Virði lýðræðis Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 17. mars 2024 09:00 Hver á embætti forseta Íslands? Þjóðin. Hver getur boðið sig fram til embættis forseta Íslands? Allir Íslendingar (einstaklingar með íslenskan ríkisborgararétt) sem náð hafa 35 ára aldri. Þetta er eina sjálfstæða, frjálsa og óháða embættið sem þjóðin á sameiginlega. Umræða hefur skapast um frekari takmarkanir á aðgengi þjóðarinnar til eigins embættis. Nú þarf að lágmarki 1500 meðmæli (að hámarki 3000) sem dreifast um landið til að komast að sem frambjóðandi. Núverandi forsætisráðherra vill auka meðmælendafjölda í yfir 12000, eða um 5% þjóðarinnar hverju sinni. Þessu er ég hróplega ósammála og skal ég útskýra mína afstöðu hér kýrskírt og klárt á einfaldan máta. Ég er sjálfstæð, frjáls og óháð í mínu framboði til forseta. Ég kem fyrir þjóðina - ekki sjálfa mig, ekki valdið og ekki metorð. Pólitíkin sér um sína. Frambjóðandi sem á pólitíkina sem vinkonu mætir seint til framboðs, með vel smurða og taktfasta maskínu með þétt tengslanet. Það er þekkt aðferð. Frambjóðandi sem kemur úr opinbera geiranum gerir svipað. Viðkomandi er okkur þekkt/ur í gegnum vel unnin störf í okkar þágu og hefur fengið kynningu á andliti sínu og nafni í gegnum sín góðu störf, en kynningin er greidd af þjóðinni, því við höldum opinbera kerfinu gangandi í gegnum skattkerfið. Þessi einstaklingur á líka gott og haldbært tengslanet í gegnum sitt starf, sem þjóðin greiðir fyrir. Ég er sjálfstæður atvinnurekandi, óflokksbundin og er að sækja umboð mitt til þjóðarinnar í okkar eina sameiginlega sjálfstæða, frjálsa og óháða embætti. Ég hef undirbúið mig í 2 ár fyrir þessa vegferð, enda framkvæmi ég hluti vel og ígrundað. Ég á ekki maskínu né risavaxið tengslanet. Ég þarf að kynna mig og sækja mín meðmæli með því að mæta beint til fólksins. Núna er ég á hringferð í kringum landið að spjalla við þjóðina, heyra hvað okkur finnst um stöðu Íslands, fyrir hvað við stöndum, finna hvernig okkur líður – og eðlilega til að sýna fólki hver og hvernig ég er – og safna að lágmarki 1500 meðmælum. Mér er alls staðar afar vel tekið og fólkið er samhliða að ala upp sinn forseta. Ég er að sinna lýðræðinu með virkri þátttöku fyrir okkar hönd á eigin kostnað. Áttum okkur á því að framboð er ekki gefins vegferð. Mín vegferð er mín fjárfesting í okkar björtu framtíð. Ef ég ætti að safna meðmælum frá 5% þjóðarinnar kæmist ég aldrei að sem frambjóðandi. Það er of bratt fyrir hina venjulegu íslensku frjálsu, sjálfstæðu og óháðu konu. Aukning á meðmælafjölda er hefting á lýðræðið og takmörkun á lýðræðinu mun ég aldrei samþykkja sem forseti og velja fyrir mína þjóð. Á Íslandi eigum við öll rétt á að komast að og ef það er erfitt að velja úr vegna fjölda frambjóðenda eru það lúxusforréttindi því víða í alþjóðaþorpinu er lýðræðið misnotað, illa stundað eða hreinlega ekki fyrir hendi. Betur hugnast mér að leyfa öllum viljugum að komast að og hafa tvær umferðir til kjörs og þrengja þannig frambjóðendahópinn. Enn fremur uni ég því illa að ákvarðanir á takmörkunum á aðgengi að okkar sameiginlega embætti séu teknar af öðrum en þjóðinni sjálfri. Sem forseti mun ég hafa vald fyrir okkar hönd til að leggja fram breytingu á meðmælendafjölda. Það er mér ljúft og skylt að gera og mun framkvæma. En ég mun spyrja þjóðina, ekki Alþingi, því þjóðin á að velja sína eigin leið – óháð og sjálfstæð. Þess ber að geta að allir okkar forsetar hafa verið úr opinbera geiranum og nokkrir úr pólitík samhliða. Ég verð fyrsti sjálfstæði atvinnurekandinn og önnur konan til að þjóna okkur í þessu embætti – en til þess að komast þangað þarf að lyfta mér upp og áfram og yfir um - og byrja á því að mæla með mér. Val er vald og valdið er okkar. Hjálpið mér að standa vörð um okkar embætti og iðkum okkar lýðræðislegu réttindi af öllu afli. Stöndum með okkur sjálfum og munum hver við erum og hvaðan við komum. Annað - fyrst ég er með ykkur á línunni - ég mun aldrei tala annað er beinskeytta kurteisa íslensku við þjóðina eða fyrir okkar hönd því hin stórkostlegu og dýrmætu réttindin sem við eigum og ber að virða og iðka eru frelsi sjálfstæðrar og óheftrar tjáningar. Ráðið sem ég fæ ítrekað frá fólkinu er „vertu þú sjálf“. Ég þakka samtalið og uppeldið. Það sem þið sjáið er það sem þið fáið – og veljið. Val er vald. Höfundur safnar meðmælum til framboðs forseta Íslands 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Hver á embætti forseta Íslands? Þjóðin. Hver getur boðið sig fram til embættis forseta Íslands? Allir Íslendingar (einstaklingar með íslenskan ríkisborgararétt) sem náð hafa 35 ára aldri. Þetta er eina sjálfstæða, frjálsa og óháða embættið sem þjóðin á sameiginlega. Umræða hefur skapast um frekari takmarkanir á aðgengi þjóðarinnar til eigins embættis. Nú þarf að lágmarki 1500 meðmæli (að hámarki 3000) sem dreifast um landið til að komast að sem frambjóðandi. Núverandi forsætisráðherra vill auka meðmælendafjölda í yfir 12000, eða um 5% þjóðarinnar hverju sinni. Þessu er ég hróplega ósammála og skal ég útskýra mína afstöðu hér kýrskírt og klárt á einfaldan máta. Ég er sjálfstæð, frjáls og óháð í mínu framboði til forseta. Ég kem fyrir þjóðina - ekki sjálfa mig, ekki valdið og ekki metorð. Pólitíkin sér um sína. Frambjóðandi sem á pólitíkina sem vinkonu mætir seint til framboðs, með vel smurða og taktfasta maskínu með þétt tengslanet. Það er þekkt aðferð. Frambjóðandi sem kemur úr opinbera geiranum gerir svipað. Viðkomandi er okkur þekkt/ur í gegnum vel unnin störf í okkar þágu og hefur fengið kynningu á andliti sínu og nafni í gegnum sín góðu störf, en kynningin er greidd af þjóðinni, því við höldum opinbera kerfinu gangandi í gegnum skattkerfið. Þessi einstaklingur á líka gott og haldbært tengslanet í gegnum sitt starf, sem þjóðin greiðir fyrir. Ég er sjálfstæður atvinnurekandi, óflokksbundin og er að sækja umboð mitt til þjóðarinnar í okkar eina sameiginlega sjálfstæða, frjálsa og óháða embætti. Ég hef undirbúið mig í 2 ár fyrir þessa vegferð, enda framkvæmi ég hluti vel og ígrundað. Ég á ekki maskínu né risavaxið tengslanet. Ég þarf að kynna mig og sækja mín meðmæli með því að mæta beint til fólksins. Núna er ég á hringferð í kringum landið að spjalla við þjóðina, heyra hvað okkur finnst um stöðu Íslands, fyrir hvað við stöndum, finna hvernig okkur líður – og eðlilega til að sýna fólki hver og hvernig ég er – og safna að lágmarki 1500 meðmælum. Mér er alls staðar afar vel tekið og fólkið er samhliða að ala upp sinn forseta. Ég er að sinna lýðræðinu með virkri þátttöku fyrir okkar hönd á eigin kostnað. Áttum okkur á því að framboð er ekki gefins vegferð. Mín vegferð er mín fjárfesting í okkar björtu framtíð. Ef ég ætti að safna meðmælum frá 5% þjóðarinnar kæmist ég aldrei að sem frambjóðandi. Það er of bratt fyrir hina venjulegu íslensku frjálsu, sjálfstæðu og óháðu konu. Aukning á meðmælafjölda er hefting á lýðræðið og takmörkun á lýðræðinu mun ég aldrei samþykkja sem forseti og velja fyrir mína þjóð. Á Íslandi eigum við öll rétt á að komast að og ef það er erfitt að velja úr vegna fjölda frambjóðenda eru það lúxusforréttindi því víða í alþjóðaþorpinu er lýðræðið misnotað, illa stundað eða hreinlega ekki fyrir hendi. Betur hugnast mér að leyfa öllum viljugum að komast að og hafa tvær umferðir til kjörs og þrengja þannig frambjóðendahópinn. Enn fremur uni ég því illa að ákvarðanir á takmörkunum á aðgengi að okkar sameiginlega embætti séu teknar af öðrum en þjóðinni sjálfri. Sem forseti mun ég hafa vald fyrir okkar hönd til að leggja fram breytingu á meðmælendafjölda. Það er mér ljúft og skylt að gera og mun framkvæma. En ég mun spyrja þjóðina, ekki Alþingi, því þjóðin á að velja sína eigin leið – óháð og sjálfstæð. Þess ber að geta að allir okkar forsetar hafa verið úr opinbera geiranum og nokkrir úr pólitík samhliða. Ég verð fyrsti sjálfstæði atvinnurekandinn og önnur konan til að þjóna okkur í þessu embætti – en til þess að komast þangað þarf að lyfta mér upp og áfram og yfir um - og byrja á því að mæla með mér. Val er vald og valdið er okkar. Hjálpið mér að standa vörð um okkar embætti og iðkum okkar lýðræðislegu réttindi af öllu afli. Stöndum með okkur sjálfum og munum hver við erum og hvaðan við komum. Annað - fyrst ég er með ykkur á línunni - ég mun aldrei tala annað er beinskeytta kurteisa íslensku við þjóðina eða fyrir okkar hönd því hin stórkostlegu og dýrmætu réttindin sem við eigum og ber að virða og iðka eru frelsi sjálfstæðrar og óheftrar tjáningar. Ráðið sem ég fæ ítrekað frá fólkinu er „vertu þú sjálf“. Ég þakka samtalið og uppeldið. Það sem þið sjáið er það sem þið fáið – og veljið. Val er vald. Höfundur safnar meðmælum til framboðs forseta Íslands 2024.
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar