„Ég hata þau öll“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2024 07:01 Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe mun án efa vera mikið í fréttum næstu misseri. Getty Images/Bryn Lennon Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihlutaeigandi Manchester United, skóf ekki ofan af því er hann var spurður hvaða lið hann vildi sjá vinna ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. „Ég hata þau öll“ var einfaldlega svarið. Ratcliffe og fyrirtæki hans INEOS keyptu fyrr á þessu ári 27,7 prósent hlut í Man United. Fékk Ratcliffe í kjölfarið yfirumsjón með öllu sem við kemur knattspyrnu hjá félaginu á meðan Glazer-fjölskyldan, sem er enn meirihlutaeigandi, fylgist með frá Ameríku. Sir Jim Ratcliffe: Which team do I want to win the PL title? I hate them all, they are all the enemy! . I couldn t possibly choose. It would be good for Arteta, because he has done really well and Arsenal have been patient with him . pic.twitter.com/i5JVqZxtt3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 19, 2024 Ratcliffe er þegar byrjaður að taka til á skrifstofu félagsins og reikna má með þónokkrum breytingum á leikmannahópi liðsins í sumar. Ratcliffe var í hlaðvarpsviðtali nýverið þar sem hann var spurður út í hina gríðarlega spennandi toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. „Ég hata þau öll. Þau eru öll „óvinurinn. Ég gæti ekki mögulega valið eitt,“ sagði Ratcliffe fyrst en á endanum sagðist hann frekar vilja sjá Arsenal vinna titilinn heldur en Liverpool eða Manchester City. Þá hrósaði hann Arsenal fyrir að standa við bakið á Mikel Arteta en sá átti ekki sjö dagana sæla í upphafi þjálfaraferils síns hjá Skyttunum. Hvort það gefi til kynna að Ratcliffe ætli að halda sig við Erik ten Hag verður ósagt látið en hann nefndi sérstaklega þolinmæði stjórnenda Arsenal þegar liðið endaði í 8. sæti fyrstu tvö tímabilin undir stjórn Spánverjans. Sir Jim Ratcliffe says he would rather find the next Kylian Mbappe for Manchester United than pay a fortune for the France forward — Sky Sports News (@SkySportsNews) March 19, 2024 Hvað leikmannamál varðar þá vill Ratcliffe ekki sjá félagið eyða himinháum upphæðum í leikmenn á borð við Kylian Mbappé. Hann vill finna næsta Mbappé, næsta Jude Bellingham eða næsta Roy Keane. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Cecilía í liði ársins Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Ratcliffe og fyrirtæki hans INEOS keyptu fyrr á þessu ári 27,7 prósent hlut í Man United. Fékk Ratcliffe í kjölfarið yfirumsjón með öllu sem við kemur knattspyrnu hjá félaginu á meðan Glazer-fjölskyldan, sem er enn meirihlutaeigandi, fylgist með frá Ameríku. Sir Jim Ratcliffe: Which team do I want to win the PL title? I hate them all, they are all the enemy! . I couldn t possibly choose. It would be good for Arteta, because he has done really well and Arsenal have been patient with him . pic.twitter.com/i5JVqZxtt3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 19, 2024 Ratcliffe er þegar byrjaður að taka til á skrifstofu félagsins og reikna má með þónokkrum breytingum á leikmannahópi liðsins í sumar. Ratcliffe var í hlaðvarpsviðtali nýverið þar sem hann var spurður út í hina gríðarlega spennandi toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. „Ég hata þau öll. Þau eru öll „óvinurinn. Ég gæti ekki mögulega valið eitt,“ sagði Ratcliffe fyrst en á endanum sagðist hann frekar vilja sjá Arsenal vinna titilinn heldur en Liverpool eða Manchester City. Þá hrósaði hann Arsenal fyrir að standa við bakið á Mikel Arteta en sá átti ekki sjö dagana sæla í upphafi þjálfaraferils síns hjá Skyttunum. Hvort það gefi til kynna að Ratcliffe ætli að halda sig við Erik ten Hag verður ósagt látið en hann nefndi sérstaklega þolinmæði stjórnenda Arsenal þegar liðið endaði í 8. sæti fyrstu tvö tímabilin undir stjórn Spánverjans. Sir Jim Ratcliffe says he would rather find the next Kylian Mbappe for Manchester United than pay a fortune for the France forward — Sky Sports News (@SkySportsNews) March 19, 2024 Hvað leikmannamál varðar þá vill Ratcliffe ekki sjá félagið eyða himinháum upphæðum í leikmenn á borð við Kylian Mbappé. Hann vill finna næsta Mbappé, næsta Jude Bellingham eða næsta Roy Keane.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Cecilía í liði ársins Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira