Lýsir yfir vonbrigðum og krefst frestunar aðalfundar Árni Sæberg skrifar 18. mars 2024 21:57 Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslu ríkisins. Stöð 2/Rúnar Bankasýsla ríkisins hefur lýst yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðs Landsbankans um kaup bankans á TM. Bankasýslan krefst þess að aðalfundi Landsbankans verði frestað um fjórar vikur vegna fyrirséðra áhrifa kaupanna á dagskrá, umræður og niðurstöður fundarins. Þetta segir í bréfi Bankasýslunnar til bankaráðs Landsbankans. Í bréfinu vísar Jón Gunnar Jónsson, forstjóri bankasýslunnar til tilkynningar Kviku banka þar sem upplýst var að um að Kvika hefði ákveðið að taka tilboði Landsbankans um kaup á öllu hlutafé í TM tryggingum. „BR, sem fer með 98,2 prósent hlut í Landsbankanum fyrir hönd ráðherra, lýsir yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf um ofangreind viðskipti,“ segir í bréfi Bankasýslunnar. Hafi borið að upplýsa Bankasýsluna Í bréfinu segir að samkvæmt ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri NBI hf. (nú Landsbankans hf.), milli BR og stjórnar Landsbankans frá því í desember 2010, beri Landsbankanum án tafar að upplýsa hluthafa um öll mikilvæg mál sem upp kunna að koma, eða eru ákveðin af bankanum og gætu haft afgerandi áhrif á rekstur og efnahag. Jafnframt skuli bankinn upplýsa BR um öll mikilvæg mál sem upp kunna koma eða eru ákveðin af bankanum og kunna að hafa áhrif á atriði er varða samninginn. Þess beri að geta að eigendastefna ríkisins sé fylgiskjal með samningnum. Krefjast frestunar og greinargerðar „Það er mat BR að tilboð Landsbankans í 100% eignarhlut TM sé þess eðlis að Landsbankanum hafi borið að upplýsa BR um það með skýrum og formlegum hætti og með eðlilegum fyrirvara. Þar sem það var ekki gert óskar BR eftir því að bankaráð Landsbankans skili stofnuninni greinargerð um ofangreind viðskipti, þar sem m.a. er lýst aðdraganda tilboðsins, framvindu þess og ákvarðanatöku, forsendum og rökum viðskiptanna, skyldum Landsbankans gagnvart BR skv. samningi aðila frá desember 2010 og ákvæðum eigendastefnu ríkisins. Þá er þess sérstaklega óskað að gerð verði grein fyrir því hvernig þessi viðskipti hafa áhrif á áhættu í rekstri bankans og getu hans til arðgreiðslna til hluthafa eða annars konar ráðstöfunar á umfram eiginfé. Þess er óskað að greinargerð þessi verði afhent innan 7 daga frá dagsetningu bréfs þessa.“ Í ljósi þess að Bankasýslan telji að þær upplýsingar, sem beðið er um í greinargerð Landsbankans, geti haft mikil áhrif á dagskrá, umræður og niðurstöður fyrirhugaðs aðalfundar Landsbankans þann 20. mars næstkomandi sé þess hér með krafist að bankaráð Landsbankans fresti aðalfundi um fjórar vikur. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Kvika banki Kaup Landsbankans á TM Tengdar fréttir Bankastjóri segir það hennar hlutverk að reka Landsbankann Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðra kaupa bankans á TM tryggingum. Það sé hins vegar hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. 18. mars 2024 19:20 Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22 Telur að Kvika greiði út um fimmtán milljarða við söluna á TM Söluverð Kviku á TM var í samræmi við væntingar hlutabréfagreinenda sem telur að Kvika verði „sterkari“ eftir söluna en segir slæmt að fjárþurfa ríkissjóður sé með þessum kaupum Landsbankans að „dæla peningum inn í hagkerfið með vinstri hendinni.“ Sjóðstjóri reiknar með að Kvika muni greiða út um fimmtán milljarða samhliða sölunni í formi arðgreiðslna eða endurkaupum á eigin bréfum og hluthafar fái því ríflegan hluta söluverðsins til sín. 18. mars 2024 15:58 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Þetta segir í bréfi Bankasýslunnar til bankaráðs Landsbankans. Í bréfinu vísar Jón Gunnar Jónsson, forstjóri bankasýslunnar til tilkynningar Kviku banka þar sem upplýst var að um að Kvika hefði ákveðið að taka tilboði Landsbankans um kaup á öllu hlutafé í TM tryggingum. „BR, sem fer með 98,2 prósent hlut í Landsbankanum fyrir hönd ráðherra, lýsir yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf um ofangreind viðskipti,“ segir í bréfi Bankasýslunnar. Hafi borið að upplýsa Bankasýsluna Í bréfinu segir að samkvæmt ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri NBI hf. (nú Landsbankans hf.), milli BR og stjórnar Landsbankans frá því í desember 2010, beri Landsbankanum án tafar að upplýsa hluthafa um öll mikilvæg mál sem upp kunna að koma, eða eru ákveðin af bankanum og gætu haft afgerandi áhrif á rekstur og efnahag. Jafnframt skuli bankinn upplýsa BR um öll mikilvæg mál sem upp kunna koma eða eru ákveðin af bankanum og kunna að hafa áhrif á atriði er varða samninginn. Þess beri að geta að eigendastefna ríkisins sé fylgiskjal með samningnum. Krefjast frestunar og greinargerðar „Það er mat BR að tilboð Landsbankans í 100% eignarhlut TM sé þess eðlis að Landsbankanum hafi borið að upplýsa BR um það með skýrum og formlegum hætti og með eðlilegum fyrirvara. Þar sem það var ekki gert óskar BR eftir því að bankaráð Landsbankans skili stofnuninni greinargerð um ofangreind viðskipti, þar sem m.a. er lýst aðdraganda tilboðsins, framvindu þess og ákvarðanatöku, forsendum og rökum viðskiptanna, skyldum Landsbankans gagnvart BR skv. samningi aðila frá desember 2010 og ákvæðum eigendastefnu ríkisins. Þá er þess sérstaklega óskað að gerð verði grein fyrir því hvernig þessi viðskipti hafa áhrif á áhættu í rekstri bankans og getu hans til arðgreiðslna til hluthafa eða annars konar ráðstöfunar á umfram eiginfé. Þess er óskað að greinargerð þessi verði afhent innan 7 daga frá dagsetningu bréfs þessa.“ Í ljósi þess að Bankasýslan telji að þær upplýsingar, sem beðið er um í greinargerð Landsbankans, geti haft mikil áhrif á dagskrá, umræður og niðurstöður fyrirhugaðs aðalfundar Landsbankans þann 20. mars næstkomandi sé þess hér með krafist að bankaráð Landsbankans fresti aðalfundi um fjórar vikur.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Kvika banki Kaup Landsbankans á TM Tengdar fréttir Bankastjóri segir það hennar hlutverk að reka Landsbankann Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðra kaupa bankans á TM tryggingum. Það sé hins vegar hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. 18. mars 2024 19:20 Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22 Telur að Kvika greiði út um fimmtán milljarða við söluna á TM Söluverð Kviku á TM var í samræmi við væntingar hlutabréfagreinenda sem telur að Kvika verði „sterkari“ eftir söluna en segir slæmt að fjárþurfa ríkissjóður sé með þessum kaupum Landsbankans að „dæla peningum inn í hagkerfið með vinstri hendinni.“ Sjóðstjóri reiknar með að Kvika muni greiða út um fimmtán milljarða samhliða sölunni í formi arðgreiðslna eða endurkaupum á eigin bréfum og hluthafar fái því ríflegan hluta söluverðsins til sín. 18. mars 2024 15:58 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Bankastjóri segir það hennar hlutverk að reka Landsbankann Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðra kaupa bankans á TM tryggingum. Það sé hins vegar hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. 18. mars 2024 19:20
Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22
Telur að Kvika greiði út um fimmtán milljarða við söluna á TM Söluverð Kviku á TM var í samræmi við væntingar hlutabréfagreinenda sem telur að Kvika verði „sterkari“ eftir söluna en segir slæmt að fjárþurfa ríkissjóður sé með þessum kaupum Landsbankans að „dæla peningum inn í hagkerfið með vinstri hendinni.“ Sjóðstjóri reiknar með að Kvika muni greiða út um fimmtán milljarða samhliða sölunni í formi arðgreiðslna eða endurkaupum á eigin bréfum og hluthafar fái því ríflegan hluta söluverðsins til sín. 18. mars 2024 15:58