Brynja Dan vill aðgerðir gegn rasisma Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2024 14:31 Brynja Dan segir Ísland einstaklega einsleitt samfélag en það sé sem betur fer að breytast. Hún hefur sent innviðaráðherra fyrirspurn um hvernig fræðslu um hatursorðræðu er háttað í sveitarfélögum og allra ráðherra um fræðslu í sínum ráðuneytum. Brynja Dan Gunnarsdóttir Framsóknarflokki kvaddi sér hljóðs í dagskrárliðnum Störf þingsins þar sem hún sagði rasisma hafa náð áður óþekktum hæðum. Brynja hóf mál sitt á því að lýsa yfir vonbrigðum sínum yfir því að aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu hefði ekki náð fram að ganga á síðasta þingi. En það þýði hins vegar ekki að ráðuneytin og sveitarfélögin geti ekki farið í fræðslu fyrir sína starfsmenn um þessi mál. Umræðan náð nýrri lægð Því hefur Brynja lagt fram fyrirspurnir til Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um fræðslu hjá sveitarfélögum og svo til allra ráðherra um hvernig fræðslu sé háttað innan þeirra ráðuneyta. Þess má geta að Sigurður Ingi hefur reynslu af slíkum málum frá fyrstu hendi. En aftur að ræðu Brynju sem féll í afar góðan jarðveg í þingsalnum. Hún spurði af hverju hún væri að tala um þetta núna? Og svaraði sér sjálf: „Jú, því mér fannst umræðan ná nýrri lægð síðustu vikurnar. Ég vil einhvern veginn aldrei setja sjálfa mig inn í þessa jöfnu. En það er víst þannig að minn veruleiki er að einhverju leyti annar en ykkar flestra. Ég á til að mynda önnur samtöl við barnið mitt en þið flest sem hérna sitjið. Ég bý við forréttindastöðu þegar kemur að mörgu en ég finn sterkt í ýmsum aðstæðum að ég er oft ein, eina ein af mjög fáum með annan húðlit. Ísland er einstaklega einsleitt samfélag. En það er sem betur fer að breytast.“ Hrósaði Menntaskólanum á Laugavatni sérstaklega Brynja sagði að það væri sérdeilis frábært ef öll sveitarfélög væru með verklag, forvarnir og aðgerðaráætlun þegar upp kemur rasismi í skólum, leikskólum, innan íþróttahreyfingarinnar eða annars staðar í samfélaginu. Það myndi veita öryggi, traust og utanumhald fyrir jaðarsetta hópa. „Ég hvet því allar sveitastjórnir til að taka þessu alvarlega; að setja af stað einhvers konar aðgerðaráætlun sem unnin er með fagfólki. Að taka af skarið og vera leiðandi. Staðreyndin er sú að þeir sem eru af erlendu bergi brotnir búa við annan veruleika. Það þarf að hafa skýrt verklag í viðbrögðum við rasisma.“ Þá hrósaði Brynja sérstaklega Menntaskólanum að Laugarvatni. „Fyrir afdráttarlausa afstöðu og vönduð vinnubrögð í síðustu viku þegar mál af þessum toga kom upp,“ sagði Brynja og uppskar heyr, heyr, heyr úr þingsal. Framsóknarflokkurinn Tjáningarfrelsi Kynþáttafordómar Alþingi Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Brynja hóf mál sitt á því að lýsa yfir vonbrigðum sínum yfir því að aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu hefði ekki náð fram að ganga á síðasta þingi. En það þýði hins vegar ekki að ráðuneytin og sveitarfélögin geti ekki farið í fræðslu fyrir sína starfsmenn um þessi mál. Umræðan náð nýrri lægð Því hefur Brynja lagt fram fyrirspurnir til Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um fræðslu hjá sveitarfélögum og svo til allra ráðherra um hvernig fræðslu sé háttað innan þeirra ráðuneyta. Þess má geta að Sigurður Ingi hefur reynslu af slíkum málum frá fyrstu hendi. En aftur að ræðu Brynju sem féll í afar góðan jarðveg í þingsalnum. Hún spurði af hverju hún væri að tala um þetta núna? Og svaraði sér sjálf: „Jú, því mér fannst umræðan ná nýrri lægð síðustu vikurnar. Ég vil einhvern veginn aldrei setja sjálfa mig inn í þessa jöfnu. En það er víst þannig að minn veruleiki er að einhverju leyti annar en ykkar flestra. Ég á til að mynda önnur samtöl við barnið mitt en þið flest sem hérna sitjið. Ég bý við forréttindastöðu þegar kemur að mörgu en ég finn sterkt í ýmsum aðstæðum að ég er oft ein, eina ein af mjög fáum með annan húðlit. Ísland er einstaklega einsleitt samfélag. En það er sem betur fer að breytast.“ Hrósaði Menntaskólanum á Laugavatni sérstaklega Brynja sagði að það væri sérdeilis frábært ef öll sveitarfélög væru með verklag, forvarnir og aðgerðaráætlun þegar upp kemur rasismi í skólum, leikskólum, innan íþróttahreyfingarinnar eða annars staðar í samfélaginu. Það myndi veita öryggi, traust og utanumhald fyrir jaðarsetta hópa. „Ég hvet því allar sveitastjórnir til að taka þessu alvarlega; að setja af stað einhvers konar aðgerðaráætlun sem unnin er með fagfólki. Að taka af skarið og vera leiðandi. Staðreyndin er sú að þeir sem eru af erlendu bergi brotnir búa við annan veruleika. Það þarf að hafa skýrt verklag í viðbrögðum við rasisma.“ Þá hrósaði Brynja sérstaklega Menntaskólanum að Laugarvatni. „Fyrir afdráttarlausa afstöðu og vönduð vinnubrögð í síðustu viku þegar mál af þessum toga kom upp,“ sagði Brynja og uppskar heyr, heyr, heyr úr þingsal.
Framsóknarflokkurinn Tjáningarfrelsi Kynþáttafordómar Alþingi Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira