Katrín noti mögulega orðróm um forsetaframboð í pólitískri skák Jón Þór Stefánsson skrifar 14. mars 2024 15:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gæti verið að nota umræðu um mögulegt forsetaframboð sitt til að styrkja pólitíska stöðu sína. Þessari tilgátu vörpuðu bæði Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, í Pallborðinu á Vísi í dag. „Framboð Katrínar yrði algjör leikbreytir,“ sagði Anna Lilja Þórisdóttir blaðamaður sem ræddi einnig um komandi forsetakosningar í þættinum. Eftir stæðu þá Vinstri grænir og ríkisstjórnin í miklu uppnámi. Aðspurð um hvort það væri skynsamlegt fyrir Katrínu segir Stefanía varla trúa því að hún fari fram. Mögulega noti hún það mikla umtal sem hafi verið í samfélaginu undanfarið um framboð hennar til að styrkja stöðu sína. Að því sögðu segir hún mörg teikn á lofti um framboð hennar. „En hún þyrfti þá að fara að tilkynna,“ sagði Stefanía. Einar Bárðarsson og Stefanía Sigurðardóttir ræddu um komandi forsetakosningar. Vísir/Vilhelm Einar tók í svipaðan streng um að Katrín sé mögulega að nota stöðuna í pólitískum tilgangi. „Allt þetta truflar Katrínu ekki neitt. Þetta hjálpar henni,“ sagði hann og bætti við að mögulega trufli orðrómur um framboð forsætisráðherra hins vegar aðra mögulega frambjóðendur sem séu undir feldi að velta fyrir sér hvort þeir fari fram eður ei. „Ef hún fer fram þá fellur þessi ríkisstjórn inn í sjálfa sig,“ sagði Einar. „Hún gæti verið að gera þetta til að minna Sigurð Inga og Bjarna Benediktsson á hver leiðir þessa ríkisstjórn, hver er ljósmóðir hennar.“ Hólmfríður Gísladóttir, þáttarstjórnandi Pallborðsins, spurði hvort það væri virkilega svo mikil eftirspurn eftir Katrínu að hún hreinlega stjórnaði því hverjir færu fram og hverjir ekki. Stefanía sagðist ekki sannfærð um að Katrín myndi bera sigur úr býtum í forsetakosningum og nefndi sem dæmi Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðing, og Salvöru Nordal, umboðsmann barna, sem bæði hafa sagst vera að hugleiða framboð. Einar var á öðru máli: „Það veit engin úti á landi hver Salvör Nordal er. Þar er kosið.“ Einar og Stefanía segjast þó bæði telja ólíklegt að Katrín fari fram. Anna Lilja segist hreinlega ekki viss. Öll þrjú voru þó sammála um að staða Vinstri grænna myndi breytast umtalsvert tæki hún skrefið. Hægt er að horfa á þátt Pallborðsins í spilaranum hér fyrir neðan, en þar var bæði rætt um komandi forsetakosningar sem og mál Katrínar Middleton, prinsessunar af Wales, og samsæriskenningar sem umlykja hana. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Pallborðið Vinstri græn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
„Framboð Katrínar yrði algjör leikbreytir,“ sagði Anna Lilja Þórisdóttir blaðamaður sem ræddi einnig um komandi forsetakosningar í þættinum. Eftir stæðu þá Vinstri grænir og ríkisstjórnin í miklu uppnámi. Aðspurð um hvort það væri skynsamlegt fyrir Katrínu segir Stefanía varla trúa því að hún fari fram. Mögulega noti hún það mikla umtal sem hafi verið í samfélaginu undanfarið um framboð hennar til að styrkja stöðu sína. Að því sögðu segir hún mörg teikn á lofti um framboð hennar. „En hún þyrfti þá að fara að tilkynna,“ sagði Stefanía. Einar Bárðarsson og Stefanía Sigurðardóttir ræddu um komandi forsetakosningar. Vísir/Vilhelm Einar tók í svipaðan streng um að Katrín sé mögulega að nota stöðuna í pólitískum tilgangi. „Allt þetta truflar Katrínu ekki neitt. Þetta hjálpar henni,“ sagði hann og bætti við að mögulega trufli orðrómur um framboð forsætisráðherra hins vegar aðra mögulega frambjóðendur sem séu undir feldi að velta fyrir sér hvort þeir fari fram eður ei. „Ef hún fer fram þá fellur þessi ríkisstjórn inn í sjálfa sig,“ sagði Einar. „Hún gæti verið að gera þetta til að minna Sigurð Inga og Bjarna Benediktsson á hver leiðir þessa ríkisstjórn, hver er ljósmóðir hennar.“ Hólmfríður Gísladóttir, þáttarstjórnandi Pallborðsins, spurði hvort það væri virkilega svo mikil eftirspurn eftir Katrínu að hún hreinlega stjórnaði því hverjir færu fram og hverjir ekki. Stefanía sagðist ekki sannfærð um að Katrín myndi bera sigur úr býtum í forsetakosningum og nefndi sem dæmi Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðing, og Salvöru Nordal, umboðsmann barna, sem bæði hafa sagst vera að hugleiða framboð. Einar var á öðru máli: „Það veit engin úti á landi hver Salvör Nordal er. Þar er kosið.“ Einar og Stefanía segjast þó bæði telja ólíklegt að Katrín fari fram. Anna Lilja segist hreinlega ekki viss. Öll þrjú voru þó sammála um að staða Vinstri grænna myndi breytast umtalsvert tæki hún skrefið. Hægt er að horfa á þátt Pallborðsins í spilaranum hér fyrir neðan, en þar var bæði rætt um komandi forsetakosningar sem og mál Katrínar Middleton, prinsessunar af Wales, og samsæriskenningar sem umlykja hana.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Pallborðið Vinstri græn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira