„Rotturnar eru að éta marijúanað okkar“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2024 10:15 Anne Kirkpatrick, lögreglustjóri New Orleans. AP/Brett Duke Rottur hafa komist í kannabisefni í sönnunargagnageymslu í höfuðstöðvum lögreglunnar í New Orleans í Bandaríkjunum. Lögreglustjórinn segir rotturnar allar útúrdópaðar en byggingin er sögð í verulega slæmu ásigkomulagi. „Rotturnar eru að éta marijúanað okkar. Þær eru allar í vímu,“ sagði Anne Kirkpatrick, lögreglustjóri New Orleans á nýlegum fundi með borgarstjórn borgarinnar. Hún sagði rottur víðsvegar um höfuðstöðvar lögreglunnar og að lögregluþjónar hefðu fundið rottskít á skrifborðum sínum. Umrædd bygging hefur hýst lögregluna í New Orleans frá 1968 en samkvæmt AP fréttaveitunni stendur til að flytja lögregluna um set. Kirkpatrick tók við sem lögreglustjóri í október og hefur það verkefni að finna nýjar höfuðstöðvar fyrir lögregluna verið í forgangi hjá henni. Talsmenn lögreglunnar hafa ekki svarað fyrirspurnum blaðamanna fréttaveitunnar um það hvernig það uppgötvaðist að rottur hefðu étið fíkniefnin eða hvort það hefði haft áhrif á einhverjar rannsóknir lögreglunnar. Ekki liggur fyrir í hvaða formi umrætt marijúana var þegar rotturnar átu það. Kirkpatrick segir ástandið ekki líðandi. Loftræstikerfi og lyftur í byggingunni virki sjaldan og mygla og kakkalakkar finnist víða í höfuðstöðvunum. Ástandið komi bæði niður á starfsanda og nýtt starfsfólk vilji ekki vinna í húsinu. Þá segir hún að ræstitæknum lögreglunnar sé ekki um að kenna. Þau eigi verðlaun skilið fyrir að reyna að halda byggingunni eins hreinni og þau geta. Meðal þess sem verið er að skoða er að leigja byggingu fyrir lögregluna til tíu ára. Slíkt myndi kosta 7,6 milljónir dala og gefa þeim sem að málinu koma lengri tíma til að finna varanlega lausn. Bandaríkin Dýr Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira
„Rotturnar eru að éta marijúanað okkar. Þær eru allar í vímu,“ sagði Anne Kirkpatrick, lögreglustjóri New Orleans á nýlegum fundi með borgarstjórn borgarinnar. Hún sagði rottur víðsvegar um höfuðstöðvar lögreglunnar og að lögregluþjónar hefðu fundið rottskít á skrifborðum sínum. Umrædd bygging hefur hýst lögregluna í New Orleans frá 1968 en samkvæmt AP fréttaveitunni stendur til að flytja lögregluna um set. Kirkpatrick tók við sem lögreglustjóri í október og hefur það verkefni að finna nýjar höfuðstöðvar fyrir lögregluna verið í forgangi hjá henni. Talsmenn lögreglunnar hafa ekki svarað fyrirspurnum blaðamanna fréttaveitunnar um það hvernig það uppgötvaðist að rottur hefðu étið fíkniefnin eða hvort það hefði haft áhrif á einhverjar rannsóknir lögreglunnar. Ekki liggur fyrir í hvaða formi umrætt marijúana var þegar rotturnar átu það. Kirkpatrick segir ástandið ekki líðandi. Loftræstikerfi og lyftur í byggingunni virki sjaldan og mygla og kakkalakkar finnist víða í höfuðstöðvunum. Ástandið komi bæði niður á starfsanda og nýtt starfsfólk vilji ekki vinna í húsinu. Þá segir hún að ræstitæknum lögreglunnar sé ekki um að kenna. Þau eigi verðlaun skilið fyrir að reyna að halda byggingunni eins hreinni og þau geta. Meðal þess sem verið er að skoða er að leigja byggingu fyrir lögregluna til tíu ára. Slíkt myndi kosta 7,6 milljónir dala og gefa þeim sem að málinu koma lengri tíma til að finna varanlega lausn.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira