Tárvot goðsögnin vöknuð eftir að hafa bjargað lífi foreldra sinna Aron Guðmundsson skrifar 15. mars 2024 13:31 Mark Coleman drýgði svo sannarlega hetjudáð á dögunum er hann bjargaði foreldrum sínum úr brennandi húsi Vísir/Samsett mynd Mark Coleman, meðlimur í frægðarhöll UFC-sambandsins, er kominn til meðvitundar og í stöðugu ástandi eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús og svæfður vegna áverka sem hann hlaut við að bjarga foreldrum sínum út úr brennandi húsi. Eftir að Coleman hafði komið foreldrum sínum á heilu og höldnu út úr brennandi húsinu gerði hann tilraun til þess að bjarga hundi fjölskyldunnar, Hammer, en það tókst því miður ekki. Coleman var fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahús þar sem að um tíma var óttast um líf hans. Foreldrar Coleman sluppu frá eldsvoðanum án teljandi meiðsla en hann lá sjálfur inn á gjörgæsludeild í nokkra daga. Coleman var svæfður svo læknar sjúkrahússins gætu hlúið að lungum hans sem hlutu mikinn skaða vegna hitans og reyksins sem fyllti brennandi húsið en fjölskylda hans hefur nú birt myndband frá herbergi Coleman á sjúkrahúsinu þar sem sjá má hann glaðvakandi. Á myndskeiðinu má sjá hann taka utan dætur sínar og nánast um leið bresta í grát. „Ég er hamingjusamasti maður í heimi,“ mátti heyra Coleman segja. „Ég sver til guðs, ég er svo heppinn. Ég trúi því ekki að foreldrar mínir séu á lífi. Ég þurfti að taka ákvörðun. Ég fór út úr herbergi mínu og í átt að útidyra hurðinni. Um leið var staðan orðin hræðileg og ég náði ekki andanum. Þurfti að fara út áður en ég hélt aftur inn í brennandi húsið. Ég trúi þessu ekki. Ég náði þeim en ég fann ekki Hammer.“ View this post on Instagram A post shared by Fighter Daily (@fighterdailydotcom) Coleman er sannkallaður brautryðjandi í heimi blandaðra bardagalista. Hann varð fyrsti þungavigtarmeistari UFC sambandsins árið 1997 og var svo, árið 2008 vígður inn í frægðarhöll UFC. Foreldrar Mark sluppu frá eldsvoðanum án teljandi meiðsla. Mark sjálfur liggur inn á gjörgæslu en NBC hefur það eftir fjölskyldumeðlimum að hann muni vinna þennan bardaga, líkt og bardagana fjölmörgu sem hann hefur unnið inn í bardagabúrinu. MMA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Eftir að Coleman hafði komið foreldrum sínum á heilu og höldnu út úr brennandi húsinu gerði hann tilraun til þess að bjarga hundi fjölskyldunnar, Hammer, en það tókst því miður ekki. Coleman var fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahús þar sem að um tíma var óttast um líf hans. Foreldrar Coleman sluppu frá eldsvoðanum án teljandi meiðsla en hann lá sjálfur inn á gjörgæsludeild í nokkra daga. Coleman var svæfður svo læknar sjúkrahússins gætu hlúið að lungum hans sem hlutu mikinn skaða vegna hitans og reyksins sem fyllti brennandi húsið en fjölskylda hans hefur nú birt myndband frá herbergi Coleman á sjúkrahúsinu þar sem sjá má hann glaðvakandi. Á myndskeiðinu má sjá hann taka utan dætur sínar og nánast um leið bresta í grát. „Ég er hamingjusamasti maður í heimi,“ mátti heyra Coleman segja. „Ég sver til guðs, ég er svo heppinn. Ég trúi því ekki að foreldrar mínir séu á lífi. Ég þurfti að taka ákvörðun. Ég fór út úr herbergi mínu og í átt að útidyra hurðinni. Um leið var staðan orðin hræðileg og ég náði ekki andanum. Þurfti að fara út áður en ég hélt aftur inn í brennandi húsið. Ég trúi þessu ekki. Ég náði þeim en ég fann ekki Hammer.“ View this post on Instagram A post shared by Fighter Daily (@fighterdailydotcom) Coleman er sannkallaður brautryðjandi í heimi blandaðra bardagalista. Hann varð fyrsti þungavigtarmeistari UFC sambandsins árið 1997 og var svo, árið 2008 vígður inn í frægðarhöll UFC. Foreldrar Mark sluppu frá eldsvoðanum án teljandi meiðsla. Mark sjálfur liggur inn á gjörgæslu en NBC hefur það eftir fjölskyldumeðlimum að hann muni vinna þennan bardaga, líkt og bardagana fjölmörgu sem hann hefur unnið inn í bardagabúrinu.
MMA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira