Telja að fimm unglingar hafi kveikt í húsinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. mars 2024 12:12 Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi telur málið að mestu leyti upplýst. vísir Lögregla telur sig vita hverjir kveiktu í Hafnartúnshúsi á Selfossi um helgina. Fimm eru taldir hafa átt hlut að máli og eru börn á meðal grunaðra. Lögreglan á Suðurlandi hefur farið með rannsókn á eldsupptökum og notið við það aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu og brunasérfræðings frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun. Rannsóknin hefur leitt í ljós að um íkveikju var að ræða og hafa fjölmargar skýrslur verið teknar af fólki vegna málsins. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir rannsókn málsins ganga vel. Enginn handtekinn Hefur einhver verið handtekinn? „Nei, enginn verið handtekinn en það eru nokkrir með stöðu grunaðra og sakborninga. Þeir sem eru með stöðu sakborninga eru þá komnir á sakhæfisaldur en svo eru einhverjir þarna undir sakhæfisaldri sem við vinnum með félagsþjónustunni og barnaverndinni.“ Þeir sem eru undir sakhæfisaldri, eru þeir með stöðu grunaðra í málinu? „Já í sjálfu sér, en þau eru ekki sakhæf þannig þeir verða ekki sakborningar.“ Málið að mestu leyti upplýst Sveinn segir lögreglu komna með góða mynd af því sem gerðist og málið að mestu leyti upplýst. Hann segist ekki vilja gefa upp nákvæman aldur þeirra sem grunaðir eru í málinu. „Þetta eru einstaklingar í kringum sakhæfisaldurinn. Sakhæfisaldurinn er fimmtán ára og þeir eru á þeim aldri, í kringum það. Hvað eru margir sem þið teljið að hafi staðið þarna að verki? „Þetta eru fimm einstaklingar sem um ræðir.“ Slökkvilið Árborg Barnavernd Tengdar fréttir Hafnartúnshúsið mikið skemmt eftir eldinn Gríðarmikið tjón varð á sögufrægu Hafnartúnshúsi á Selfossi eftir að eldur kviknaði í því í gærkvöldi. Varaslökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir slökkvistarf hafa gengið vel en sorglegt sé að horfa á sögufrægt hús verða eldi að bráð. 10. mars 2024 11:41 Myndir: Selfyssingar syrgja sögufrægt hús Ljóst er að gríðarmikið tjón hefur orðið á sögufrægu Hafnartúnshússi á Selfossi. Húsið var byggt árið 1947 og hefur lengi verið eitt helsta kennileiti bæjarins. 9. mars 2024 23:11 Eldur í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi Eldur logar í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi. Töluverður viðbúnaður er á staðnum. 9. mars 2024 19:48 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur farið með rannsókn á eldsupptökum og notið við það aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu og brunasérfræðings frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun. Rannsóknin hefur leitt í ljós að um íkveikju var að ræða og hafa fjölmargar skýrslur verið teknar af fólki vegna málsins. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir rannsókn málsins ganga vel. Enginn handtekinn Hefur einhver verið handtekinn? „Nei, enginn verið handtekinn en það eru nokkrir með stöðu grunaðra og sakborninga. Þeir sem eru með stöðu sakborninga eru þá komnir á sakhæfisaldur en svo eru einhverjir þarna undir sakhæfisaldri sem við vinnum með félagsþjónustunni og barnaverndinni.“ Þeir sem eru undir sakhæfisaldri, eru þeir með stöðu grunaðra í málinu? „Já í sjálfu sér, en þau eru ekki sakhæf þannig þeir verða ekki sakborningar.“ Málið að mestu leyti upplýst Sveinn segir lögreglu komna með góða mynd af því sem gerðist og málið að mestu leyti upplýst. Hann segist ekki vilja gefa upp nákvæman aldur þeirra sem grunaðir eru í málinu. „Þetta eru einstaklingar í kringum sakhæfisaldurinn. Sakhæfisaldurinn er fimmtán ára og þeir eru á þeim aldri, í kringum það. Hvað eru margir sem þið teljið að hafi staðið þarna að verki? „Þetta eru fimm einstaklingar sem um ræðir.“
Slökkvilið Árborg Barnavernd Tengdar fréttir Hafnartúnshúsið mikið skemmt eftir eldinn Gríðarmikið tjón varð á sögufrægu Hafnartúnshúsi á Selfossi eftir að eldur kviknaði í því í gærkvöldi. Varaslökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir slökkvistarf hafa gengið vel en sorglegt sé að horfa á sögufrægt hús verða eldi að bráð. 10. mars 2024 11:41 Myndir: Selfyssingar syrgja sögufrægt hús Ljóst er að gríðarmikið tjón hefur orðið á sögufrægu Hafnartúnshússi á Selfossi. Húsið var byggt árið 1947 og hefur lengi verið eitt helsta kennileiti bæjarins. 9. mars 2024 23:11 Eldur í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi Eldur logar í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi. Töluverður viðbúnaður er á staðnum. 9. mars 2024 19:48 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Hafnartúnshúsið mikið skemmt eftir eldinn Gríðarmikið tjón varð á sögufrægu Hafnartúnshúsi á Selfossi eftir að eldur kviknaði í því í gærkvöldi. Varaslökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir slökkvistarf hafa gengið vel en sorglegt sé að horfa á sögufrægt hús verða eldi að bráð. 10. mars 2024 11:41
Myndir: Selfyssingar syrgja sögufrægt hús Ljóst er að gríðarmikið tjón hefur orðið á sögufrægu Hafnartúnshússi á Selfossi. Húsið var byggt árið 1947 og hefur lengi verið eitt helsta kennileiti bæjarins. 9. mars 2024 23:11
Eldur í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi Eldur logar í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi. Töluverður viðbúnaður er á staðnum. 9. mars 2024 19:48