Af hverju ekki ketó? Dögg Guðmundsdóttir skrifar 20. mars 2024 10:01 Síðustu ár hefur ketó mataræðið og lágkolvetna mataræði náð ákveðnum vinsældum hér á landi. Ketó mataræðið einkennist af mjög lágri inntöku kolvetna og þar af leiðandi mikilli neyslu á fitu auk próteina. Helsta markmiðið er þyngdartap, en þar er aðeins hálf sagan sögð þar sem þyngdartapinu fylgir í langflestum tilfellum þyngdaraukning aftur. Bætt heilsa, aukinn skýrleiki, meiri orka, jafnvægi á hormónastarfsemina og fleiri fullyrðingar hafa einnig verið notaðar til að dásama kosti mataræðisins. Einnig hafa sumir talað um að mataræðið sé góð forvörn gegn krabbameinum og sykursýki 2, líkt og önnur mataræði og kúrar hafa lofað. Hvaðan kemur ketó mataræðið? Mataræðið var sett fram sem meðferð fyrir sykursýki og flogaveiki árið 1921 af Dr. Wilder. Það reyndist vel og var lengi nýtt sem úrræði. Seinna með tilkomu flogaveikislyfja þótti mataræðið ekki jafn nauðsynlegt. Það fór svo aftur að vekja athygli árið 1994 sem hluti af meðferð við flogaveiki 2 ára sonar kvikmyndagerðamanns í Bandaríkjunum. Ketó byggir á mikilli fituneyslu eða um 60-70% af heildarinntöku, prótein neysla ætti að vera 15-30% en kolvetnaneysla á ekki að fara umfram 50 g. Til að setja í samhengi þá samsvarar einn banani og ein brauðsneið um 40 g kolvetna. Langtíma lausnir krefjast langtíma inngrips Sýnt hefur verið fram á að einstaklingar á ketó eru ekki líklegri til að haldast á mataræðinu en á öðrum mataræðum eða kúrum. Mataræðið krefst gríðarlegra breytinga á venjum og einstaklingar þurfa að fylgjast mjög náið með kolvetnainntöku sinni. Þetta getur orsakað hræðslu í garð kolvetna, ýtt undir áráttukennda hegðun og óheilbrigt samband við mat. Mataræðinu geta svo fylgt aukaverkanir, eins og hægðatregða og/eða niðurgangur, vöðvakrampar, hausverkur, vítamínskortur, andremma og auknar líkur á nýrnasteinum. Þetta getur allt haft fráhrindandi áhrif og ýtt enn frekar undir að einstaklingur nái ekki að viðhalda mataræðinu til lengri tíma. Samkvæmt rannsóknum er strangt mataræði með sérstaka áherslu á þyngdartap án annarra inngripa eru ekki líkleg til að viðhaldast til lengri tíma. Ef borin eru saman tvennslags mataræði, annarsvegar kolvetnaríkt mataræði og hinsvegar ketó mataræði, má sjá að þyngdartap beggja hópa er sambærilegt eftir 12 mánuði. Þyngdartap á ketó getur reynst hraðara fyrst um sinn sem má áætla að sé vegna vökvataps. Á meðan einstaklingur er á ketó virðist vera lítil aukning á hormóninu ghrelin, oft kallað hungurhormónið. En eins og áður var komið inná er líklegt að einstaklingur haldist ekki til lengdar á ketó mataræðinu. Þegar hefðbundin neysla á mat hefst aftur, eykst ghrelin myndun og einstaklingur finnur þá fyrir meiri svengd en áður. Því er hætta á að neysla verði umfram þörf og löngunin verði þá frekar í næringarsnauðari orkugjafar og einstaklingur þyngist aftur. Slík þyngdaraukning getur leitt til þess að einstaklingur sæki aftur í öfgakennt mataræði með tilheyrandi skammtíma þyngdartapi og ferlið endurtekur sig, svokallað „yo-yo dieting“. Þannig mynstur getur ýtt undir tap á vöðvamassa og aukinni líkamsfitu, auk þess að ýta undir líkur á hjarta- og æðasjúkdóma. Er þyngdartap það sama og bætt heilsa? Með mikilli fituneyslu sem fylgir mataræðinu getur einnig fylgt hækkun á kólesteróli og þá einna helst LDL kólesteról, stundum talað um sem slæma kólesterólið. Lifrin framleiðir kólesteról sem fituefni í blóði. Kólesteról er nauðsynlegt í líkamanum en of mikið af LDL kólesteróli getur orsakað stíflun á slagæðum og leitt til blóðtappa sem getur valdið heilablóðfalli eða hjartaáfalli. Trefjaneysla getur lækkað kólesteról. Almennar ráðleggingar á trefjum eru 25-35 g, sem er nær ógerlegt á ketó. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á ágóða trefjaneyslu, eins og draga úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og ákveðnum krabbameinum, auk þess að hafa áhrif á þyngdarstjórn, heilbrigðari þarmastarfsemi og hægðir og styðja við örveruflóruna. Einnig er hætta á skorti á vítamínum og steinefnum sem eru að finna í grænmeti, ávöxtum og heilkornum og eru líkamanum nauðsynleg. Þó hægt sé að bæta þann skort með fæðubótarefnum er æskilegra að reyna að fá næringarefnin úr fæðunni. Mataræðið krefst nær algjörar útilokunnar á ákveðinni fæðu en sé markmiðið bætt heilsa þykir líklegra til árangurs að leggja áherslu á hvað megi bæta við mataræðið frekar en útilokun. Ketó mataræðið er í einhverjum tilfellum notað í meðferðum við sjúkdómum samhliða lyfjagjöf. En næringarþarfir einstaklinga með sjúkdóma eru oft aðrar en þeirra sem eru heilbrigðir. Þá er meðferðin unnin með næringarfræðingi svo hægt sé að setja saman mataræði sem virkar best með tilliti til sjúkdóms og næringarþarfa sjúklings. Holdarfar og líkamsþyngd hefur of oft verið mælikvarði á heilbrigði í gegnum tíðina. En raunin er að minnkandi kílóafjöldi er ekki endilega merki um bætta heilsu þó svo að jákvæðar breytingar á fæðuvali og venjum geti vissulega haft í för með sér breytingu á líkamsþyngd. Það sem meira máli skiptir er með bættu fæðuvali og venjum fylgir oftar en ekki meiri orka, betri líðan og aukin einbeiting. Auk heilbrigðari þarmaflóru og öflugara ónæmiskerfi, lækkar LDL kólesteról og dregur úr lífstílstengdum sjúkdómum. Missum ekki sjónar á markmiðinu með því að einblína aðeins á kílóatöluna. Höfundur er mastersnemi í klínískri næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur ketó mataræðið og lágkolvetna mataræði náð ákveðnum vinsældum hér á landi. Ketó mataræðið einkennist af mjög lágri inntöku kolvetna og þar af leiðandi mikilli neyslu á fitu auk próteina. Helsta markmiðið er þyngdartap, en þar er aðeins hálf sagan sögð þar sem þyngdartapinu fylgir í langflestum tilfellum þyngdaraukning aftur. Bætt heilsa, aukinn skýrleiki, meiri orka, jafnvægi á hormónastarfsemina og fleiri fullyrðingar hafa einnig verið notaðar til að dásama kosti mataræðisins. Einnig hafa sumir talað um að mataræðið sé góð forvörn gegn krabbameinum og sykursýki 2, líkt og önnur mataræði og kúrar hafa lofað. Hvaðan kemur ketó mataræðið? Mataræðið var sett fram sem meðferð fyrir sykursýki og flogaveiki árið 1921 af Dr. Wilder. Það reyndist vel og var lengi nýtt sem úrræði. Seinna með tilkomu flogaveikislyfja þótti mataræðið ekki jafn nauðsynlegt. Það fór svo aftur að vekja athygli árið 1994 sem hluti af meðferð við flogaveiki 2 ára sonar kvikmyndagerðamanns í Bandaríkjunum. Ketó byggir á mikilli fituneyslu eða um 60-70% af heildarinntöku, prótein neysla ætti að vera 15-30% en kolvetnaneysla á ekki að fara umfram 50 g. Til að setja í samhengi þá samsvarar einn banani og ein brauðsneið um 40 g kolvetna. Langtíma lausnir krefjast langtíma inngrips Sýnt hefur verið fram á að einstaklingar á ketó eru ekki líklegri til að haldast á mataræðinu en á öðrum mataræðum eða kúrum. Mataræðið krefst gríðarlegra breytinga á venjum og einstaklingar þurfa að fylgjast mjög náið með kolvetnainntöku sinni. Þetta getur orsakað hræðslu í garð kolvetna, ýtt undir áráttukennda hegðun og óheilbrigt samband við mat. Mataræðinu geta svo fylgt aukaverkanir, eins og hægðatregða og/eða niðurgangur, vöðvakrampar, hausverkur, vítamínskortur, andremma og auknar líkur á nýrnasteinum. Þetta getur allt haft fráhrindandi áhrif og ýtt enn frekar undir að einstaklingur nái ekki að viðhalda mataræðinu til lengri tíma. Samkvæmt rannsóknum er strangt mataræði með sérstaka áherslu á þyngdartap án annarra inngripa eru ekki líkleg til að viðhaldast til lengri tíma. Ef borin eru saman tvennslags mataræði, annarsvegar kolvetnaríkt mataræði og hinsvegar ketó mataræði, má sjá að þyngdartap beggja hópa er sambærilegt eftir 12 mánuði. Þyngdartap á ketó getur reynst hraðara fyrst um sinn sem má áætla að sé vegna vökvataps. Á meðan einstaklingur er á ketó virðist vera lítil aukning á hormóninu ghrelin, oft kallað hungurhormónið. En eins og áður var komið inná er líklegt að einstaklingur haldist ekki til lengdar á ketó mataræðinu. Þegar hefðbundin neysla á mat hefst aftur, eykst ghrelin myndun og einstaklingur finnur þá fyrir meiri svengd en áður. Því er hætta á að neysla verði umfram þörf og löngunin verði þá frekar í næringarsnauðari orkugjafar og einstaklingur þyngist aftur. Slík þyngdaraukning getur leitt til þess að einstaklingur sæki aftur í öfgakennt mataræði með tilheyrandi skammtíma þyngdartapi og ferlið endurtekur sig, svokallað „yo-yo dieting“. Þannig mynstur getur ýtt undir tap á vöðvamassa og aukinni líkamsfitu, auk þess að ýta undir líkur á hjarta- og æðasjúkdóma. Er þyngdartap það sama og bætt heilsa? Með mikilli fituneyslu sem fylgir mataræðinu getur einnig fylgt hækkun á kólesteróli og þá einna helst LDL kólesteról, stundum talað um sem slæma kólesterólið. Lifrin framleiðir kólesteról sem fituefni í blóði. Kólesteról er nauðsynlegt í líkamanum en of mikið af LDL kólesteróli getur orsakað stíflun á slagæðum og leitt til blóðtappa sem getur valdið heilablóðfalli eða hjartaáfalli. Trefjaneysla getur lækkað kólesteról. Almennar ráðleggingar á trefjum eru 25-35 g, sem er nær ógerlegt á ketó. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á ágóða trefjaneyslu, eins og draga úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og ákveðnum krabbameinum, auk þess að hafa áhrif á þyngdarstjórn, heilbrigðari þarmastarfsemi og hægðir og styðja við örveruflóruna. Einnig er hætta á skorti á vítamínum og steinefnum sem eru að finna í grænmeti, ávöxtum og heilkornum og eru líkamanum nauðsynleg. Þó hægt sé að bæta þann skort með fæðubótarefnum er æskilegra að reyna að fá næringarefnin úr fæðunni. Mataræðið krefst nær algjörar útilokunnar á ákveðinni fæðu en sé markmiðið bætt heilsa þykir líklegra til árangurs að leggja áherslu á hvað megi bæta við mataræðið frekar en útilokun. Ketó mataræðið er í einhverjum tilfellum notað í meðferðum við sjúkdómum samhliða lyfjagjöf. En næringarþarfir einstaklinga með sjúkdóma eru oft aðrar en þeirra sem eru heilbrigðir. Þá er meðferðin unnin með næringarfræðingi svo hægt sé að setja saman mataræði sem virkar best með tilliti til sjúkdóms og næringarþarfa sjúklings. Holdarfar og líkamsþyngd hefur of oft verið mælikvarði á heilbrigði í gegnum tíðina. En raunin er að minnkandi kílóafjöldi er ekki endilega merki um bætta heilsu þó svo að jákvæðar breytingar á fæðuvali og venjum geti vissulega haft í för með sér breytingu á líkamsþyngd. Það sem meira máli skiptir er með bættu fæðuvali og venjum fylgir oftar en ekki meiri orka, betri líðan og aukin einbeiting. Auk heilbrigðari þarmaflóru og öflugara ónæmiskerfi, lækkar LDL kólesteról og dregur úr lífstílstengdum sjúkdómum. Missum ekki sjónar á markmiðinu með því að einblína aðeins á kílóatöluna. Höfundur er mastersnemi í klínískri næringarfræði.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun