Óboðinn gestur færir sig upp á skaftið á Nesinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2024 12:03 Minkurinn virðist horfa í kringum sig eins og versti þjófur. Mögulega er markmiðið að komast í hænsnabú á meðan vinnandi fólk er að heiman. Myndin er tekin við Bakkavör. Sólveig Þórhallsdóttir Íbúar á Seltjarnarnesinu hafa um árabil haft áhyggjur af mink enda kríuvarpið á Gróttu eitt einkennistákn bæjarins. Það vakti því athygli þegar sást til minks skokkandi á milli húsa í bænum í morgun. „Hann fer í fuglana, fer í varpið. Hann eyðilagði það í fyrravor og aðeins örfáar kríur sem náðu flugi. Það er ferlegt að fá hann á Nesið.“ Þetta segir Sólveig Þórhallsdóttir, hjúkrunarfræðingur og íbúi á Nesinu, í samtali við Vísi. Hún var á göngu í morgun og varð vör við hreyfingu. Ekki var það köttur og því síður lítill hvolpur, þó mikið sé af á Nesinu. Minkur var á ferð og fylgdi Sólveig honum eftir vopnuð myndavél. Hún útskýrir fyrir blaðamanni að minnkurinn virðist lifa góðu lífi í fjörunni úti á Nesi þó hann sjáist sjaldan í grennd við einbýlishúsin. Mögulega sé fátt um fína drætti í fjörunni hvað snertir næringu og því sé hann farinn að taka meiri áhættu. Meðvitaður eða ekki um óvinsældir sínar á Nesinu. Minkurinn gjöreyðilagði kríuvarpið á Nesinu 2022 svo ekkert varð úr. Varpið hafði litið vel út framan af vori en úr varð lítið sem ekkert. Minknum var kennt um og skyttu nokkuri gefið skotleyfi frá Umhverfisstofnun til að fækka í minkahópnum. Úr varð að varpið í fyrra var aftur blómlegt. Óðum styttist í komu kríunnar til landsins. Hún lætur yfirleitt sjá sig öðru hvoru megin við mánaðamótin apríl maí. Fjölmargir landsmenn blóta kríunni, þessum hvíta og svarta fugli sem gaggar í hausa ef hún telur sér og sínum ógnað. Krían er hins vegar elskuð á Nesinu. „Krían er yndislegt. Hún tilheyrir Nesinu. Við viljum hafa hana og að hún fái að vera í friði,“ segir Sólveig. Hún segist vona að íbúar sem haldi hænur séu á varðbergi nú þegar minkurinn sé farinn að nánast banka upp á. Dýr Fuglar Seltjarnarnes Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
„Hann fer í fuglana, fer í varpið. Hann eyðilagði það í fyrravor og aðeins örfáar kríur sem náðu flugi. Það er ferlegt að fá hann á Nesið.“ Þetta segir Sólveig Þórhallsdóttir, hjúkrunarfræðingur og íbúi á Nesinu, í samtali við Vísi. Hún var á göngu í morgun og varð vör við hreyfingu. Ekki var það köttur og því síður lítill hvolpur, þó mikið sé af á Nesinu. Minkur var á ferð og fylgdi Sólveig honum eftir vopnuð myndavél. Hún útskýrir fyrir blaðamanni að minnkurinn virðist lifa góðu lífi í fjörunni úti á Nesi þó hann sjáist sjaldan í grennd við einbýlishúsin. Mögulega sé fátt um fína drætti í fjörunni hvað snertir næringu og því sé hann farinn að taka meiri áhættu. Meðvitaður eða ekki um óvinsældir sínar á Nesinu. Minkurinn gjöreyðilagði kríuvarpið á Nesinu 2022 svo ekkert varð úr. Varpið hafði litið vel út framan af vori en úr varð lítið sem ekkert. Minknum var kennt um og skyttu nokkuri gefið skotleyfi frá Umhverfisstofnun til að fækka í minkahópnum. Úr varð að varpið í fyrra var aftur blómlegt. Óðum styttist í komu kríunnar til landsins. Hún lætur yfirleitt sjá sig öðru hvoru megin við mánaðamótin apríl maí. Fjölmargir landsmenn blóta kríunni, þessum hvíta og svarta fugli sem gaggar í hausa ef hún telur sér og sínum ógnað. Krían er hins vegar elskuð á Nesinu. „Krían er yndislegt. Hún tilheyrir Nesinu. Við viljum hafa hana og að hún fái að vera í friði,“ segir Sólveig. Hún segist vona að íbúar sem haldi hænur séu á varðbergi nú þegar minkurinn sé farinn að nánast banka upp á.
Dýr Fuglar Seltjarnarnes Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira