„Það var stemmning hjá okkur og við vorum að spila góða vörn“ Andri Már Eggertsson skrifar 20. mars 2024 19:24 Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Keflavík tryggði sér farseðilinn í úrslit VÍS-bikarsins eftir sannfærandi sigur gegn Njarðvík 86-72. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var afar ánægður með frammistöðu liðsins. „Mér fannst við byrja vel og við vorum að hitta. Það var stemmning hjá okkur og við vorum að spila góða vörn þar sem Njarðvík skoraði lítið. Selena Lott var okkur samt erfið og það var ekki alveg að ganga sem við ætluðum að gera en við löguðum það með góðum kafla í seinni hálfleik,“ sagði Sverrir Þór í samtali við Vísi eftir leik. Selena Lott gerði 19 stig í fyrri hálfleik og Sverrir viðurkenndi að hún hafi verið liðinu erfið en samt sem áður voru stig Njarðvíkur að koma úr sömu átt. „Stigin voru öll að koma frá sama stað og mér fannst hún skora allt of auðveldlega sem ég var ekki sáttur við.“ Njarðvík minnkaði forskot Keflavíkur niður í sex stig en þá tók við ótrúlegur 13 stiga kafli hjá Keflavík sem Sverrir var gríðarlega sáttur með. „Mér fannst kæruleysi í okkur. Við vorum með lélegar sendingar og við vorum að gefa þeim auðveldar körfur og það slokknaði á okkur í smá tíma sem má ekki gerast gegn svona sterku liði.“ Þrátt fyrir að Keflavík hafi verið með gott forskot í leiknum sagði Sverrir að hann hafi ekki verið að gera skiptingar með úrslitaleikinn í huga á laugardaginn. „Ég get ekki gegn svona sterku liði hugsað um annan leik. Við erum yfirleitt að rúlla á átta leikmönnum og ég var bara með hugann við að gefa allt í þennan leik. „Við höfum tvo daga til að gera okkur tilbúin fyrir úrslitaleikinn og það er engin afsökun þar sem hin liðin eru að spila á eftir okkur,“ sagði Sverrir Þór að lokum. Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sjá meira
„Mér fannst við byrja vel og við vorum að hitta. Það var stemmning hjá okkur og við vorum að spila góða vörn þar sem Njarðvík skoraði lítið. Selena Lott var okkur samt erfið og það var ekki alveg að ganga sem við ætluðum að gera en við löguðum það með góðum kafla í seinni hálfleik,“ sagði Sverrir Þór í samtali við Vísi eftir leik. Selena Lott gerði 19 stig í fyrri hálfleik og Sverrir viðurkenndi að hún hafi verið liðinu erfið en samt sem áður voru stig Njarðvíkur að koma úr sömu átt. „Stigin voru öll að koma frá sama stað og mér fannst hún skora allt of auðveldlega sem ég var ekki sáttur við.“ Njarðvík minnkaði forskot Keflavíkur niður í sex stig en þá tók við ótrúlegur 13 stiga kafli hjá Keflavík sem Sverrir var gríðarlega sáttur með. „Mér fannst kæruleysi í okkur. Við vorum með lélegar sendingar og við vorum að gefa þeim auðveldar körfur og það slokknaði á okkur í smá tíma sem má ekki gerast gegn svona sterku liði.“ Þrátt fyrir að Keflavík hafi verið með gott forskot í leiknum sagði Sverrir að hann hafi ekki verið að gera skiptingar með úrslitaleikinn í huga á laugardaginn. „Ég get ekki gegn svona sterku liði hugsað um annan leik. Við erum yfirleitt að rúlla á átta leikmönnum og ég var bara með hugann við að gefa allt í þennan leik. „Við höfum tvo daga til að gera okkur tilbúin fyrir úrslitaleikinn og það er engin afsökun þar sem hin liðin eru að spila á eftir okkur,“ sagði Sverrir Þór að lokum.
Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sjá meira