Tveir mánuðir í Aron Elís Valur Páll Eiríksson skrifar 15. mars 2024 14:01 Töluvert er í að Aron Elís Þrándarson stígi inn á völlinn með Víkingum og ljóst að hann missir af upphafi Íslandsmótsins. Þó fór betur en áhorfðist. Í leik Víkings við ÍA í Lengjubikarnum 28. febrúar síðastliðinn steig Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður Skagamanna, á Aron í með þeim afleiðingum að Aron sneri upp á ökklann. Hann virtist sárþjáður og var skipt af velli. „Þetta var bara óhapp. Hann steig á mig og ég sneri upp á ökklann,“ sagði Aron Elís við Vísi degi eftir leik. Aron hefur ekki æft síðan en er þrátt fyrir það með Víkingum í æfingaferð á Spáni en þeir koma heim síðar í dag. Vísir sló á þráðinn til Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, sem segir hafa farið betur en áhorfðist en þó sé langt í land. „Hann er betri, til að byrja með leit út fyrir að þetta yrðu tólf til fjórtán vikur en hann er í góðum farvegi. Hann hefur aðeins verið að hreyfa sig hérna úti og við áttum ekkert endilega von á að hann gæti það,“ „Þetta verða ekki þessar tólf til sextán vikur, en það er töluvert í hann. Við erum að miða við miðjan maí, eitthvað svoleiðis,“ segir Arnar í samtali við Vísi. En er þetta ekki þungt högg fyrir Víkinga? „Þetta er bara fótboltinn, Kevin De Bruyne meiðist og allir meiðast: Þú þarft bara að glíma við þetta, það er ekkert flóknara en það,“ segir Arnar. Það er því ljóst að Aron verður ekki tiltækur þegar Víkingar opna Bestu deildina er upphafsleikurinn fer fram á laugardagskvöldið 6. apríl. Stjarnan heimsækir þá Víkina. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH Víkingur Reykjavík Besta deild karla Tengdar fréttir Aron Elís á leið í myndatöku: „Mjög svekkjandi“ Aron Elís Þrándarson, leikmaður Íslandsmeistara Víkings, fór meiddur af velli í leik Víkings og ÍA í Lengjubikar karla í gær. Óljóst er hversu alvarleg meiðslin eru, en Aron kveðst ekki of áhyggjufullur. 29. febrúar 2024 13:56 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Í leik Víkings við ÍA í Lengjubikarnum 28. febrúar síðastliðinn steig Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður Skagamanna, á Aron í með þeim afleiðingum að Aron sneri upp á ökklann. Hann virtist sárþjáður og var skipt af velli. „Þetta var bara óhapp. Hann steig á mig og ég sneri upp á ökklann,“ sagði Aron Elís við Vísi degi eftir leik. Aron hefur ekki æft síðan en er þrátt fyrir það með Víkingum í æfingaferð á Spáni en þeir koma heim síðar í dag. Vísir sló á þráðinn til Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, sem segir hafa farið betur en áhorfðist en þó sé langt í land. „Hann er betri, til að byrja með leit út fyrir að þetta yrðu tólf til fjórtán vikur en hann er í góðum farvegi. Hann hefur aðeins verið að hreyfa sig hérna úti og við áttum ekkert endilega von á að hann gæti það,“ „Þetta verða ekki þessar tólf til sextán vikur, en það er töluvert í hann. Við erum að miða við miðjan maí, eitthvað svoleiðis,“ segir Arnar í samtali við Vísi. En er þetta ekki þungt högg fyrir Víkinga? „Þetta er bara fótboltinn, Kevin De Bruyne meiðist og allir meiðast: Þú þarft bara að glíma við þetta, það er ekkert flóknara en það,“ segir Arnar. Það er því ljóst að Aron verður ekki tiltækur þegar Víkingar opna Bestu deildina er upphafsleikurinn fer fram á laugardagskvöldið 6. apríl. Stjarnan heimsækir þá Víkina. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Tengdar fréttir Aron Elís á leið í myndatöku: „Mjög svekkjandi“ Aron Elís Þrándarson, leikmaður Íslandsmeistara Víkings, fór meiddur af velli í leik Víkings og ÍA í Lengjubikar karla í gær. Óljóst er hversu alvarleg meiðslin eru, en Aron kveðst ekki of áhyggjufullur. 29. febrúar 2024 13:56 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Aron Elís á leið í myndatöku: „Mjög svekkjandi“ Aron Elís Þrándarson, leikmaður Íslandsmeistara Víkings, fór meiddur af velli í leik Víkings og ÍA í Lengjubikar karla í gær. Óljóst er hversu alvarleg meiðslin eru, en Aron kveðst ekki of áhyggjufullur. 29. febrúar 2024 13:56