Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Heimir Már Pétursson skrifar 11. mars 2024 20:31 Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um verkfall um 180 félagsmanna VR sem vinna hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. Verslunarmenn sögðu sig frá breiðfylkingunni í viðræðum við Samtök atvinnulífsins og áttu því ekki aðild að kjarasamningum Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar sem undirritaðir voru síðast liðinn fimmtudag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að ræða þurfi fjölmörg mál sem taka kunni nokkurn tíma.Stöð 2/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að ræða þurfi fjölmörg mál í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Kjarasamningar eru í eðli sínu ólíkir á milli stéttarfélaga og starfsgreina. Þannig að þetta gæti alveg tekið smá tíma,“ segir formaðurinn. En VR sækir líka á um breytingar á sérkjarasamningi starfsmanna hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli þar sem tekist er á um vaktafyrirkomulag. Tvennum sögum fer af því hvort Icelandair og SA hafi viljað ræða þau mál. Hér má sjá dagatal yfir boðaðaðar verkfallsaðgerðir VR hjá Icelandair. Verfallsdagar eru merktir með rauðum lit.Grafík/Sara Í morgun hófst atkvæðagreiðsla sem líkur á fimmtudag hjá þessum starfsmönnum um röð verkfallsaðgerða. Frá miðnætti á föstudag í næstu viku til miðnættis sunnudaginn 24. mars. Í einn sólarhring frá miðnætti miðvikudaginn 27 mars, í þrjá sólarhrings frá 31. mars til 2. apríl, í fjóra sólarhringa frá miðnætti föstudagsins 5. apríl fram til miðnættis 9. apríl og síðan ótímabundin vinnustöðvun frá miðnætti föstudagsins 12. apríl hafi ekki samist fyrir þann tíma. Verkfallsaðgerðirnar næðu til um 180 starfsmanna í innritun farþega og hlaðmanna hjá Icelandair og myndu hafa mikil áhrif á áætlun Icelandair. Ferðaáætlanir þúsunda farþega raskast þótt ekki kæmi til nema hluta verlfallsaðgerða starfsmanna VR hjá Icelandair.Vísir/Vilhelm „Ég held að þetta gæti haft veruleg áhrif á flugsamgöngur hjá Icelandair. Þetta er framlínufólkið hjá Icelandair. Þetta er fólkið sem tekur á móti okkur uppi á flugvelli og afgreiðir okkur inn niðri í sal. Tékkar okkur inn í flugvélarnar. Sér um farangurinn og alla þá umsýslu. Þannig að þetta eru gríðarlega mikilvæg framlínustörf sem um er að ræða,“ segir formaður VR. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA segir samningana við breiðfylkinguna í síðustu viku leggja meginlínurnar fyrir aðra samninga.Stöð 2/Arnar Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er bjartsýn á viðræðurnar við verslunarmenn. Stefnan hafi að stórum hluta verið mörkuð með samningunum við félög innan breiðfylkingarinnar á fimmtudag. VR hafi tekið þátt í mótun þeirra samninga áður en verslunarmenn sögðu sig frá breiðfylkingunni. „Við erum hér komin með skynsama launastefnu. Langtíma kjarasamninga við flest stéttarfélög og landsambönd. Við trúum því að við eigum að geta samið við VR líka,“ segir Sigríður Margrét. Hún telji hins vegar eðlilegast að VR færi með vaktamál starfsmanna á Keflavíkurflugvelli fyrir Félagsdóm. Verkfall um háannatíma í kring um páska hefði skaðleg áhrif á ferðaþjónustuna. „Það liggur alveg fyrir. Þess vegna skiptir mjög miklu máli að við notum tímann vel næstu daga til að ekki þurfi að koma til þess,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir. Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Atvinnurekendur ASÍ Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. 11. mars 2024 11:58 Stjórnvöld megi alls ekki hækka skatta eða taka lán fyrir kjarasamningunum Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægt að stjórnvöld fari ekki skattahækkanir eða lántöku til þess að fjármagna aðkomu sína að kjarasamningum. Með því væru þau að vinna gegn markmiði samningana sem gerðir voru við breiðfylkinguna í síðustu viku. 11. mars 2024 08:45 Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Verslunarmenn sögðu sig frá breiðfylkingunni í viðræðum við Samtök atvinnulífsins og áttu því ekki aðild að kjarasamningum Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar sem undirritaðir voru síðast liðinn fimmtudag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að ræða þurfi fjölmörg mál sem taka kunni nokkurn tíma.Stöð 2/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að ræða þurfi fjölmörg mál í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Kjarasamningar eru í eðli sínu ólíkir á milli stéttarfélaga og starfsgreina. Þannig að þetta gæti alveg tekið smá tíma,“ segir formaðurinn. En VR sækir líka á um breytingar á sérkjarasamningi starfsmanna hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli þar sem tekist er á um vaktafyrirkomulag. Tvennum sögum fer af því hvort Icelandair og SA hafi viljað ræða þau mál. Hér má sjá dagatal yfir boðaðaðar verkfallsaðgerðir VR hjá Icelandair. Verfallsdagar eru merktir með rauðum lit.Grafík/Sara Í morgun hófst atkvæðagreiðsla sem líkur á fimmtudag hjá þessum starfsmönnum um röð verkfallsaðgerða. Frá miðnætti á föstudag í næstu viku til miðnættis sunnudaginn 24. mars. Í einn sólarhring frá miðnætti miðvikudaginn 27 mars, í þrjá sólarhrings frá 31. mars til 2. apríl, í fjóra sólarhringa frá miðnætti föstudagsins 5. apríl fram til miðnættis 9. apríl og síðan ótímabundin vinnustöðvun frá miðnætti föstudagsins 12. apríl hafi ekki samist fyrir þann tíma. Verkfallsaðgerðirnar næðu til um 180 starfsmanna í innritun farþega og hlaðmanna hjá Icelandair og myndu hafa mikil áhrif á áætlun Icelandair. Ferðaáætlanir þúsunda farþega raskast þótt ekki kæmi til nema hluta verlfallsaðgerða starfsmanna VR hjá Icelandair.Vísir/Vilhelm „Ég held að þetta gæti haft veruleg áhrif á flugsamgöngur hjá Icelandair. Þetta er framlínufólkið hjá Icelandair. Þetta er fólkið sem tekur á móti okkur uppi á flugvelli og afgreiðir okkur inn niðri í sal. Tékkar okkur inn í flugvélarnar. Sér um farangurinn og alla þá umsýslu. Þannig að þetta eru gríðarlega mikilvæg framlínustörf sem um er að ræða,“ segir formaður VR. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA segir samningana við breiðfylkinguna í síðustu viku leggja meginlínurnar fyrir aðra samninga.Stöð 2/Arnar Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er bjartsýn á viðræðurnar við verslunarmenn. Stefnan hafi að stórum hluta verið mörkuð með samningunum við félög innan breiðfylkingarinnar á fimmtudag. VR hafi tekið þátt í mótun þeirra samninga áður en verslunarmenn sögðu sig frá breiðfylkingunni. „Við erum hér komin með skynsama launastefnu. Langtíma kjarasamninga við flest stéttarfélög og landsambönd. Við trúum því að við eigum að geta samið við VR líka,“ segir Sigríður Margrét. Hún telji hins vegar eðlilegast að VR færi með vaktamál starfsmanna á Keflavíkurflugvelli fyrir Félagsdóm. Verkfall um háannatíma í kring um páska hefði skaðleg áhrif á ferðaþjónustuna. „Það liggur alveg fyrir. Þess vegna skiptir mjög miklu máli að við notum tímann vel næstu daga til að ekki þurfi að koma til þess,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir.
Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Atvinnurekendur ASÍ Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. 11. mars 2024 11:58 Stjórnvöld megi alls ekki hækka skatta eða taka lán fyrir kjarasamningunum Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægt að stjórnvöld fari ekki skattahækkanir eða lántöku til þess að fjármagna aðkomu sína að kjarasamningum. Með því væru þau að vinna gegn markmiði samningana sem gerðir voru við breiðfylkinguna í síðustu viku. 11. mars 2024 08:45 Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. 11. mars 2024 11:58
Stjórnvöld megi alls ekki hækka skatta eða taka lán fyrir kjarasamningunum Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægt að stjórnvöld fari ekki skattahækkanir eða lántöku til þess að fjármagna aðkomu sína að kjarasamningum. Með því væru þau að vinna gegn markmiði samningana sem gerðir voru við breiðfylkinguna í síðustu viku. 11. mars 2024 08:45
Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01