafiðnaðarsamband Íslands, Matvís, VM og Grafía. Samningurinn er til fjögurra ára og byggir á sömu forsendum og langtímasamningar breiðfylkingar Eflingar, Samiðnar og SGS sem náðust fyrr í vikunni. 9. mars 2024 15:00 Þetta eru lykilatriðin í nýjum kjarasamningi Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár. 7. mars 2024 17:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Landsamband verslunarmanna og VR, fjölmennasta verkalýðsfélag landsins, voru ekki aðilar að kjarasamningum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaðir voru á fimmtudag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR viðurkennir að þeir samningar verði nokkuð ráðandi varðandi launaliðinn í þeim viðræðum sem hófust í morgun við Samtök atvinnulífsins. Hins vegar hefur VR boðað röð verkfalla um 180 starfsmanna félagsins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli vegna vaktafyrirkomulags í sérkjarasamningi við flugfélagið. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun hófst í morgun og lýkur á fimmtudag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að ræða þurfi fjölmörg mál sem taka kunni nokkurn tíma.Stöð 2/Arnar Ragnar Þór segir að fyrstu aðgerðirnar hæfust á miðbætti á föstudag í næstu viku og stæðu í tvo sólarhringa. „Það er hægt að afstýra verfallsaðgerðum hvenær sem er. Það er auðvitað algerlega undir okkar viðsemjendum komið hvort það verður raunin ef vel gengur. En við þurfum auðvitað að vinna hratt og vel. Svo sjáum við hvort samningsvilji sé til staðar hjá okkar viðsemjendum, hvernig vinnan gengur,“ sagði Ragnar Þór fyrir samninganefndarfund í morgun. Deilan snýst um dagvinnuvaktir starfsfólks í innritun farþega og hleðslu flugvéla yfir vetrarmánuðina, sem standa frá fimm að morgni til fimm síðdegis en eru rofnar launalaust í fjóra tíma frá níu til eitt. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA segir samningana við breiðfylkinguna í síðustu viku leggja meginlínurnar fyrir aðra saminga.Stöð 2/Arnar Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir Félagsdóm réttan farveg fyrir gildandi sérkjarasamninga telji VR brotið á starfsmönnum. „Þetta er kjarasamningur sem er í gildi og hefur verið í gildi upp á Keflavíkurflugvelli. Ef menn eru ósáttir við framkvæmd hans er auðvitað rétta leiðin að stefna fyrir Félagsdóm." Þannig að þið teljið ekki að hægt sé að leysa þetta í þessum viðræðum? „Við erum auðvitað hér til að fara í gegnum kjaraviðræður og munum gera það,“ segir Sigríður Margrét. Burt séð frá þessu máli þurfa verslunarmenn og Samtök atvinnulífsins að ná saman um aðalkjarasamning til næstu fjögurra ára. Sigríður Margrét segir samninginn við breiðfylkinguna í síðustu viku leggja línurnar í stórum dráttum. „VR tók auðvitað þátt í að móta þessa stefnu og var með okkur og breiðfylkingunni í viðræðunum um nokkurra mánaða tímabil. Þannig að þau eiga líka hlut í þessum samningum,“ segir framkvæmdastjóri SA. Ragnar Þór segir að um margt þurfi að ræða. „Við erum auðvitað með fjölmörg mál inni í okkar kjarasamningi sem þarf að fara í og afgreiða. Ekki bara launaliðinn og forsenduákvæði heldur fjölmörg önnur mál. Kjarasamningar eru í eðli sínu ólíkir á milli stéttarfélaga og starfsgreina. Þannig að þetta gæti alveg tekið smá tíma," segir Ragnar Þór Ingólfsson. Verði að öllum verkfallsaðgerðum VR verða þær með þessum hætti: Frá kl. 00:01 föstudaginn 22. mars 2024 til kl. 23:59 sunnudaginn 24. mars 2024.Frá kl. 00:01 miðvikudaginn 27. mars 2024 til kl. 23:59 fimmtudaginn 28. mars 2024.Frá kl. 00:01 sunnudaginn 31. mars 2024 til kl. kl. 23:59 þriðjudaginn 2. apríl 2024.Frá kl. 00:01 föstudaginn 5. apríl 2024 til kl. 23:59 þriðjudaginn 9. apríl 2024.Ótímabundin vinnustöðvun frá kl. 00:01 föstudaginn 12. apríl 2024.
Kjaraviðræður 2023-24 Keflavíkurflugvöllur Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stjórnvöld megi alls ekki hækka skatta eða taka lán fyrir kjarasamningunum Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægt að stjórnvöld fari ekki skattahækkanir eða lántöku til þess að fjármagna aðkomu sína að kjarasamningum. Með því væru þau að vinna gegn markmiði samningana sem gerðir voru við breiðfylkinguna í síðustu viku. 11. mars 2024 08:45 Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01 Rætt um 80 milljarða: „Mér finnst það ekki sanngjörn leið“ Nýir kjarasamningar eru kostnaðarsamir og kalla á aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þetta segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Honum hugnast ekki flatar skattahækkanir enda myndu þær draga úr þeim kjarabótum sem aðilar á vinnumarkaði voru að fá í gegn í nýjum samningum. 10. mars 2024 13:46 Rætt um 80 milljarða: „Mér finnst það ekki sanngjörn leið“ Nýir kjarasamningar eru kostnaðarsamir og kalla á aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þetta segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Honum hugnast ekki flatar skattahækkanir enda myndu þær draga úr þeim kjarabótum sem aðilar á vinnumarkaði voru að fá í gegn í nýjum samningum. 10. mars 2024 13:46 Rætt um 80 milljarða: „Mér finnst það ekki sanngjörn leið“ Nýir kjarasamningar eru kostnaðarsamir og kalla á aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þetta segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Honum hugnast ekki flatar skattahækkanir enda myndu þær draga úr þeim kjarabótum sem aðilar á vinnumarkaði voru að fá í gegn í nýjum samningum. 10. mars 2024 13:46 Fagfélögin skrifa undir kjarasamninga Fagfélögin hafa skrifað undir langtímasamning við Samtök atvinnulífsins. Til fagfélaganna teljast Rafiðnaðarsamband Íslands, Matvís, VM og Grafía. Samningurinn er til fjögurra ára og byggir á sömu forsendum og langtímasamningar breiðfylkingar Eflingar, Samiðnar og SGS sem náðust fyrr í vikunni. 9. mars 2024 15:00 Þetta eru lykilatriðin í nýjum kjarasamningi Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár. 7. mars 2024 17:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Stjórnvöld megi alls ekki hækka skatta eða taka lán fyrir kjarasamningunum Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægt að stjórnvöld fari ekki skattahækkanir eða lántöku til þess að fjármagna aðkomu sína að kjarasamningum. Með því væru þau að vinna gegn markmiði samningana sem gerðir voru við breiðfylkinguna í síðustu viku. 11. mars 2024 08:45
Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01
Rætt um 80 milljarða: „Mér finnst það ekki sanngjörn leið“ Nýir kjarasamningar eru kostnaðarsamir og kalla á aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þetta segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Honum hugnast ekki flatar skattahækkanir enda myndu þær draga úr þeim kjarabótum sem aðilar á vinnumarkaði voru að fá í gegn í nýjum samningum. 10. mars 2024 13:46
Rætt um 80 milljarða: „Mér finnst það ekki sanngjörn leið“ Nýir kjarasamningar eru kostnaðarsamir og kalla á aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þetta segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Honum hugnast ekki flatar skattahækkanir enda myndu þær draga úr þeim kjarabótum sem aðilar á vinnumarkaði voru að fá í gegn í nýjum samningum. 10. mars 2024 13:46
Rætt um 80 milljarða: „Mér finnst það ekki sanngjörn leið“ Nýir kjarasamningar eru kostnaðarsamir og kalla á aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þetta segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Honum hugnast ekki flatar skattahækkanir enda myndu þær draga úr þeim kjarabótum sem aðilar á vinnumarkaði voru að fá í gegn í nýjum samningum. 10. mars 2024 13:46
Fagfélögin skrifa undir kjarasamninga Fagfélögin hafa skrifað undir langtímasamning við Samtök atvinnulífsins. Til fagfélaganna teljast Rafiðnaðarsamband Íslands, Matvís, VM og Grafía. Samningurinn er til fjögurra ára og byggir á sömu forsendum og langtímasamningar breiðfylkingar Eflingar, Samiðnar og SGS sem náðust fyrr í vikunni. 9. mars 2024 15:00
Þetta eru lykilatriðin í nýjum kjarasamningi Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár. 7. mars 2024 17:00