Keppni tafðist eftir að býflugur gerðu atlögu að Alcaraz Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2024 07:30 Ef vel er að gáð má sjá nokkrar býflugur valda usla. Clive Brunskill/Getty Images Heldur óvænt atvik átti sér stað í viðureign Carlos Alcaraz og Alexander Zverez í Indan Wells-mótinu í tennis sem fram fer í Kaliforníu. Býflugur töfðu keppni um tæplega tvær klukkustundir og var Alcaraz stunginn í ennið. Dómari leiksins, Mohamed Lahyani, neyddist til að tefja leik þeirra Alcaraz og Zverez í áttaa manna úrslitum Indan Wells þegar býflugur trufluðu keppendur. Eftir að hlé hafði verið gert í klukkustund og 40 mínútur sneru keppendurnir til baka í leik sem Alcaraz vann sannfærandi, 6-3 og 6-1. You cannot BEE serious, man @BNPPARIBASOPEN | #TennisParadise pic.twitter.com/bcahPY3ROg— ATP Tour (@atptour) March 14, 2024 „Án efa undarlegasti leikur sem ég hef spilað á mínum ferli. Ég sá býflugur og hélt þær væru nokkrar, horfði svo upp og sá þúsundir í loftinu. Þær voru út um allt. Þetta var bilað, ég reyndi að halda mig frá þeim en það var ekki hægt,“ sagði Alcaraz eftir leik. „Ég er frekar hræddur við býflugur. Ég þurfti að komast í öruggt skjól og var hlaupandi út um allt,“ bætti sigurvegari Wimbledon við. Myndavélin sem um er ræðir.Matthew Stockman/Getty Images Samkvæmt frétt BBC, breska ríkisútvarpsins, um málið virtust býflugurnar einkar hrifnar af köngulóar-myndavélinni (e. Spidercam). Um er að ræða myndavél sem er fyrir ofan keppendur og getur færst í allar áttir sem og nær vellinum ef þarf. Eftir að býflugna sérfræðingur hafði fjarlægt flest allar býflugurnar gat leikur haldið áfram. Nokkrar voru þó enn að trufla Alcaraz svo sérfræðingurinn sneri til baka við dynjandi lófaklapp og spreyjaði efni sem ætti að vera fráhrindandi fyrir býflugur á stigatöfluna. It s time to BEE the main character Welcome, legend, icon, Lance Davis @BNPPARIBASOPEN | #IndianWells pic.twitter.com/sSyRC9Q0Qh— ATP Tour (@atptour) March 15, 2024 Alcaraz mætir Jannik Sinner í undanúrslitum Indan Wells en sá síðarnefndi vann Opna ástralska fyrr á þessu ári. Að sama skapi hefur Sinner ekki tapað í 19 leikjum í röð. Hver veit nema býflugurnar hafi gefið Alcaraz kraft til að stöðva ótrúlega sigurgöngu Sinner. Tennis Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Sjá meira
Dómari leiksins, Mohamed Lahyani, neyddist til að tefja leik þeirra Alcaraz og Zverez í áttaa manna úrslitum Indan Wells þegar býflugur trufluðu keppendur. Eftir að hlé hafði verið gert í klukkustund og 40 mínútur sneru keppendurnir til baka í leik sem Alcaraz vann sannfærandi, 6-3 og 6-1. You cannot BEE serious, man @BNPPARIBASOPEN | #TennisParadise pic.twitter.com/bcahPY3ROg— ATP Tour (@atptour) March 14, 2024 „Án efa undarlegasti leikur sem ég hef spilað á mínum ferli. Ég sá býflugur og hélt þær væru nokkrar, horfði svo upp og sá þúsundir í loftinu. Þær voru út um allt. Þetta var bilað, ég reyndi að halda mig frá þeim en það var ekki hægt,“ sagði Alcaraz eftir leik. „Ég er frekar hræddur við býflugur. Ég þurfti að komast í öruggt skjól og var hlaupandi út um allt,“ bætti sigurvegari Wimbledon við. Myndavélin sem um er ræðir.Matthew Stockman/Getty Images Samkvæmt frétt BBC, breska ríkisútvarpsins, um málið virtust býflugurnar einkar hrifnar af köngulóar-myndavélinni (e. Spidercam). Um er að ræða myndavél sem er fyrir ofan keppendur og getur færst í allar áttir sem og nær vellinum ef þarf. Eftir að býflugna sérfræðingur hafði fjarlægt flest allar býflugurnar gat leikur haldið áfram. Nokkrar voru þó enn að trufla Alcaraz svo sérfræðingurinn sneri til baka við dynjandi lófaklapp og spreyjaði efni sem ætti að vera fráhrindandi fyrir býflugur á stigatöfluna. It s time to BEE the main character Welcome, legend, icon, Lance Davis @BNPPARIBASOPEN | #IndianWells pic.twitter.com/sSyRC9Q0Qh— ATP Tour (@atptour) March 15, 2024 Alcaraz mætir Jannik Sinner í undanúrslitum Indan Wells en sá síðarnefndi vann Opna ástralska fyrr á þessu ári. Að sama skapi hefur Sinner ekki tapað í 19 leikjum í röð. Hver veit nema býflugurnar hafi gefið Alcaraz kraft til að stöðva ótrúlega sigurgöngu Sinner.
Tennis Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Sjá meira