„Sjaldan liðið eins vel eftir tapleik“ Árni Gísli Magnússon skrifar 14. mars 2024 19:27 Sigurður Heiðar Höskuldsson er tekinn við Þórsliðinu. vísir/tjörvi týr Breiðablik er komið í úrslitaleik Lengjubikarsins eftir eins marks sigur á Þór í Boganum á Akureyri í dag. Sigurmarkið kom ekki fyrr en á sjöundu mínútu uppbótartíma og var þar Aron Bjarnason að verki. Þór, sem spilar í Lengjudeildinni, gaf Blikum engan afslátt og fengu fjöldann allan af góðum marktækifærum sem fóru í súginn. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, var virkilega ánægður með spilamennsku liðsins í dag. „Tilfinningarnar eru þannig að mér hefur sjaldan liðið eins vel eftir tapleik þannig eins og ég sagði við strákana inni í klefa að mér fannst fílingurinn eftir leik að við höfum unnið þetta þrjú, fjögur núll. Frammistaðan frábær, mikill kraftur í okkur, mér fannst við ofan á nánast allan leikinn þannig jú grátlegt en einhvern veginn svekkjandi að detta út. Mér líður bara þannig að við hefðum bara unnið þetta mót ef við hefðum troðið inn einu marki úr þessum færum sem við fengum þannig líður vel þar sem við lítum út fyrir að vera á mjög góðum stað eins og staðan er núna en við þurfum að gera enn þá meira.“ Þórsliðið mætti efstu deildarliði Breiðabliks af fullum krafti og pressaði hátt uppi á vellinum og spiluðu vel út frá eigin marki. „Vorum náttúrulega bara að bíða eftir svona liði til að koma hérna til að sýna hvert við erum komnir að einhverju leyti og mér fannst við góðir í leiknum frá A til Ö nema bara að koma boltanum inn í markið.“ „Við erum að vinna í því að vera betra lið og þetta er það sem við erum búnir að vera gera í vetur og erum á góðum stað núna en við viljum vera enn þá betri, enn þá sterkari og geta hlaupið meira þannig þetta er svona einhver smjörþefur af því“, bætti Sigurður við aðspurður hvort þessi týpa af fótbolta yrði spiluð í þorpinu í sumar. Aron Ingi Magnússon og Marc Rochester Sörensen þurftu báðir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla í síðari hálfleik. „Það er eiginlega svarti punkturinn á deginum en ég held það sé hvorugt eitthvað mikið þannig ég held að þetta séu bara nokkrir dagar. Leit kannski aðeins verr út en þeim líður aðeins betur núna og ég held að það sé bara gott en þeir sem koma inn fyrir þá stóðu sig frábærlega og þó við værum að missa þá, sem eru máttarstólpar í liðinu, þá fannst mér við bregðast rosalega vel við því og bara hrikalega ánægður með daginn.“ Hvernig er framhaldið hjá Þór fram að fyrsta leik í Lengjudeildinni? „Það er æfingaferð 1. apríl og bíður okkur líka leikur við KA hérna í Kjarnafæðimótinu og svo mögulega einn æfingarleikur áður en við förum út og svo bara beint í bikar og sjá hvert það leiðir okkur. Þetta valt svolítið á því hvort við færum áfram í dag en núna setjumst við aðeins og skipuleggjum okkur“, sagði Sigurður að lokum. Lengjubikar karla Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Sjá meira
Þór, sem spilar í Lengjudeildinni, gaf Blikum engan afslátt og fengu fjöldann allan af góðum marktækifærum sem fóru í súginn. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, var virkilega ánægður með spilamennsku liðsins í dag. „Tilfinningarnar eru þannig að mér hefur sjaldan liðið eins vel eftir tapleik þannig eins og ég sagði við strákana inni í klefa að mér fannst fílingurinn eftir leik að við höfum unnið þetta þrjú, fjögur núll. Frammistaðan frábær, mikill kraftur í okkur, mér fannst við ofan á nánast allan leikinn þannig jú grátlegt en einhvern veginn svekkjandi að detta út. Mér líður bara þannig að við hefðum bara unnið þetta mót ef við hefðum troðið inn einu marki úr þessum færum sem við fengum þannig líður vel þar sem við lítum út fyrir að vera á mjög góðum stað eins og staðan er núna en við þurfum að gera enn þá meira.“ Þórsliðið mætti efstu deildarliði Breiðabliks af fullum krafti og pressaði hátt uppi á vellinum og spiluðu vel út frá eigin marki. „Vorum náttúrulega bara að bíða eftir svona liði til að koma hérna til að sýna hvert við erum komnir að einhverju leyti og mér fannst við góðir í leiknum frá A til Ö nema bara að koma boltanum inn í markið.“ „Við erum að vinna í því að vera betra lið og þetta er það sem við erum búnir að vera gera í vetur og erum á góðum stað núna en við viljum vera enn þá betri, enn þá sterkari og geta hlaupið meira þannig þetta er svona einhver smjörþefur af því“, bætti Sigurður við aðspurður hvort þessi týpa af fótbolta yrði spiluð í þorpinu í sumar. Aron Ingi Magnússon og Marc Rochester Sörensen þurftu báðir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla í síðari hálfleik. „Það er eiginlega svarti punkturinn á deginum en ég held það sé hvorugt eitthvað mikið þannig ég held að þetta séu bara nokkrir dagar. Leit kannski aðeins verr út en þeim líður aðeins betur núna og ég held að það sé bara gott en þeir sem koma inn fyrir þá stóðu sig frábærlega og þó við værum að missa þá, sem eru máttarstólpar í liðinu, þá fannst mér við bregðast rosalega vel við því og bara hrikalega ánægður með daginn.“ Hvernig er framhaldið hjá Þór fram að fyrsta leik í Lengjudeildinni? „Það er æfingaferð 1. apríl og bíður okkur líka leikur við KA hérna í Kjarnafæðimótinu og svo mögulega einn æfingarleikur áður en við förum út og svo bara beint í bikar og sjá hvert það leiðir okkur. Þetta valt svolítið á því hvort við færum áfram í dag en núna setjumst við aðeins og skipuleggjum okkur“, sagði Sigurður að lokum.
Lengjubikar karla Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Sjá meira