Gengið vel að fá upplýsingar frá meintum mansalsþolendum Bjarki Sigurðsson skrifar 11. mars 2024 18:26 Hildur Sunna Pálmadóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Steingrímur Dúi Lögreglu gengur afar vel að fá upplýsingar frá þolendum meints mansals Davíðs Viðarsson. Þeim var létt þegar lögreglan handtók sex manns í tengslum við málið. Sex eru í haldi lögreglu vegna mála athafnamannsins Davíðs Viðarssonar og þrír til viðbótar hafa stöðu sakbornings. Sakborningarnir eru meðal annars grunaðir um mansal í gegnum veitingastaði Davíðs, til að mynda Pho Vietnamise og Wokon. Í dag var greint frá því að einn sakborninga málsins væri ekki með tengingu við Víetnam og að tveir fulltrúar bandarísku fíkniefnalögreglunnar, DEA, hafi verið með í för þegar ráðist var í aðgerðir á þriðjudag. Það fundust hvorki fíkniefni né búnaður til framleiðslu fíkniefna við húsleit. Hafa veitt lögreglu allar upplýsingar Fórnarlömb málsins eru á þriðja tug og koma öll frá Víetnam. Hildur Sunna Pálmadóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni, segir að við aðgerðirnar hafi allt verið gert til að tryggja það að þeim liði vel í aðgerðunum. Öll fórnarlömbin voru til í að veita yfirvöldum upplýsingar. „Við teljum nauðsynlegt að þau fái sem mesta aðstoð og það er almennt talið að í málum af þessum toga að grípa þolendurnar. Að það sé lang mikilvægast til að þau treysti yfirvöldum og fá sem bestan framburð frá þeim því það er það sem skiptir mestu máli í þessum málum og það gekk vel í þessum aðgerðum,“ segir Hildur. Fundu fyrir létti Hún segir starfsfólkið hafa upplifað ákveðinn létti þegar sakborningarnir voru handteknir. „Við erum að vinna að því að taka utan um þau og veita þeim þá þjónustu sem þeim stendur til boða. Þau hafa nýtt sér opna viðtalstíma hjá félagsþjónustunni og jafnframt hefur félagsþjónustan útvegað einhverjum húsnæði sem hafa þurft á því að halda,“ segir Hildur. Geta sótt um vinnu Þolendunum hefur verið veitt dvalarleyfi hér á landi. „Jafnframt erum við í samvinnu við Vinnumálastofnun og fleiri aðila við að finna fyrir þau nýja vinnu. Það er það sem er í undirbúningi núna. Þau fá öll aðstoð réttargæslumanns. Fengu það við skýrslutökur hjá lögreglu og erum í góðum samskiptum við þá,“ segir Hildur. Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Tengdar fréttir Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54 Tók langan tíma að vinna traust starfsfólks Davíðs Viðarssonar Vinnustaðaeftirlit ASÍ hefur í heilt ár heimsótt vinnustaði í eigu Davíðs Viðarssonar til að byggja upp traust hjá starfsfólki sem talið var í vinnumansali. Lögfræðingur hjá ASÍ fagnar því að mál sem þessi séu nú að komast á yfirborðið og vonar að málið rati fyrir dóm og verði fordæmisgefandi. Málið er ekki eina vinnumansalsmálið sem er á borði ASÍ. 8. mars 2024 12:49 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Sex eru í haldi lögreglu vegna mála athafnamannsins Davíðs Viðarssonar og þrír til viðbótar hafa stöðu sakbornings. Sakborningarnir eru meðal annars grunaðir um mansal í gegnum veitingastaði Davíðs, til að mynda Pho Vietnamise og Wokon. Í dag var greint frá því að einn sakborninga málsins væri ekki með tengingu við Víetnam og að tveir fulltrúar bandarísku fíkniefnalögreglunnar, DEA, hafi verið með í för þegar ráðist var í aðgerðir á þriðjudag. Það fundust hvorki fíkniefni né búnaður til framleiðslu fíkniefna við húsleit. Hafa veitt lögreglu allar upplýsingar Fórnarlömb málsins eru á þriðja tug og koma öll frá Víetnam. Hildur Sunna Pálmadóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni, segir að við aðgerðirnar hafi allt verið gert til að tryggja það að þeim liði vel í aðgerðunum. Öll fórnarlömbin voru til í að veita yfirvöldum upplýsingar. „Við teljum nauðsynlegt að þau fái sem mesta aðstoð og það er almennt talið að í málum af þessum toga að grípa þolendurnar. Að það sé lang mikilvægast til að þau treysti yfirvöldum og fá sem bestan framburð frá þeim því það er það sem skiptir mestu máli í þessum málum og það gekk vel í þessum aðgerðum,“ segir Hildur. Fundu fyrir létti Hún segir starfsfólkið hafa upplifað ákveðinn létti þegar sakborningarnir voru handteknir. „Við erum að vinna að því að taka utan um þau og veita þeim þá þjónustu sem þeim stendur til boða. Þau hafa nýtt sér opna viðtalstíma hjá félagsþjónustunni og jafnframt hefur félagsþjónustan útvegað einhverjum húsnæði sem hafa þurft á því að halda,“ segir Hildur. Geta sótt um vinnu Þolendunum hefur verið veitt dvalarleyfi hér á landi. „Jafnframt erum við í samvinnu við Vinnumálastofnun og fleiri aðila við að finna fyrir þau nýja vinnu. Það er það sem er í undirbúningi núna. Þau fá öll aðstoð réttargæslumanns. Fengu það við skýrslutökur hjá lögreglu og erum í góðum samskiptum við þá,“ segir Hildur.
Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Tengdar fréttir Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54 Tók langan tíma að vinna traust starfsfólks Davíðs Viðarssonar Vinnustaðaeftirlit ASÍ hefur í heilt ár heimsótt vinnustaði í eigu Davíðs Viðarssonar til að byggja upp traust hjá starfsfólki sem talið var í vinnumansali. Lögfræðingur hjá ASÍ fagnar því að mál sem þessi séu nú að komast á yfirborðið og vonar að málið rati fyrir dóm og verði fordæmisgefandi. Málið er ekki eina vinnumansalsmálið sem er á borði ASÍ. 8. mars 2024 12:49 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54
Tók langan tíma að vinna traust starfsfólks Davíðs Viðarssonar Vinnustaðaeftirlit ASÍ hefur í heilt ár heimsótt vinnustaði í eigu Davíðs Viðarssonar til að byggja upp traust hjá starfsfólki sem talið var í vinnumansali. Lögfræðingur hjá ASÍ fagnar því að mál sem þessi séu nú að komast á yfirborðið og vonar að málið rati fyrir dóm og verði fordæmisgefandi. Málið er ekki eina vinnumansalsmálið sem er á borði ASÍ. 8. mars 2024 12:49
Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28