Hjúkrunarfræðingur neitaði að taka hraðpróf og fær ekki krónu Árni Sæberg skrifar 15. mars 2024 16:32 Hjúkrunarfræðingurinn neitaði að gangast undir hraðpróf við Covid-19, þegar omíkron-afbrigði veirunnar geisaði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur sýknað heilbrigðisfyrirtæki af öllum kröfum konu, sem höfðaði máli til heimtu skaðabóta eftir að ráðningarsamningi hennar var rift. Landsréttur taldi konuna hafa gerst seka um verulega vanefnd á ráðningarsamningi með því að neita að taka Covid-19 hraðpróf. Konan, sem starfaði sem skurðhjúkrunarfræðingur, stefndi einkareknu heilbrigðisfyrirtæki sem hún starfaði fyrir vegna uppsagnarinnar. Hún krafðist rúmra fimm milljóna króna í bætur. Konan krafðist þess að fá greiddan uppsagnarfrest og miskabætur á þeim grundvelli að uppsögnin hefði verið einhliða og ólögmæt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem staðfestur var af Landsrétti, sagði að konan hafi meðal annars mannað skurðstofu við aðgerðir, þrifið áhöld fyrir aðgerðir, undirbúið skurðstofu og sinnt sjúklingum sem gengust undir aðgerð. Fyrirtækið geri meðal annars liðskiptiaðgerðir, efnaskiptaaðgerðir og sinnir lýtalækningum. Fyrirtækið sagði konunni upp eftir að hún gerði yfirmönnum sínum ljóst að hún ætlaði ekki að verða við fyrirmælum þeirra um að starfsmenn þyrftu að gangast undir hraðpróf vegna kórónuveirunnar í desember árið 2021. Í dómi Landsréttar segir að konan og fyrirtækið hafi deilt um það hvenær konan hefði fyrst fengið vitneskju um fyrirmæli fyrirtækisins þess efnis að starfsmenn þess skyldu fara í Covid-19 hraðpróf, hvort hún hafi neitað að gangast undir hraðpróf og hvenær hún hefði fyrst fengið vitneskju um að ráðningarsamningi við hana yrði rift. Hafi mátt vita að hún yrði rekin Í dómi Landsréttar var tekið undir þá niðurstöðu héraðsdóms að sannað væri að konan hefði eigi síðar en í upphafi vinnudags 20. desember 2021 fengið vitneskju um að starfsfólk fyrirtækisins ætti að fara í hraðpróf, að henni hefði á fundi eftir hádegi sama dag verið gerð grein fyrir því að henni yrði vikið fyrirvaralaust úr starfi ef hún samþykkti ekki fyrirmæli um að gangast undir hraðpróf og loks að hún hefði verið búin að neita að gangast undir hraðpróf þegar hún fékk bréf fyrirtækisins 21. desember 2021 með útskýringum á ákvörðun um riftun ráðningarsamnings. Veruleg vanefnd að taka ekki hraðpróf fyrir aðgerð Landsréttur tók einnig fram að konan hefði ekki brugðist við fullyrðingum í bréfi fyrirtækisins fyrr en mánuði síðar, en fullt tilefni hefði verið fyrir hana að bregðast strax við, teldi hún að fullyrðingarnar væru rangar og að ráðningarsamningnum hefði verið rift á þeim grunni. Þá yrði ekki annað ráðið af ákvörðun konunnar um að mæta ekki til vinnu 21. desember 2021 en að hún hafi fyrir upphaf þess vinnudags vitað að ráðningarsamningi hennar hefði verið rift. Einnig leit Landsréttur til þess að við þær aðstæður sem upp voru komnar gæti ekki komið til þess að konan innti af hendi vinnu sína, en í því hafi ótvírætt falist veruleg vanefnd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Konan, sem starfaði sem skurðhjúkrunarfræðingur, stefndi einkareknu heilbrigðisfyrirtæki sem hún starfaði fyrir vegna uppsagnarinnar. Hún krafðist rúmra fimm milljóna króna í bætur. Konan krafðist þess að fá greiddan uppsagnarfrest og miskabætur á þeim grundvelli að uppsögnin hefði verið einhliða og ólögmæt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem staðfestur var af Landsrétti, sagði að konan hafi meðal annars mannað skurðstofu við aðgerðir, þrifið áhöld fyrir aðgerðir, undirbúið skurðstofu og sinnt sjúklingum sem gengust undir aðgerð. Fyrirtækið geri meðal annars liðskiptiaðgerðir, efnaskiptaaðgerðir og sinnir lýtalækningum. Fyrirtækið sagði konunni upp eftir að hún gerði yfirmönnum sínum ljóst að hún ætlaði ekki að verða við fyrirmælum þeirra um að starfsmenn þyrftu að gangast undir hraðpróf vegna kórónuveirunnar í desember árið 2021. Í dómi Landsréttar segir að konan og fyrirtækið hafi deilt um það hvenær konan hefði fyrst fengið vitneskju um fyrirmæli fyrirtækisins þess efnis að starfsmenn þess skyldu fara í Covid-19 hraðpróf, hvort hún hafi neitað að gangast undir hraðpróf og hvenær hún hefði fyrst fengið vitneskju um að ráðningarsamningi við hana yrði rift. Hafi mátt vita að hún yrði rekin Í dómi Landsréttar var tekið undir þá niðurstöðu héraðsdóms að sannað væri að konan hefði eigi síðar en í upphafi vinnudags 20. desember 2021 fengið vitneskju um að starfsfólk fyrirtækisins ætti að fara í hraðpróf, að henni hefði á fundi eftir hádegi sama dag verið gerð grein fyrir því að henni yrði vikið fyrirvaralaust úr starfi ef hún samþykkti ekki fyrirmæli um að gangast undir hraðpróf og loks að hún hefði verið búin að neita að gangast undir hraðpróf þegar hún fékk bréf fyrirtækisins 21. desember 2021 með útskýringum á ákvörðun um riftun ráðningarsamnings. Veruleg vanefnd að taka ekki hraðpróf fyrir aðgerð Landsréttur tók einnig fram að konan hefði ekki brugðist við fullyrðingum í bréfi fyrirtækisins fyrr en mánuði síðar, en fullt tilefni hefði verið fyrir hana að bregðast strax við, teldi hún að fullyrðingarnar væru rangar og að ráðningarsamningnum hefði verið rift á þeim grunni. Þá yrði ekki annað ráðið af ákvörðun konunnar um að mæta ekki til vinnu 21. desember 2021 en að hún hafi fyrir upphaf þess vinnudags vitað að ráðningarsamningi hennar hefði verið rift. Einnig leit Landsréttur til þess að við þær aðstæður sem upp voru komnar gæti ekki komið til þess að konan innti af hendi vinnu sína, en í því hafi ótvírætt falist veruleg vanefnd
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira