Sjötti fyrrum Íþróttamaður ársins sem kemur í Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2024 07:01 Margrét Lára Viðarsdóttir, Alexander Petersson, Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Arnór Stefánsson eiga það öll sameiginlegt að hafa orðið Íþróttamaður ársins og hafa gengið til liðs við Val undir lok ferils síns. Samsett/Vísir Valsmenn búa ekki bara til Íþróttamenn ársins því þeir fá þá einnig til að ganga til liðs við félagið. Valsmenn hafa verið duglegir að krækja í stóra bita á leikmannamarkaðnum síðustu ár. Nú síðast samdi Gylfi Þór Sigurðsson við Val og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Athygli vekur að fyrrum Íþróttamenn ársins hafa oftar en ekki endað á Hlíðarenda. Gylfi er fyrrum Íþróttamaður ársins og er ekki sá eini. Fimm aðrir íþróttamenn ársins hafa skipt yfir í Val undir lok ferils síns. Fyrir utan eiga Valsmenn fleiri Íþróttamenn ársins sem komu aldrei aftur heim eins og þá Eið Smára Guðjohnsen og Ólaf Stefánsson. Ómar Ingi Magnússon gæti líka komið aftur heim í Val þar sem hann lék síðast á Íslandi en hann er auðvitað frá Selfossi. Það gæti mögulega bæst í hópinn ákveði Sara Björk Gunnarsdóttir, tvöfaldur Íþróttamaður ársins að enda feril sinn í íslensku deildinni en þar hlýtur Valsliðið að gera henni tilboð. Sara spilar nú með Juventus á Ítalíu en gæti verið að huga að heimför. Hér fyrir neðan má þessa sex fyrrum Íþróttamenn ársins sem hafa samið við Valsmenn. Arnór Guðjohnsen á forsíðu Þjóðviljans en hann flaug sérstaklega heim til að taka á móti styttunni.timarit.is/þjóðviljinn Arnór Guðjohnsen 1998 Arnór var valinn Íþróttamaður ársins 1987 en hann fór í Val þegar hann kom heim úr atvinnumennsku á miðju sumri 1998. Arnór var þá búinn að spila erlendis í tuttugu ár eða síðan hann yfirgaf Víking á miðju sumri 1978. Arnór átti flotta endurkomu því hann skoraði 7 mörk og gaf 3 stoðsendingar í síðustu 10 leikjunum og átti mikinn þátt í því að Valsmönnum tókst að bjarga sér frá falli. Umfjöllun um kjör Geirs Sveinssonar í Dagblaðinu Vísi árið 1997.Tímarit.is/DV Geir Sveinsson 1999 Geir var valinn Íþróttamaður ársins 1997 þegar hann lék með þýska liðinu HC Wuppertal. Geir, var uppalinn Valsmaður og spilaði lengi með félaginu en kom aftur heim í Val sumarið 1999 og tók þá við sem spilandi þjálfari Valsmanna. Geir stýrði Valsliðinu næstu fjögur árin og var nálægt því að gera liðið að Íslandsmeisturum vorið 2002. Margrét Lára Viðarsdóttir endaði feril sinn sem Íslandsmeistari með Val. Hér lyftir hún bikarnum með systur sinni.Vísir/Daníel Þór Margrét Lára Viðarsdóttir 2016 Margrét Lára var valin Íþróttamaður ársins 2007. Líkt og hjá Geir þá kom Margrét aftur í Val eftir að hafa eitt fjölmörgum árum í atvinnumennsku. Hún er auðvitað uppalin í Vestmanneyjum en kom á sínum tíma átján ára gömul í Val. Margrét fór út eftir 2008 tímabilið en sneri aftur heim árið 2016 og gekk þá aftur til liðs við Val þar sem hún kláraði ferilinn sem Íslandsmeistari. Jón Arnór Stefánsson var kjörinn íþróttamaður ársins 2014.Mynd/Ragnar Santos Jón Arnór Stefánsson 2020 Jón Arnór var valinn Íþróttamaður ársins 2014. Hann skipti óvænt yfir í Val frá Íslandsmeisturum KR haustið 2020 og tók síðasta tímabilið á ferlinum á Hlíðarenda. Jón hafði komið heim úr atvinnumennsku árið 2016 og unnið þrjá Íslandsmeistaratitla í röð með KR. Síðasti leikur hans var með Val á móti KR í oddaleik í átta liða úrslitum sem Valsliðið tapaði. Alexander Petersson varð bikarmeistari með Val um helgina.Vísir/Dúi Alexander Petersson 2023 Alexander var valinn Íþróttamaður ársins 2011. Hann var hættur í handbolta en ákvað að taka handboltaskóna af hillunni fyrir núverandi tímabil þrátt fyrir að vera orðinn fertugur. Alexander spilaði með Gróttu/KR áður en hann fór út í atvinnumennsku sumarið 1998. Hann vann engan titil með Gróttu/KR en vann sinn fyrsta stóra titil á dögunum þegar hann varð bikarmeistari með Val í Laugardalshöllinni. Alexander spilaði í gegnum erfið meiðsli í úrslitaleiknum ekki í fyrsta sinn sem hann gerir það. Gylfi Þór Sigurðsson og Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir undirskriftina í gær.Valur Gylfi Þór Sigurðsson 2024 Gylfi hefur tvisvar verið valinn Íþróttamaður ársins eða árin 2013 og 2016. Hann hefur aldrei spilað í efstu deild á Íslandi en lék í yngri flokkum með FH og Breiðabliki. Hann er að koma heim eftir fjölmörg ár í atvinnumennsku. Hann lék síðast með Lyngby í Danmörku þar sem hann kom ferlinum aftur af stað eftir leiðinlegan endi á tíma sínum í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann átti sín bestu ár. Íþróttamaður ársins Valur Besta deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sjá meira
Valsmenn hafa verið duglegir að krækja í stóra bita á leikmannamarkaðnum síðustu ár. Nú síðast samdi Gylfi Þór Sigurðsson við Val og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Athygli vekur að fyrrum Íþróttamenn ársins hafa oftar en ekki endað á Hlíðarenda. Gylfi er fyrrum Íþróttamaður ársins og er ekki sá eini. Fimm aðrir íþróttamenn ársins hafa skipt yfir í Val undir lok ferils síns. Fyrir utan eiga Valsmenn fleiri Íþróttamenn ársins sem komu aldrei aftur heim eins og þá Eið Smára Guðjohnsen og Ólaf Stefánsson. Ómar Ingi Magnússon gæti líka komið aftur heim í Val þar sem hann lék síðast á Íslandi en hann er auðvitað frá Selfossi. Það gæti mögulega bæst í hópinn ákveði Sara Björk Gunnarsdóttir, tvöfaldur Íþróttamaður ársins að enda feril sinn í íslensku deildinni en þar hlýtur Valsliðið að gera henni tilboð. Sara spilar nú með Juventus á Ítalíu en gæti verið að huga að heimför. Hér fyrir neðan má þessa sex fyrrum Íþróttamenn ársins sem hafa samið við Valsmenn. Arnór Guðjohnsen á forsíðu Þjóðviljans en hann flaug sérstaklega heim til að taka á móti styttunni.timarit.is/þjóðviljinn Arnór Guðjohnsen 1998 Arnór var valinn Íþróttamaður ársins 1987 en hann fór í Val þegar hann kom heim úr atvinnumennsku á miðju sumri 1998. Arnór var þá búinn að spila erlendis í tuttugu ár eða síðan hann yfirgaf Víking á miðju sumri 1978. Arnór átti flotta endurkomu því hann skoraði 7 mörk og gaf 3 stoðsendingar í síðustu 10 leikjunum og átti mikinn þátt í því að Valsmönnum tókst að bjarga sér frá falli. Umfjöllun um kjör Geirs Sveinssonar í Dagblaðinu Vísi árið 1997.Tímarit.is/DV Geir Sveinsson 1999 Geir var valinn Íþróttamaður ársins 1997 þegar hann lék með þýska liðinu HC Wuppertal. Geir, var uppalinn Valsmaður og spilaði lengi með félaginu en kom aftur heim í Val sumarið 1999 og tók þá við sem spilandi þjálfari Valsmanna. Geir stýrði Valsliðinu næstu fjögur árin og var nálægt því að gera liðið að Íslandsmeisturum vorið 2002. Margrét Lára Viðarsdóttir endaði feril sinn sem Íslandsmeistari með Val. Hér lyftir hún bikarnum með systur sinni.Vísir/Daníel Þór Margrét Lára Viðarsdóttir 2016 Margrét Lára var valin Íþróttamaður ársins 2007. Líkt og hjá Geir þá kom Margrét aftur í Val eftir að hafa eitt fjölmörgum árum í atvinnumennsku. Hún er auðvitað uppalin í Vestmanneyjum en kom á sínum tíma átján ára gömul í Val. Margrét fór út eftir 2008 tímabilið en sneri aftur heim árið 2016 og gekk þá aftur til liðs við Val þar sem hún kláraði ferilinn sem Íslandsmeistari. Jón Arnór Stefánsson var kjörinn íþróttamaður ársins 2014.Mynd/Ragnar Santos Jón Arnór Stefánsson 2020 Jón Arnór var valinn Íþróttamaður ársins 2014. Hann skipti óvænt yfir í Val frá Íslandsmeisturum KR haustið 2020 og tók síðasta tímabilið á ferlinum á Hlíðarenda. Jón hafði komið heim úr atvinnumennsku árið 2016 og unnið þrjá Íslandsmeistaratitla í röð með KR. Síðasti leikur hans var með Val á móti KR í oddaleik í átta liða úrslitum sem Valsliðið tapaði. Alexander Petersson varð bikarmeistari með Val um helgina.Vísir/Dúi Alexander Petersson 2023 Alexander var valinn Íþróttamaður ársins 2011. Hann var hættur í handbolta en ákvað að taka handboltaskóna af hillunni fyrir núverandi tímabil þrátt fyrir að vera orðinn fertugur. Alexander spilaði með Gróttu/KR áður en hann fór út í atvinnumennsku sumarið 1998. Hann vann engan titil með Gróttu/KR en vann sinn fyrsta stóra titil á dögunum þegar hann varð bikarmeistari með Val í Laugardalshöllinni. Alexander spilaði í gegnum erfið meiðsli í úrslitaleiknum ekki í fyrsta sinn sem hann gerir það. Gylfi Þór Sigurðsson og Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir undirskriftina í gær.Valur Gylfi Þór Sigurðsson 2024 Gylfi hefur tvisvar verið valinn Íþróttamaður ársins eða árin 2013 og 2016. Hann hefur aldrei spilað í efstu deild á Íslandi en lék í yngri flokkum með FH og Breiðabliki. Hann er að koma heim eftir fjölmörg ár í atvinnumennsku. Hann lék síðast með Lyngby í Danmörku þar sem hann kom ferlinum aftur af stað eftir leiðinlegan endi á tíma sínum í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann átti sín bestu ár.
Íþróttamaður ársins Valur Besta deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sjá meira