Fólk hafi skráð sig í forsetaframboð fyrir slysni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. mars 2024 11:00 Ásdís Rán Gunnarsdóttir segist telja að margir þeirra sem nú séu á lista að safna meðmælum hafi í raun ætlað að veita henni meðmæli. Borið hefur á því að fólk hafi skráð sig fyrir slysni á lista Þjóðskrár yfir þá sem óska eftir meðmælum fyrir framboði í forsetakosningunum í ár. Fréttastofu er kunnugt um tvö tilvik en Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist telja þau vera fleiri. 34 voru á listanum í gær en eru 42 í dag. „Ástæðan fyrir því að það eru svona ótrúlega margir frambjóðendur núna sem komu í framhaldi af mínu framboði er að DV setti vitlausan hlekk í sína frétt um framboðið mitt og þegar þú opnar hlekkinn ferðu beint í að stofna meðmælalista,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Hún segir DV hafa tekið hlekkinn út. Vísir hefur sent Þjóðskrá fyrirspurn vegna málsins. Alls eru nú 42 manns skráðir á lista og hafa þar með stofnað meðmælalista vegna forsetakosninganna. Um er að ræða metfjölda en fjórir skráðu sig fyrir slíkri söfnun árið 2020 en þeir voru rúmlega tuttugu árið 2016. Eins og fram hefur komið tilkynnti Ásdís í gær að hún hygðist óska eftir meðmælum til að geta boðið sig fram í forsetakosningunum í júní. Hún sagðist vilja að frambjóðendur yrðu sem fjölbreyttastir. Ásdís segist telja marga á lista yfir þá sem nú safna meðmælum hafa ætlað að veita sér meðmæli í kosningunum. „Það vita ekki margir af því en það eru tveir búnir að hafa samband við mig en ég held að það séu nokkur nöfn einstaklinga þarna sem vita ekki af því að þau hafi stofnað meðmælalista og eru nú frambjóðendur,“ segir Ásdís. 34 á lista í gær Marínó G. Njálsson samfélagsrýnir er meðal þeirra sem velt hefur fyrir sér fjölda framboða. Það gerði hann í gær þegar talan stóð í 34 en síðan þá hefur fjölgað um heila átta. Á einum sólarhring. „Ég velti fyrir mér hve margir eru þarna fyrir misskilning. Hafi í raun ætlað að mæla með einhverjum, en óvart skráð sig eins og þeir væru að leita eftir stuðningi,“ segir Marinó. Marínó G. Njálsson veltir fyrir sér hvort ekki þurfi að gera fólki að staðfesta meintar fyrirætlanir sínar vegna meðmælalista. „Frétti af því um daginn, að kona nokkur hafi ætlað að veita frambjóðanda meðmæli sín. Hafði hún fengið tengil sendan í pósti, smellti á hann, skráði sig inn rafrænt og það næsta sem gerðist var að hún var allt í einu farin að óska eftir meðmælendum.“ Hann segist ekki trúa því að það eigi virkilega 34 einstaklingar þann draum að verða næsti forseti íslenska lýðveldisins. Kannski væri tilvalið að óskað yrði eftir því að hver og einn staðfesti tilætlan sína með tölvupósti. „Þar sem óskað er eftir staðfestingu á, að viðkomandi sé að safna meðmælum. Ekki þarf annað en að rangur tengill hafi ratað til einstaklings, til þess að hann óskar óvart eftir meðmælum í staðinn fyrir að veita þau.“ Forsetakosningar 2024 Stafræn þróun Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
„Ástæðan fyrir því að það eru svona ótrúlega margir frambjóðendur núna sem komu í framhaldi af mínu framboði er að DV setti vitlausan hlekk í sína frétt um framboðið mitt og þegar þú opnar hlekkinn ferðu beint í að stofna meðmælalista,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Hún segir DV hafa tekið hlekkinn út. Vísir hefur sent Þjóðskrá fyrirspurn vegna málsins. Alls eru nú 42 manns skráðir á lista og hafa þar með stofnað meðmælalista vegna forsetakosninganna. Um er að ræða metfjölda en fjórir skráðu sig fyrir slíkri söfnun árið 2020 en þeir voru rúmlega tuttugu árið 2016. Eins og fram hefur komið tilkynnti Ásdís í gær að hún hygðist óska eftir meðmælum til að geta boðið sig fram í forsetakosningunum í júní. Hún sagðist vilja að frambjóðendur yrðu sem fjölbreyttastir. Ásdís segist telja marga á lista yfir þá sem nú safna meðmælum hafa ætlað að veita sér meðmæli í kosningunum. „Það vita ekki margir af því en það eru tveir búnir að hafa samband við mig en ég held að það séu nokkur nöfn einstaklinga þarna sem vita ekki af því að þau hafi stofnað meðmælalista og eru nú frambjóðendur,“ segir Ásdís. 34 á lista í gær Marínó G. Njálsson samfélagsrýnir er meðal þeirra sem velt hefur fyrir sér fjölda framboða. Það gerði hann í gær þegar talan stóð í 34 en síðan þá hefur fjölgað um heila átta. Á einum sólarhring. „Ég velti fyrir mér hve margir eru þarna fyrir misskilning. Hafi í raun ætlað að mæla með einhverjum, en óvart skráð sig eins og þeir væru að leita eftir stuðningi,“ segir Marinó. Marínó G. Njálsson veltir fyrir sér hvort ekki þurfi að gera fólki að staðfesta meintar fyrirætlanir sínar vegna meðmælalista. „Frétti af því um daginn, að kona nokkur hafi ætlað að veita frambjóðanda meðmæli sín. Hafði hún fengið tengil sendan í pósti, smellti á hann, skráði sig inn rafrænt og það næsta sem gerðist var að hún var allt í einu farin að óska eftir meðmælendum.“ Hann segist ekki trúa því að það eigi virkilega 34 einstaklingar þann draum að verða næsti forseti íslenska lýðveldisins. Kannski væri tilvalið að óskað yrði eftir því að hver og einn staðfesti tilætlan sína með tölvupósti. „Þar sem óskað er eftir staðfestingu á, að viðkomandi sé að safna meðmælum. Ekki þarf annað en að rangur tengill hafi ratað til einstaklings, til þess að hann óskar óvart eftir meðmælum í staðinn fyrir að veita þau.“
Forsetakosningar 2024 Stafræn þróun Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira