Sakar þingmenn um að nota íslenskuna sem vopn gegn útlendingum Árni Sæberg skrifar 15. mars 2024 10:50 Eiríki líst ekkert á lagabreytingaáform sem Birgir talar fyrir. Vísir Uppgjafaprófessor í íslensku segist hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það hafi nú raungerst með ummælum tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokks um að gera ætti íslenskukunnáttu að skilyrði fyrir leyfi til leigubílaaksturs. Á forsíðu Morgunblaðsins í dag segir að áform séu uppi á Alþingi um frumvarp um breytingu á lögum um leigubifreiðaakstur. Gera eigi íslenskukunnáttu að skilyrði fyrir veitingu leyfis til leigubílaaksturs. Haft er eftir Birgi Þórarinssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og helsta hvatamanni lagabreytingar, að ástæðan fyrir áformunum sé ófremdarástand í málaflokkinum. Morgunblaðið ræðir einnig við Jón Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem segir það hafa verið mistök að gera íslenskukunnáttu ekki að skilyrði þegar leigubifreiðalögum var breytt síðast. Eiríkur Rögnvaldsson, professor emeritus í íslensku, kallar eftir því að lagabreytingaráform þessi verði stöðvuð og segir þau misnotkun íslenskunnar. Kröfur þurfi að vera málefnalegar „Þetta er vont. Ég hef vissulega talað fyrir því að við getum notað íslensku alltaf og alls staðar á Íslandi, en ég hef jafnframt lagt áherslu á að kröfur um íslenskukunnáttu verða að vera málefnalegar og það má ekki fyrir nokkra muni nota slíkar kröfur til að mismuna fólki á ómálefnalegan hátt,“ segir Eiríkur í aðsendri grein hér á Vísi. Hann hafi beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Innlegg í ófrægingarherferð Eiríkur bendir á að fólk í margvíslegum þjónustustörfum, svo sem í verslunum og á veitingastöðum, starfsfólk á hjúkrunarheimilum og fleiri, eigi mun meiri og mikilvægari málleg samskipti við fólk en leigubílstjórar. „En engin tillaga er gerð um íslenskukunnáttu þessa fólks, sem sýnir glögglega að hvatinn að þessari áformuðu tillögu er ekki vilji til að efla íslenskuna og styrkja stöðu hennar í landinu heldur er hún innlegg í þá ófrægingarherferð gegn fólki af erlendum uppruna sem nú er í gangi og hefur síðustu daga helst beinst gegn leigubílstjórum.“ Íslenska hafi lítið með ratvísi að gera Í frétt Morgunblaðsins segir að frá því að blaðið hóf umfjöllun um leigubílamálin, með tilliti til útlendinga, hafi fjölmargir haft samband við blaðið og kvartað yfir samskiptum við erlenda leigubílstjóra. Kvartanir hafi meðal annars lotið að því að margir bílstjóranna rati ekki um svæðin sem þeir aka um. „Mér er fyrirmunað að sjá hvernig ratvísi leigubílstjóra myndi aukast og fégræðgi minnka bara ef þeir kynnu íslensku. Þarna er augljóslega verið að nota íslenskukunnáttu sem yfirvarp til að bægja innflytjendum frá starfinu. Betra væri að koma bara hreint fram og segja að umsækjendur yrðu að heita íslensku nafni, vera hvítir á hörund, og geta rakið ættir sínar til Jóns biskups Arasonar,“ segir Eiríkur. Miði að því að kljúfa þjóðina Þá segir í frétt Morgunblaðsins að Birgir vonist til þess að samstaða verði meðal þingmanna um málið og að hann hafi meðal annars rætt það við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem hafi tekið vel í hugmyndina. Þessu segist Eiríkur ekki trúa fyrr en hann taki á því, að þingmenn taki undir tillöguna. Allra síst trúi hann að katrín geri það, til þess sé hún allt of skynsöm og víðsýn. „Þetta er skelfileg tillaga því að hún miðar að því að nota íslenskuna til að kljúfa þjóðina í okkur og hin og eyðileggja þar með möguleika tungumálsins á að vera burðarás samfélagsins sem ég held og vona að sé stefna stjórnvalda. Sameinumst um að hafna þessari tillögu og því hugarfari sem býr að baki henni,“ segir Eiríkur að lokum. Íslensk tunga Leigubílar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Vill flýta endurskoðun laga um leigubílaakstur Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill flýta endurskoðun laga um leigubifreiðaakstur. Í lögunum er heimild til endurskoðunar á næsta ári en hann telur best að henni sé flýtt. Vilji leigubílstjóra sem hann hafi talað við sé að þessu sé flýtt en að auk þess sé það áríðandi í ljósi nýlegra frétta af kynferðisbroti leigubílstjóra. 21. febrúar 2024 08:24 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Á forsíðu Morgunblaðsins í dag segir að áform séu uppi á Alþingi um frumvarp um breytingu á lögum um leigubifreiðaakstur. Gera eigi íslenskukunnáttu að skilyrði fyrir veitingu leyfis til leigubílaaksturs. Haft er eftir Birgi Þórarinssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og helsta hvatamanni lagabreytingar, að ástæðan fyrir áformunum sé ófremdarástand í málaflokkinum. Morgunblaðið ræðir einnig við Jón Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem segir það hafa verið mistök að gera íslenskukunnáttu ekki að skilyrði þegar leigubifreiðalögum var breytt síðast. Eiríkur Rögnvaldsson, professor emeritus í íslensku, kallar eftir því að lagabreytingaráform þessi verði stöðvuð og segir þau misnotkun íslenskunnar. Kröfur þurfi að vera málefnalegar „Þetta er vont. Ég hef vissulega talað fyrir því að við getum notað íslensku alltaf og alls staðar á Íslandi, en ég hef jafnframt lagt áherslu á að kröfur um íslenskukunnáttu verða að vera málefnalegar og það má ekki fyrir nokkra muni nota slíkar kröfur til að mismuna fólki á ómálefnalegan hátt,“ segir Eiríkur í aðsendri grein hér á Vísi. Hann hafi beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Innlegg í ófrægingarherferð Eiríkur bendir á að fólk í margvíslegum þjónustustörfum, svo sem í verslunum og á veitingastöðum, starfsfólk á hjúkrunarheimilum og fleiri, eigi mun meiri og mikilvægari málleg samskipti við fólk en leigubílstjórar. „En engin tillaga er gerð um íslenskukunnáttu þessa fólks, sem sýnir glögglega að hvatinn að þessari áformuðu tillögu er ekki vilji til að efla íslenskuna og styrkja stöðu hennar í landinu heldur er hún innlegg í þá ófrægingarherferð gegn fólki af erlendum uppruna sem nú er í gangi og hefur síðustu daga helst beinst gegn leigubílstjórum.“ Íslenska hafi lítið með ratvísi að gera Í frétt Morgunblaðsins segir að frá því að blaðið hóf umfjöllun um leigubílamálin, með tilliti til útlendinga, hafi fjölmargir haft samband við blaðið og kvartað yfir samskiptum við erlenda leigubílstjóra. Kvartanir hafi meðal annars lotið að því að margir bílstjóranna rati ekki um svæðin sem þeir aka um. „Mér er fyrirmunað að sjá hvernig ratvísi leigubílstjóra myndi aukast og fégræðgi minnka bara ef þeir kynnu íslensku. Þarna er augljóslega verið að nota íslenskukunnáttu sem yfirvarp til að bægja innflytjendum frá starfinu. Betra væri að koma bara hreint fram og segja að umsækjendur yrðu að heita íslensku nafni, vera hvítir á hörund, og geta rakið ættir sínar til Jóns biskups Arasonar,“ segir Eiríkur. Miði að því að kljúfa þjóðina Þá segir í frétt Morgunblaðsins að Birgir vonist til þess að samstaða verði meðal þingmanna um málið og að hann hafi meðal annars rætt það við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem hafi tekið vel í hugmyndina. Þessu segist Eiríkur ekki trúa fyrr en hann taki á því, að þingmenn taki undir tillöguna. Allra síst trúi hann að katrín geri það, til þess sé hún allt of skynsöm og víðsýn. „Þetta er skelfileg tillaga því að hún miðar að því að nota íslenskuna til að kljúfa þjóðina í okkur og hin og eyðileggja þar með möguleika tungumálsins á að vera burðarás samfélagsins sem ég held og vona að sé stefna stjórnvalda. Sameinumst um að hafna þessari tillögu og því hugarfari sem býr að baki henni,“ segir Eiríkur að lokum.
Íslensk tunga Leigubílar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Vill flýta endurskoðun laga um leigubílaakstur Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill flýta endurskoðun laga um leigubifreiðaakstur. Í lögunum er heimild til endurskoðunar á næsta ári en hann telur best að henni sé flýtt. Vilji leigubílstjóra sem hann hafi talað við sé að þessu sé flýtt en að auk þess sé það áríðandi í ljósi nýlegra frétta af kynferðisbroti leigubílstjóra. 21. febrúar 2024 08:24 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Vill flýta endurskoðun laga um leigubílaakstur Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill flýta endurskoðun laga um leigubifreiðaakstur. Í lögunum er heimild til endurskoðunar á næsta ári en hann telur best að henni sé flýtt. Vilji leigubílstjóra sem hann hafi talað við sé að þessu sé flýtt en að auk þess sé það áríðandi í ljósi nýlegra frétta af kynferðisbroti leigubílstjóra. 21. febrúar 2024 08:24