Neitar að spila fyrir enska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2024 16:45 Ben White í leik með Arsenal í Meistaradeildinni. Getty/Robbie Jay Barratt Gareth Southgate vildi velja Ben White í enska landsliðshópinn en Arsenal maðurinn vill ekki spila með landsliðinu. Southgate valdi 25 manna hóp fyrir komandi vináttulandsleiki við Brasilíu og Belgíu og White er skiljanlega ekki í hópnum. Jarrad Branthwaite hjá Everton og Anthony Gordon hjá Newcastle eru aftur á móti í hópnum í fyrsta sinn. Bakverðirnir Kieran Trippier, Trent Alexander-Arnold og Reece James eru allir að glíma við meiðsli og því hefði vissulega verið þörf fyrir White í hópnum. England coach Southgate: We had a call from Arsenal last week to say that Ben White didn t want to be considered for England squads . pic.twitter.com/tZbqsF1H5i— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 14, 2024 White var í HM-hópnum fyrir mótið í Katar árið 2022 en yfirgaf hópinn vegna persónulegra ástæðna. Sögusagnir voru um rifrildi milli hans og landsliðsþjálfarans Southgate og aðstoðarmanns hans Steve Holland. „Ég og John McDermott, fengum símtal frá Edu [yfirmanni knattspyrnumála hjá Arsemal] í síðustu viku og hann tjáði okkur að Ben vildi ekki vera valinn í enska landsliðið að þessu sinni,“ sagði Gareth Southgate á blaðamannafundi. „Frá mínum bæjardyrum séð þá er það mikil synd. Hann er leikmaður sem ég er virkilega hrifinn af. Hann fór með okkur á EM þegar hann var hjá Brighton og við völdum hann líka í HM-hópinn,“ sagði Southgate. „Ég talaði við hann eftir HM í Katar af því að ég vildi velja hann aftur í hópinn en hann var þá hikandi. Ég veit ekki alveg af hverju en ég verð að virða það. Ég vil samt halda dyrunum opnum fyrir hann því hann er góður leikmaður. Ég tel að hann sé leikmaður sem geti skipt máli fyrir enska landsliðið,“ sagði Southgate. Þessar fréttir berast af Ben White í sömu viku og hann framlengdi samning sinn við Arsenal til ársins 2028. Gareth Southgate says Ben White did not want to be considered for his England squad pic.twitter.com/pF8Lq1Klo9— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 14, 2024 Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira
Southgate valdi 25 manna hóp fyrir komandi vináttulandsleiki við Brasilíu og Belgíu og White er skiljanlega ekki í hópnum. Jarrad Branthwaite hjá Everton og Anthony Gordon hjá Newcastle eru aftur á móti í hópnum í fyrsta sinn. Bakverðirnir Kieran Trippier, Trent Alexander-Arnold og Reece James eru allir að glíma við meiðsli og því hefði vissulega verið þörf fyrir White í hópnum. England coach Southgate: We had a call from Arsenal last week to say that Ben White didn t want to be considered for England squads . pic.twitter.com/tZbqsF1H5i— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 14, 2024 White var í HM-hópnum fyrir mótið í Katar árið 2022 en yfirgaf hópinn vegna persónulegra ástæðna. Sögusagnir voru um rifrildi milli hans og landsliðsþjálfarans Southgate og aðstoðarmanns hans Steve Holland. „Ég og John McDermott, fengum símtal frá Edu [yfirmanni knattspyrnumála hjá Arsemal] í síðustu viku og hann tjáði okkur að Ben vildi ekki vera valinn í enska landsliðið að þessu sinni,“ sagði Gareth Southgate á blaðamannafundi. „Frá mínum bæjardyrum séð þá er það mikil synd. Hann er leikmaður sem ég er virkilega hrifinn af. Hann fór með okkur á EM þegar hann var hjá Brighton og við völdum hann líka í HM-hópinn,“ sagði Southgate. „Ég talaði við hann eftir HM í Katar af því að ég vildi velja hann aftur í hópinn en hann var þá hikandi. Ég veit ekki alveg af hverju en ég verð að virða það. Ég vil samt halda dyrunum opnum fyrir hann því hann er góður leikmaður. Ég tel að hann sé leikmaður sem geti skipt máli fyrir enska landsliðið,“ sagði Southgate. Þessar fréttir berast af Ben White í sömu viku og hann framlengdi samning sinn við Arsenal til ársins 2028. Gareth Southgate says Ben White did not want to be considered for his England squad pic.twitter.com/pF8Lq1Klo9— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 14, 2024
Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira