Norræna módelið og framtíð lýðræðis Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 16. mars 2024 08:00 „Það sem við nú erum vitni að er ekki bara endalok Kalda stríðsins eða kaflaskipti í eftir-stríðs sögunni, heldur endalok sögunnar sem slíkrar; þ.e.a.s. endapunkturinn á hugmyndafræðilegri þróun mannkyns, þar sem vestrænt lýðræði ríkir sem hið endanlega form mannlegra stjórnarhátta“. Francis Fukuyama: End of Ideology (1991). Þessi tilvitnun lýsir betur en flest annað þeirri útbreiddu bjartsýni um framtíð mannkynsins, sem ríkti við upplausn Sovétríkjanna og endalok Kalda stríðsins. Núna – meira en 30 árum síðar - hefur þessi bjartsýni vikið fyrir sívaxandi svartsýni – bölmóði. Við höfum sívaxandi áhyggjur af því, að sjálft lýðræði Vesturlanda standi höllum fæti. Við erum jafnvel full efasemda um, að það sér eigi sér framtíð. Hvernig brugðust Vesturlönd við hruni Sovetríkjanna á sínum til ? Satt að segja voru viðbrögðin næsta fálmkennd. Annars vega vildu leiðtogar lýðræðisríkjanna festa Gorbachev ísessisem samstarfsaðila í samningum um endalok Kalda stríðsins. Hins vegar var Bush Bandaríkjaforseta þvert um geð að láta lýðræðisöflum Rússlans í té fjárhagsaðstoð, sem þó var forsenda þess, að nokkur umbótaáætlun skilaði árangri. Og sjokk-þerapían, sem troðið var upp á Rússa leiddi af sér eitt mesta ójafnaðarþjóðfélag í heimi. Hinar ríkulegu náttúruauðlindir Rússlands – olía, gas og eðalmálmar – voru seldar skjólstæðingum valdsins fyrir slikk. Rússland samtímans er ekki bara auðræði – heldur beinlínis þjófræði (e. kleptocrasy). Marshalláætlunin Það sem til þurfti var ný Marshalláætlun. Hún hefði þurft að vera sambærileg við hina frægu Marshalláætlun, sem Bandaríkin buðu Evrópu til að reisa hana úr rústum Seinni heimsstyrjaldarinnar. Yavlinsky-áætlunin - kennd við úkraínsk- ættaðan hagfræðing og unnin í samvinnu við Harvard háskóla - var slík áætlun. Hún hefði kostað ca. 150 milljarða dala á fimm ára tímabili. Ekki til þess að sökkva slíkum fjármunum niður í svarthol spillingarinnar, heldur til þess að grípa tækifærið og hjálpa lýðræðisöflum Rússa til að festa rætur í rússneskum jarðvegi. Bush eldri Bandaríkjaforseti vísaði öllum slíkum hugmyndum á bug. Hann var gersamlega óviðbúinn. Ótvíræð sönnun þess er „Kjúklinga-ræðan“ alræmda, sem hann flutti í Verkovna Rada (þjóðþingi Úkraínu) í Kyiv, 1sta ágúst, árið 1991. Hver var boðskapurinn?Hann skoraði á Úkraínumenn að „láta ekki ginnast af banvænni þjóðernishyggju, - heldur halda Sovétríkjunum saman í nafni friðar og stöðugleika“. Þetta var þremur vikum áður en Úkraínumenn lýstu yfir sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu (meira en 92 prósent). Og nánar tiltekið 145 dögum síðar voru Sovétríkin ekki lengur til. – Yfirlýstri stefnu leiðtoga vestrænna lýðræðisríkja var afdráttarlaust hafnað. Var það ekki þarna, þar sem einstakt tækifæri til að breyta gangi sögunnar gekk okkur úr greipum? Skortur á leiðtogahæfni, innsæi, framsýni – „the vision- thing“ – eins og Bush orðaði það sjálfur. Gorbachev var samstarfsfús. Með nýrri Marshall áætlun til að kosta lýðræðisbyltingu í Rússlandi (eins og í Þýskalandi og Japan eftir stríð) hefði mátt freista þess að byggja upp stofnanir félagslegs markaðskerfis, lýðræðis- og réttarríkis í Rússlandi. Hefði okkur tekist að byggja upp nýtt „Eurasian- Atlantic – Security-System“ – frið á okkar tímum? Ég veit það ekki. Það veit það enginn. Því að tækifærið gekk okkur úr greipum. En fyrirfram var ástæðulaust að ætla, að þetta væri óvinnandi vegur. Var aðferðarfræðin við umskiptin frá miðstýrðu og ríkisreknu lögregluríki yfir í valddreift félagslegt markaðskerfi með öllu óþekkt í hagfræðinni? Fjarri því. Þetta er kallað félagslegt markaðskerfi, til aðgreiningar frá óheftum kapitalisma (nýfrjálshyggju). Á Norðurlöndum köllum við þetta ýmist norræna módelið eða „social-democracy“. Norræna módelið Í nýlegri bók lýsir prófessor Acemoglu við MIT- háskólann í Bandaríkjunum fyrirbærinu á eftirfarandi hátt: „Þetta er þjóðfélagsgerð, sem tók að festa rætur í Evrópu, sérstaklega á Norðurlöndum, á 20stu öldinni, í kjölfar heimskreppunnar. Samkvæmt þessum kokkabókum einbeita menn sér að því að útiloka öfgar markaðsafla, sem lúta hvorki lýðræðislegri stjórn né eftirliti. Áhersla er lögð á að bæta lífskjör allra – ekki síst hinna verst settu. M.ö.o. stefna sósíaldemókrata felst ekki í því „að afnema markaðskerfið, heldur að nýta kosti þess, þar sem það á við, í nafni almannahagsmuna og lýðræðis“. Prófessor Acemoglu hefur eftirfarandi að segja um staðfestan árangur hins félagslega markaðskerfis: „Social-democracy, í einni eða annarrri birtingarmynd, reyndist vera forsenda almennrar hagsældar víðast hvar í hinum iðnvædda heimi eftir seinna stríð. Það á líka við um Bandaríkin, því að „New Deal“ Roosevelts og eftirmanna hans byggði í veigamiklum atriðum á hinum sósial-demokratíska þjóðfélagssáttmála: menntun, eftirlaun, innviðir o.fl. sem óhagnaðardrifinni samfélagsþjónustu og rétti stéttarfélaga til kjarasamninga við vinnuveitendur. Var leiðtogum lýðræðisaflanna í Mið- og Austur Evrópu og Rússlandi ókunnugt um þessar hugmyndir og reynsluna af þeim? Vissulega ekki. Kenningar um umskiptin frá miðstýrðu ríkishagkerfi til „félagslegs markaðskerfis“ eftir pólska útlagahagfræðinginn Oscar Lange erum.a.s. vel kunnar. Árið 1961 bauðst mér sem ungum hagfræðistúdent að slást í hóp annarra hagfræðistúdenta frá Norðurlöndum og Bretlandseyjum á sérstöku námskeiði, sem haldið var í Zakopane í Tatrafjöllum (Póllandi) um efnið: „Socialist Market Economy“. Meðal kennaranna var Ota Sik, helsti efnahagsmálaráðgjafi Dubceks, leiðtoga Vorsins í Prag 1968. Ef vorið hefði náð að blómgast, hefði það komið í hans hlut að láta reyna á kenningarnar í framkvæmd. Fyrst í landbúnaði, með því að leyfa þeim, sem jörðina yrkja að selja afurðir sínar á markaðstorgum borganna. Næst með því að viðurkenna og verja einkaeignarrétt fyrirtækja á samkeppnismörkuðum til að veita nauðsynlega þjónustu í framleiðslu og dreifingu. Eignarréttur á náttúruauðlindum var hins vegar skilgreindur samfélagslegur. Og grundvallarþjónusta eins og t.d. menntun, heilsugæsla, framleiðsla og dreifing orku og almannasamgöngur flokkaðist undir samfélagsþjónustu, sem ekki stjórnaðist af gróðahyggju. Félagslegt markaðskerfi Hvað er þetta annað en „Norræna módelið“? Það nýtur nú almennt viðurkenningar sem lífvænlegasta og árangursríkasta samfélagsgerð samtímans. Að því er varðar umskiptin frá ríkisreknu hagkerfi í átt til hins félagslega markaðskerfis er fyrst og fremst þörf á fjárhagsaðstoð til að halda stöðugu gengi og að hafa stjórn á verðbólgu, eftir að verðlag er gefið frjálst. Skattkerfið þarf að fela í sér hvata fyrir erlent fjármagn til fjárfestingar og tækniframfara. Kínverjar kalla þetta „Socialism with Chinese-characteristics“ og gefa Deng Xiao Ping höfundarréttinn. Það hefur skilað ævintýralegum árangri. Það hefur lyft hundruðum milljóna fólks upp úr örbrigð til bjargálna. Því miður tókst lögfræðingnum Mikhail Sergeyevich Gorbachev ekki að feta í fótspor hans. Upplausn Sovétríkjanna var vissulega einstakt tækifæri til að byggja nýtt og lýðræðislegt Rússland upp úr rústum stalinismans. Nú vitum við, að tækifærið gekk okkur úr greipum. Eftir upplausn, auðmýkingu og spillingu Yeltsin- áranna hefur Rússland snúið aftur til fortíðar sem valdstjórnarríki með uppvakta nýlendudrauma. Og er þess vegna hættulegt nágrannaþjóðum sínum. Þess vegna hefur draumurinn um sigurför lýðræðisins ekki ræst. Vonirnar um sigurför lýðræðis og réttarríkis eftir fall Sovétríkjanna hafa ekki ræst. Þær áttu að hvíla á traustum undirstöðum hins félagslega markaðskerfis. En í staðinn fyrir stöðugleika höfum við sveiflast frá einum öfgum til annarra: frá langvarandi stöðnun hins miðstýrða ríkisbákns, sem dró Sovétríkin (og Kína Maós) til dauða, yfir í hnattvæddan rányrkjukapitalisma, sem þjónar fámennri elítu fjármagnseigenda og stefnir að óbreyttu sjálfu lífríki jarðarinnar í voða. Auðræði fjármálaelítunnar stefnir sjálfu lýðræðinu í hættu vítt og breitt um heiminn – líka í meintu forysturíki lýðræðisins – Bandaríkjunum. Heyrum hvað prófessor Acemoglu hefur um þetta að segja varðandi Bandaríkin: „Við verðum að forðast öfgar hins óbeislaða markaðskerfis... við þurfum öflugra félagslegt markaðskerfi (e.social-democracy). Í Bandaríkjunum þurfum við miklu öflugra regluverk til að hemja stjórnlaus markaðsöfl. Verkalýðshreyfingin verður að láta meira til sín taka. Við þurfum öflugri samfélagsþjónustu á vegum ríkisins til að styrkja okkar laskaða velferðarríki. Og við þurfum að gæta betur almannahagsmuna gagnvart ofurvaldi hinna risasvöxnu hátækniauðhringa,sem eru að leggja undir sig heiminn“. Það sama á við um okkur öll. Markaðskerfi undir lýðræðislegri stjórn hefur á öldinni sem leið sannað yfirburði sína umfram Sovétkommúnismann: Berum saman Vestur-Þýskaland og Austur-Þýskaland; Suður Kóreu og Norður Kóreu; Taiwan og Kína Maos og svo Kína Dengs Shao Ping. Eða Bandaríkin og Sovétríkin sálugu. Engu að síður er niðurstaðan sú, aðóbeislað markaðskerfi, sem lýtur ekki lýðræðislegri stjórn, er óásættanleg niðurstaða. Sannleikurinn er sá, að það brotlenti í banka-og fjármálakreppunni 2008-9. Það þurfti öflugasta björgunarleiðangur sögunnar á vegum ríkisvaldsins til að forða því frá allsherjar hruni. Við höfum meira að segja alvarlegar efasemdir um, að óbeislað markaðskerfi samræmist lýðræðislegu stjórnarfari til lengri tíma litið. Höfundur var fjármálaráðherra og utanríkisráðherra Íslands 1987-95. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Sovétríkin Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
„Það sem við nú erum vitni að er ekki bara endalok Kalda stríðsins eða kaflaskipti í eftir-stríðs sögunni, heldur endalok sögunnar sem slíkrar; þ.e.a.s. endapunkturinn á hugmyndafræðilegri þróun mannkyns, þar sem vestrænt lýðræði ríkir sem hið endanlega form mannlegra stjórnarhátta“. Francis Fukuyama: End of Ideology (1991). Þessi tilvitnun lýsir betur en flest annað þeirri útbreiddu bjartsýni um framtíð mannkynsins, sem ríkti við upplausn Sovétríkjanna og endalok Kalda stríðsins. Núna – meira en 30 árum síðar - hefur þessi bjartsýni vikið fyrir sívaxandi svartsýni – bölmóði. Við höfum sívaxandi áhyggjur af því, að sjálft lýðræði Vesturlanda standi höllum fæti. Við erum jafnvel full efasemda um, að það sér eigi sér framtíð. Hvernig brugðust Vesturlönd við hruni Sovetríkjanna á sínum til ? Satt að segja voru viðbrögðin næsta fálmkennd. Annars vega vildu leiðtogar lýðræðisríkjanna festa Gorbachev ísessisem samstarfsaðila í samningum um endalok Kalda stríðsins. Hins vegar var Bush Bandaríkjaforseta þvert um geð að láta lýðræðisöflum Rússlans í té fjárhagsaðstoð, sem þó var forsenda þess, að nokkur umbótaáætlun skilaði árangri. Og sjokk-þerapían, sem troðið var upp á Rússa leiddi af sér eitt mesta ójafnaðarþjóðfélag í heimi. Hinar ríkulegu náttúruauðlindir Rússlands – olía, gas og eðalmálmar – voru seldar skjólstæðingum valdsins fyrir slikk. Rússland samtímans er ekki bara auðræði – heldur beinlínis þjófræði (e. kleptocrasy). Marshalláætlunin Það sem til þurfti var ný Marshalláætlun. Hún hefði þurft að vera sambærileg við hina frægu Marshalláætlun, sem Bandaríkin buðu Evrópu til að reisa hana úr rústum Seinni heimsstyrjaldarinnar. Yavlinsky-áætlunin - kennd við úkraínsk- ættaðan hagfræðing og unnin í samvinnu við Harvard háskóla - var slík áætlun. Hún hefði kostað ca. 150 milljarða dala á fimm ára tímabili. Ekki til þess að sökkva slíkum fjármunum niður í svarthol spillingarinnar, heldur til þess að grípa tækifærið og hjálpa lýðræðisöflum Rússa til að festa rætur í rússneskum jarðvegi. Bush eldri Bandaríkjaforseti vísaði öllum slíkum hugmyndum á bug. Hann var gersamlega óviðbúinn. Ótvíræð sönnun þess er „Kjúklinga-ræðan“ alræmda, sem hann flutti í Verkovna Rada (þjóðþingi Úkraínu) í Kyiv, 1sta ágúst, árið 1991. Hver var boðskapurinn?Hann skoraði á Úkraínumenn að „láta ekki ginnast af banvænni þjóðernishyggju, - heldur halda Sovétríkjunum saman í nafni friðar og stöðugleika“. Þetta var þremur vikum áður en Úkraínumenn lýstu yfir sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu (meira en 92 prósent). Og nánar tiltekið 145 dögum síðar voru Sovétríkin ekki lengur til. – Yfirlýstri stefnu leiðtoga vestrænna lýðræðisríkja var afdráttarlaust hafnað. Var það ekki þarna, þar sem einstakt tækifæri til að breyta gangi sögunnar gekk okkur úr greipum? Skortur á leiðtogahæfni, innsæi, framsýni – „the vision- thing“ – eins og Bush orðaði það sjálfur. Gorbachev var samstarfsfús. Með nýrri Marshall áætlun til að kosta lýðræðisbyltingu í Rússlandi (eins og í Þýskalandi og Japan eftir stríð) hefði mátt freista þess að byggja upp stofnanir félagslegs markaðskerfis, lýðræðis- og réttarríkis í Rússlandi. Hefði okkur tekist að byggja upp nýtt „Eurasian- Atlantic – Security-System“ – frið á okkar tímum? Ég veit það ekki. Það veit það enginn. Því að tækifærið gekk okkur úr greipum. En fyrirfram var ástæðulaust að ætla, að þetta væri óvinnandi vegur. Var aðferðarfræðin við umskiptin frá miðstýrðu og ríkisreknu lögregluríki yfir í valddreift félagslegt markaðskerfi með öllu óþekkt í hagfræðinni? Fjarri því. Þetta er kallað félagslegt markaðskerfi, til aðgreiningar frá óheftum kapitalisma (nýfrjálshyggju). Á Norðurlöndum köllum við þetta ýmist norræna módelið eða „social-democracy“. Norræna módelið Í nýlegri bók lýsir prófessor Acemoglu við MIT- háskólann í Bandaríkjunum fyrirbærinu á eftirfarandi hátt: „Þetta er þjóðfélagsgerð, sem tók að festa rætur í Evrópu, sérstaklega á Norðurlöndum, á 20stu öldinni, í kjölfar heimskreppunnar. Samkvæmt þessum kokkabókum einbeita menn sér að því að útiloka öfgar markaðsafla, sem lúta hvorki lýðræðislegri stjórn né eftirliti. Áhersla er lögð á að bæta lífskjör allra – ekki síst hinna verst settu. M.ö.o. stefna sósíaldemókrata felst ekki í því „að afnema markaðskerfið, heldur að nýta kosti þess, þar sem það á við, í nafni almannahagsmuna og lýðræðis“. Prófessor Acemoglu hefur eftirfarandi að segja um staðfestan árangur hins félagslega markaðskerfis: „Social-democracy, í einni eða annarrri birtingarmynd, reyndist vera forsenda almennrar hagsældar víðast hvar í hinum iðnvædda heimi eftir seinna stríð. Það á líka við um Bandaríkin, því að „New Deal“ Roosevelts og eftirmanna hans byggði í veigamiklum atriðum á hinum sósial-demokratíska þjóðfélagssáttmála: menntun, eftirlaun, innviðir o.fl. sem óhagnaðardrifinni samfélagsþjónustu og rétti stéttarfélaga til kjarasamninga við vinnuveitendur. Var leiðtogum lýðræðisaflanna í Mið- og Austur Evrópu og Rússlandi ókunnugt um þessar hugmyndir og reynsluna af þeim? Vissulega ekki. Kenningar um umskiptin frá miðstýrðu ríkishagkerfi til „félagslegs markaðskerfis“ eftir pólska útlagahagfræðinginn Oscar Lange erum.a.s. vel kunnar. Árið 1961 bauðst mér sem ungum hagfræðistúdent að slást í hóp annarra hagfræðistúdenta frá Norðurlöndum og Bretlandseyjum á sérstöku námskeiði, sem haldið var í Zakopane í Tatrafjöllum (Póllandi) um efnið: „Socialist Market Economy“. Meðal kennaranna var Ota Sik, helsti efnahagsmálaráðgjafi Dubceks, leiðtoga Vorsins í Prag 1968. Ef vorið hefði náð að blómgast, hefði það komið í hans hlut að láta reyna á kenningarnar í framkvæmd. Fyrst í landbúnaði, með því að leyfa þeim, sem jörðina yrkja að selja afurðir sínar á markaðstorgum borganna. Næst með því að viðurkenna og verja einkaeignarrétt fyrirtækja á samkeppnismörkuðum til að veita nauðsynlega þjónustu í framleiðslu og dreifingu. Eignarréttur á náttúruauðlindum var hins vegar skilgreindur samfélagslegur. Og grundvallarþjónusta eins og t.d. menntun, heilsugæsla, framleiðsla og dreifing orku og almannasamgöngur flokkaðist undir samfélagsþjónustu, sem ekki stjórnaðist af gróðahyggju. Félagslegt markaðskerfi Hvað er þetta annað en „Norræna módelið“? Það nýtur nú almennt viðurkenningar sem lífvænlegasta og árangursríkasta samfélagsgerð samtímans. Að því er varðar umskiptin frá ríkisreknu hagkerfi í átt til hins félagslega markaðskerfis er fyrst og fremst þörf á fjárhagsaðstoð til að halda stöðugu gengi og að hafa stjórn á verðbólgu, eftir að verðlag er gefið frjálst. Skattkerfið þarf að fela í sér hvata fyrir erlent fjármagn til fjárfestingar og tækniframfara. Kínverjar kalla þetta „Socialism with Chinese-characteristics“ og gefa Deng Xiao Ping höfundarréttinn. Það hefur skilað ævintýralegum árangri. Það hefur lyft hundruðum milljóna fólks upp úr örbrigð til bjargálna. Því miður tókst lögfræðingnum Mikhail Sergeyevich Gorbachev ekki að feta í fótspor hans. Upplausn Sovétríkjanna var vissulega einstakt tækifæri til að byggja nýtt og lýðræðislegt Rússland upp úr rústum stalinismans. Nú vitum við, að tækifærið gekk okkur úr greipum. Eftir upplausn, auðmýkingu og spillingu Yeltsin- áranna hefur Rússland snúið aftur til fortíðar sem valdstjórnarríki með uppvakta nýlendudrauma. Og er þess vegna hættulegt nágrannaþjóðum sínum. Þess vegna hefur draumurinn um sigurför lýðræðisins ekki ræst. Vonirnar um sigurför lýðræðis og réttarríkis eftir fall Sovétríkjanna hafa ekki ræst. Þær áttu að hvíla á traustum undirstöðum hins félagslega markaðskerfis. En í staðinn fyrir stöðugleika höfum við sveiflast frá einum öfgum til annarra: frá langvarandi stöðnun hins miðstýrða ríkisbákns, sem dró Sovétríkin (og Kína Maós) til dauða, yfir í hnattvæddan rányrkjukapitalisma, sem þjónar fámennri elítu fjármagnseigenda og stefnir að óbreyttu sjálfu lífríki jarðarinnar í voða. Auðræði fjármálaelítunnar stefnir sjálfu lýðræðinu í hættu vítt og breitt um heiminn – líka í meintu forysturíki lýðræðisins – Bandaríkjunum. Heyrum hvað prófessor Acemoglu hefur um þetta að segja varðandi Bandaríkin: „Við verðum að forðast öfgar hins óbeislaða markaðskerfis... við þurfum öflugra félagslegt markaðskerfi (e.social-democracy). Í Bandaríkjunum þurfum við miklu öflugra regluverk til að hemja stjórnlaus markaðsöfl. Verkalýðshreyfingin verður að láta meira til sín taka. Við þurfum öflugri samfélagsþjónustu á vegum ríkisins til að styrkja okkar laskaða velferðarríki. Og við þurfum að gæta betur almannahagsmuna gagnvart ofurvaldi hinna risasvöxnu hátækniauðhringa,sem eru að leggja undir sig heiminn“. Það sama á við um okkur öll. Markaðskerfi undir lýðræðislegri stjórn hefur á öldinni sem leið sannað yfirburði sína umfram Sovétkommúnismann: Berum saman Vestur-Þýskaland og Austur-Þýskaland; Suður Kóreu og Norður Kóreu; Taiwan og Kína Maos og svo Kína Dengs Shao Ping. Eða Bandaríkin og Sovétríkin sálugu. Engu að síður er niðurstaðan sú, aðóbeislað markaðskerfi, sem lýtur ekki lýðræðislegri stjórn, er óásættanleg niðurstaða. Sannleikurinn er sá, að það brotlenti í banka-og fjármálakreppunni 2008-9. Það þurfti öflugasta björgunarleiðangur sögunnar á vegum ríkisvaldsins til að forða því frá allsherjar hruni. Við höfum meira að segja alvarlegar efasemdir um, að óbeislað markaðskerfi samræmist lýðræðislegu stjórnarfari til lengri tíma litið. Höfundur var fjármálaráðherra og utanríkisráðherra Íslands 1987-95.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun