Samþykkja tilboð Landsbankans í TM Jón Þór Stefánsson skrifar 17. mars 2024 17:48 Kaupverðið verður samkvæmt tilboðinu 28,6 milljarðar króna. Kviku banka hafa borist skuldbindandi tilboð um kaup á hlutafé TM trygginga hf. en bankinn hefur verið með TM í söluferli í samræmi við tilkynningu þann 17. nóvember 2023 og síðari tilkynningar þess efnis. Kaupverðið verður samkvæmt tilboðinu 28,6 milljarðar króna og mun Landsbankinn greiða fyrir hlutaféð með reiðufé. Búist er við því að kaupverðið muni taka breytingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku. „Eftir að hafa metið tilboðin með ráðgjöfum sínum hefur stjórn Kviku ákveðið að taka tilboði Landsbankans hf. með það að markmiði að ljúka endanlegri áreiðanleikakönnun og undirrita kaupsamning milli bankanna um kaup og sölu 100% hlutafjár TM eins fljótt og auðið er, með hefðbundnum fyrirvörum, s.s. samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Samkeppniseftirlitsins,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að kaupverðið miðist við efnahagsreikning TM í lok árs 2023. „Endanlegt kaupverð verður aðlagað miðað við breytingar á efnislegu eigin fé TM frá upphafi árs 2024 til afhendingardags en fjárhæð breytingarinnar mun bætast við eða dragast frá kaupverðinu í tilboðinu.“ Þá segir að samkvæmt rekstrarspá TM sé gert ráð fyrir að hagnaður félagsins verði rúmlega þrír milljarðar króna á rekstrarárinu 2024. Eignarhlutur Kviku í TM í lok árs 2023 var bókfærður á samtals 26,8 milljarða króna. „Við erum mjög ánægð með að söluferli Kviku á TM sé nú komið á þann stað að hægt sé að ganga að kauptilboði Landsbankans með það að markmiði að ljúka sölunni. Ef ferlið leiðir til undirritunar kaupsamnings verður það til hagsbóta fyrir alla aðila, Kviku, Landsbankann og TM, viðskiptavini þeirra, hluthafa og aðra hagaðila,“ er haft eftir Ármann Þorvaldsson, forstjóra Kviku. Í tilkynningu á vef Landsbankans er einnig greint frá viðskiptunum. Þar er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans: „Með því að bæta tryggingarekstri við starfsemi bankans getum við boðið viðskiptavinum okkar enn betri og fjölbreyttari þjónustu. Kaup á TM er góð fjárfesting sem styrkir rekstur bankans og gerir hann verðmætari til framtíðar, enda er TM traust tryggingafélag með gott og reynslumikið starfsfólk. Saman erum við með öfluga starfsemi um allt land og í góðri stöðu til að sækja fram. Við vitum hvernig á að veita framúrskarandi fjármálaþjónustu, eins og sést m.a. á því að við höfum verið efst á bankamarkaði í Íslensku ánægjuvoginni fimm ár í röð.“ Í tilkynningunni segir að um síðustu áramót hafi heildareignir Landsbankans verið 1.961 milljarður króna og eigið fé verið 304 milljarðar króna. Hagnaður bankans árið 2023 nam 33,6 milljörðum króna og samkvæmt tillögu til aðalfundar mun bankinn greiða 16,5 milljarða króna í arð á þessu ári. „Ekki er gert ráð fyrir að kaupin hafi áhrif á arðgreiðslustefnu bankans, sem er að greiða a.m.k. 50% af hagnaði fyrra árs í arð til hluthafa,“ segir í tilkynningunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Kaup Landsbankans á TM Kvika banki Landsbankinn Tryggingar Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira
Kaupverðið verður samkvæmt tilboðinu 28,6 milljarðar króna og mun Landsbankinn greiða fyrir hlutaféð með reiðufé. Búist er við því að kaupverðið muni taka breytingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku. „Eftir að hafa metið tilboðin með ráðgjöfum sínum hefur stjórn Kviku ákveðið að taka tilboði Landsbankans hf. með það að markmiði að ljúka endanlegri áreiðanleikakönnun og undirrita kaupsamning milli bankanna um kaup og sölu 100% hlutafjár TM eins fljótt og auðið er, með hefðbundnum fyrirvörum, s.s. samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Samkeppniseftirlitsins,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að kaupverðið miðist við efnahagsreikning TM í lok árs 2023. „Endanlegt kaupverð verður aðlagað miðað við breytingar á efnislegu eigin fé TM frá upphafi árs 2024 til afhendingardags en fjárhæð breytingarinnar mun bætast við eða dragast frá kaupverðinu í tilboðinu.“ Þá segir að samkvæmt rekstrarspá TM sé gert ráð fyrir að hagnaður félagsins verði rúmlega þrír milljarðar króna á rekstrarárinu 2024. Eignarhlutur Kviku í TM í lok árs 2023 var bókfærður á samtals 26,8 milljarða króna. „Við erum mjög ánægð með að söluferli Kviku á TM sé nú komið á þann stað að hægt sé að ganga að kauptilboði Landsbankans með það að markmiði að ljúka sölunni. Ef ferlið leiðir til undirritunar kaupsamnings verður það til hagsbóta fyrir alla aðila, Kviku, Landsbankann og TM, viðskiptavini þeirra, hluthafa og aðra hagaðila,“ er haft eftir Ármann Þorvaldsson, forstjóra Kviku. Í tilkynningu á vef Landsbankans er einnig greint frá viðskiptunum. Þar er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans: „Með því að bæta tryggingarekstri við starfsemi bankans getum við boðið viðskiptavinum okkar enn betri og fjölbreyttari þjónustu. Kaup á TM er góð fjárfesting sem styrkir rekstur bankans og gerir hann verðmætari til framtíðar, enda er TM traust tryggingafélag með gott og reynslumikið starfsfólk. Saman erum við með öfluga starfsemi um allt land og í góðri stöðu til að sækja fram. Við vitum hvernig á að veita framúrskarandi fjármálaþjónustu, eins og sést m.a. á því að við höfum verið efst á bankamarkaði í Íslensku ánægjuvoginni fimm ár í röð.“ Í tilkynningunni segir að um síðustu áramót hafi heildareignir Landsbankans verið 1.961 milljarður króna og eigið fé verið 304 milljarðar króna. Hagnaður bankans árið 2023 nam 33,6 milljörðum króna og samkvæmt tillögu til aðalfundar mun bankinn greiða 16,5 milljarða króna í arð á þessu ári. „Ekki er gert ráð fyrir að kaupin hafi áhrif á arðgreiðslustefnu bankans, sem er að greiða a.m.k. 50% af hagnaði fyrra árs í arð til hluthafa,“ segir í tilkynningunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kaup Landsbankans á TM Kvika banki Landsbankinn Tryggingar Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira