McGregor staðfestir endurkomu sína í UFC Aron Guðmundsson skrifar 21. mars 2024 17:45 Conor McGregor hefur oft tjáð sig um mögulega endurkomu í bardagabúr UFC á undanförnum árum. Núna virðist hins vegar komið skrið á hlutina. Vísir/Getty Það virðist allt stefna í að írski vélbyssukjafturinn Conor McGregor, goðsögn í sögu UFC sambandsins, muni stíga aftur inn í bardagabúrið í sumar. McGregor segir samkomulag hafa náðst við UFC um að hann komi fram á bardagakvöldi sambandsins í sumar. „Kallið kom og við samþykktum,“ sagði McGregor í samtali við Ariel Helwani í þættinum The MMA Hour. „Það þýðir að í sumar snýr McGregor aftur. Ég er ánægður með fyrirvarann á þessu. Ánægður með stöðuna á mér núna.“ Við sáum McGregor síðast berjast á vegum UFC þann 10.júlí árið 2021. Sá bardagi, sem var þriðji bardagi McGregor við Dustin Poirier, fór ekki vel því Írinn fótbrotnaði í fyrstu lotu eftir spark frá Poirier. Það er óhætt að segja að McGregor hafi verið andlit UFC undanfarinn áratug. Hann varð fyrsti bardagamaðurinn til þess að vera samtímis meistari í tveimur þyngdarflokkum. Ýmsir hafa þó efast um viljann og löngun McGregor í að halda bardagaferli sínum áfram. McGregor hefur verið með hæst launuðu íþróttamönnum heims undanfarin ár, hann hefur stofnað sín eigin rekstur, lifir hátt og þyrfti í rauninni, peninganna vegna, ekki að halda áfram að sínum UFC ferli. Þá hafa hneykslismál utan búrsins tengd McGregor komið upp. Óspektir á almannafæri, ásakanir um nauðgun og líkamsárasir hafa komið upp. Í samtali við Ariel Helwani segist McGregor vilja ná tveimur bardögum á þessu ári. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort bardagakvöld UFC þann 29.júní seinna á þessu ári væri bardagakvöldið sem hann og UFC væru búinn að samþykkja sín á milli varðandi endurkomu hans. Hins vegar þykir nokkuð ljóst að McGregor muni mæta Bandaríkjamanninum Michael Chandler í fyrsta bardaga sínum í endurkomunni en þeir tveir þjálfuðu sitt hvort liðið í raunveruleikaþættinum The Ultimate Fighter, sem UFC stendur fyrir. MMA Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Sjá meira
„Kallið kom og við samþykktum,“ sagði McGregor í samtali við Ariel Helwani í þættinum The MMA Hour. „Það þýðir að í sumar snýr McGregor aftur. Ég er ánægður með fyrirvarann á þessu. Ánægður með stöðuna á mér núna.“ Við sáum McGregor síðast berjast á vegum UFC þann 10.júlí árið 2021. Sá bardagi, sem var þriðji bardagi McGregor við Dustin Poirier, fór ekki vel því Írinn fótbrotnaði í fyrstu lotu eftir spark frá Poirier. Það er óhætt að segja að McGregor hafi verið andlit UFC undanfarinn áratug. Hann varð fyrsti bardagamaðurinn til þess að vera samtímis meistari í tveimur þyngdarflokkum. Ýmsir hafa þó efast um viljann og löngun McGregor í að halda bardagaferli sínum áfram. McGregor hefur verið með hæst launuðu íþróttamönnum heims undanfarin ár, hann hefur stofnað sín eigin rekstur, lifir hátt og þyrfti í rauninni, peninganna vegna, ekki að halda áfram að sínum UFC ferli. Þá hafa hneykslismál utan búrsins tengd McGregor komið upp. Óspektir á almannafæri, ásakanir um nauðgun og líkamsárasir hafa komið upp. Í samtali við Ariel Helwani segist McGregor vilja ná tveimur bardögum á þessu ári. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort bardagakvöld UFC þann 29.júní seinna á þessu ári væri bardagakvöldið sem hann og UFC væru búinn að samþykkja sín á milli varðandi endurkomu hans. Hins vegar þykir nokkuð ljóst að McGregor muni mæta Bandaríkjamanninum Michael Chandler í fyrsta bardaga sínum í endurkomunni en þeir tveir þjálfuðu sitt hvort liðið í raunveruleikaþættinum The Ultimate Fighter, sem UFC stendur fyrir.
MMA Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Sjá meira