Hareide fann enga pressu frá KSÍ: „Stúlkan var í fullum rétti“ Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2024 12:37 Spjótin hafa staðið á Åge Hareide vegna ummæla tengdum máli Alberts Guðmundssonar og ummæla um stöðuna á Gasa-svæðinu. vísir/Hulda Margrét Norðmaðurinn Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segir að sér hafi þótt nauðsynlegt að senda út yfirlýsingu í gær til að skýra mál sitt vegna ummæla í tengslum við kæru gegn Alberti Guðmundssyni. „Þetta snerist um að mér þætti leitt ef við misstum Albert út,“ sagði Hareide í viðtali við Stefán Árna Pálsson í Búdapest í dag. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Hareide um afsökunarbeiðni sína Albert er mættur aftur í íslenska hópinn, í fyrsta sinn frá því í júní í fyrra, og hefur æft í vikunni fyrir leikinn við Ísrael í EM-umspilinu á morgun, sem fram fer í Búdapest. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar og kom ekki til greina í landsliðið á meðan að málið var rannsakað. Héraðssaksóknari ákvað í febrúar að fella málið niður en meintur brotaþoli hefur nú kært þá ákvörðun til ríkissaksóknara, en stjórn KSÍ þó ákveðið að halda Alberti í hópnum. Síðasta föstudag, áður en niðurfellingin var kærð, kynnti Hareide landsliðshóp sinn og var spurður út í valið á Alberti, og möguleikann á að hann yrði tekinn út úr hópnum. Þar sagði Hareide meðal annars að það yrðu „vonbrigði fyrir Ísland og Albert“. Eva B. Helgadóttir, lögmaður meints brotaþola, sendi í kjölfarið út yfirlýsingu fyrir hönd konunnar og gagnrýndi ummæli Hareide harðlega. Með þeim væri hann að egna þjóðinni gegn konunni. KSÍ sendi svo á fjölmiðla í gær skilaboð frá Hareide þar sem hann baðst afsökunar á að hafa valdið misskilningi og sagði ætlun sína aldrei hafa verið að særa eða móðga neinn. Hareide var beðinn að útskýra nánar í dag af hverju hann hefði sent út þessa afsökunarbeiðni: „Af því að það sem ég sagði olli misskilningi. Ég var að tala um að það væru vonbrigði fyrir liðið, ekki þjóðina, ef við misstum hann út því þá værum við að missa út góðan leikmann. Stúlkan var í fullum rétti til að áfrýja, við vitum það, og það var ekki það sem ég var að tala um. Ég hef ekkert á móti þeirri stöðu. Þetta snerist um að mér þætti leitt ef við misstum Albert út,“ segir Hareide. En var hann undir pressu frá KSÍ um að senda afsökunarbeiðni? „Nei, ekki neinni. Þetta var nefnt og mér fannst mikilvægt [að skýra málið]. Ef maður talar norsku, færir það yfir á ensku og svo er það þýtt á íslensku, þá eru það þrjú tungumál og það getur valdið misskilningi,“ segir Hareide en brot úr viðtali við hann má sjá hér að ofan. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „KSÍ stendur að sjálfsögðu með þolendum“ Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir stöðuna sem uppi er vegna máls Alberts Guðmundssonar vera langt í frá ákjósanlega. Stjórn sambandsins hafi viljað eyða óvissu í komandi verkefni með ákvörðun sinni þess efnis að Albert klári komandi leiki í umspili um sæti á EM. 19. mars 2024 18:31 Niðurfelling kærð en KSÍ leyfir Alberti að spila Stjórn KSÍ hefur ákveðið að heimila þátttöku Alberts Guðmundssonar í leiknum við Ísrael á fimmtudag, í umspili um sæti á EM, þrátt fyrir að niðurfelling á kynferðisbrotamáli gegn honum hafi verið kærð. 19. mars 2024 11:04 Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52 Svona var fundur KSÍ fyrir EM-umspilið Åge Hareide landsliðsþjálfari og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Búdapest, daginn fyrir leik Íslands við Ísrael í umspilinu um sæti á EM í fótbolta. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 20. mars 2024 10:46 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
„Þetta snerist um að mér þætti leitt ef við misstum Albert út,“ sagði Hareide í viðtali við Stefán Árna Pálsson í Búdapest í dag. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Hareide um afsökunarbeiðni sína Albert er mættur aftur í íslenska hópinn, í fyrsta sinn frá því í júní í fyrra, og hefur æft í vikunni fyrir leikinn við Ísrael í EM-umspilinu á morgun, sem fram fer í Búdapest. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar og kom ekki til greina í landsliðið á meðan að málið var rannsakað. Héraðssaksóknari ákvað í febrúar að fella málið niður en meintur brotaþoli hefur nú kært þá ákvörðun til ríkissaksóknara, en stjórn KSÍ þó ákveðið að halda Alberti í hópnum. Síðasta föstudag, áður en niðurfellingin var kærð, kynnti Hareide landsliðshóp sinn og var spurður út í valið á Alberti, og möguleikann á að hann yrði tekinn út úr hópnum. Þar sagði Hareide meðal annars að það yrðu „vonbrigði fyrir Ísland og Albert“. Eva B. Helgadóttir, lögmaður meints brotaþola, sendi í kjölfarið út yfirlýsingu fyrir hönd konunnar og gagnrýndi ummæli Hareide harðlega. Með þeim væri hann að egna þjóðinni gegn konunni. KSÍ sendi svo á fjölmiðla í gær skilaboð frá Hareide þar sem hann baðst afsökunar á að hafa valdið misskilningi og sagði ætlun sína aldrei hafa verið að særa eða móðga neinn. Hareide var beðinn að útskýra nánar í dag af hverju hann hefði sent út þessa afsökunarbeiðni: „Af því að það sem ég sagði olli misskilningi. Ég var að tala um að það væru vonbrigði fyrir liðið, ekki þjóðina, ef við misstum hann út því þá værum við að missa út góðan leikmann. Stúlkan var í fullum rétti til að áfrýja, við vitum það, og það var ekki það sem ég var að tala um. Ég hef ekkert á móti þeirri stöðu. Þetta snerist um að mér þætti leitt ef við misstum Albert út,“ segir Hareide. En var hann undir pressu frá KSÍ um að senda afsökunarbeiðni? „Nei, ekki neinni. Þetta var nefnt og mér fannst mikilvægt [að skýra málið]. Ef maður talar norsku, færir það yfir á ensku og svo er það þýtt á íslensku, þá eru það þrjú tungumál og það getur valdið misskilningi,“ segir Hareide en brot úr viðtali við hann má sjá hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „KSÍ stendur að sjálfsögðu með þolendum“ Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir stöðuna sem uppi er vegna máls Alberts Guðmundssonar vera langt í frá ákjósanlega. Stjórn sambandsins hafi viljað eyða óvissu í komandi verkefni með ákvörðun sinni þess efnis að Albert klári komandi leiki í umspili um sæti á EM. 19. mars 2024 18:31 Niðurfelling kærð en KSÍ leyfir Alberti að spila Stjórn KSÍ hefur ákveðið að heimila þátttöku Alberts Guðmundssonar í leiknum við Ísrael á fimmtudag, í umspili um sæti á EM, þrátt fyrir að niðurfelling á kynferðisbrotamáli gegn honum hafi verið kærð. 19. mars 2024 11:04 Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52 Svona var fundur KSÍ fyrir EM-umspilið Åge Hareide landsliðsþjálfari og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Búdapest, daginn fyrir leik Íslands við Ísrael í umspilinu um sæti á EM í fótbolta. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 20. mars 2024 10:46 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
„KSÍ stendur að sjálfsögðu með þolendum“ Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir stöðuna sem uppi er vegna máls Alberts Guðmundssonar vera langt í frá ákjósanlega. Stjórn sambandsins hafi viljað eyða óvissu í komandi verkefni með ákvörðun sinni þess efnis að Albert klári komandi leiki í umspili um sæti á EM. 19. mars 2024 18:31
Niðurfelling kærð en KSÍ leyfir Alberti að spila Stjórn KSÍ hefur ákveðið að heimila þátttöku Alberts Guðmundssonar í leiknum við Ísrael á fimmtudag, í umspili um sæti á EM, þrátt fyrir að niðurfelling á kynferðisbrotamáli gegn honum hafi verið kærð. 19. mars 2024 11:04
Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52
Svona var fundur KSÍ fyrir EM-umspilið Åge Hareide landsliðsþjálfari og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Búdapest, daginn fyrir leik Íslands við Ísrael í umspilinu um sæti á EM í fótbolta. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 20. mars 2024 10:46