Dældu skemmdri díselolíu á bíla sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2024 11:20 Bensínstöð Orkunnar á Bústaðavegi. Vísir/Vilhelm Bensínstöð Orkunnar á Bústaðavegi var lokað í gær eftir að í ljós kom að viðskiptavinir höfðu dælt skemmdri díselolíu á bíla sína. Dæmi eru um að bílar hafi stöðvast sökum skemmdrar olíu. Markaðsstjóri Orkunnar segir málið unnið í góðu samtali við viðskiptavini. Brynja Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Orkunnar, segir málið hafa komið upp í gær þegar viðskiptavinur hafði samband. Sá hafði keypt díselolíu á bensínstöðinni á Bústaðavegi og orðið var við að eitthvað var ekki með felldu. Brynja útskýrir að Skeljungur sé dreifingaaðili hjá Orkunni og hafi fyllt á tankana með díselolíu sem í ljós kom að var skemmd. Í um klukkustund hafi um tuttugu viðskiptavinir dælt á farartæki sín skemmdri díselolíu. Allt þar til einn slíkur hafði samband. „Við bregðumst við í kjölfarið og lokum strax stöðinni,“ segir Brynja. Bíll hjá einum stöðvaðist Unnið hafi verið í því í gærkvöldi og fram á nótt við að dæla skemmdu díselolíunni upp úr tönkunum og hreinsa allar síur. Búið sé að hreinsa og fylla tankana á ný. Þeir séu nú fullir af réttri díselolíu. Brynja segir að farið hafi verið í gegnum myndavélakerfið og haft samband við alla viðskiptavini sem tóku díselolíu á þessum klukkutíma í gær. Hún viti dæmi um einn sem hafi lent í þeim vanda að bíllinn hafi stöðvast. Annars hafi náðst samband við flesta bílaeigendur áður en þeir fóru af stað í morgun. „Þeir hafa verið rosalega góðir að vinna með okkur í þessu máli,“ segir Brynja. Bensínstöðin var svo opnuð aftur í nótt þegar viðgerðum var lokið. Orkan og Skeljungur eru systurfyrirtæki en bæði eru í eigu hlutafélagsins Skel. Náð tali af öllum Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segir mistökin alfarið þeirra. Skeljungur selji Orkunni eldsneyti og dreifi til þeirra. „Því miður fóru fjögur þúsund lítrar af óhreinni olíu á tankana,“ segir Þórður. Sem betur fer hafi mistökin komist í ljós fljótlega en rúmlega tuttugu manns hafi dælt skemmdu olíunni á bílana. „Það er búið að ná tali af öllum bíleigendum. Bílarnir þeirra verða hreinsaðir, skipt um síur og allt svoleiðis. Þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu. Þeir fá bílaleigubíl á meðan,“ segir Þórður. Lág birgðarstaða Um sé að ræða mannleg mistök. Verkferlum hafi ekki verið fylgt. Birgðastaðan í 7,5 milljón lítra olíutanki í Örfyrisey hafi verið lág. Verkferlum hafi ekki verið rétt fylgt með að sækja olíu svo neðarlega í tankinn. Lítrarnir hafi verið gruggugir en vel þekkt sé að botnfall verði í svo stórum tönkum. „Við viðurkennum mistökin og reynum að bæta fyrir þau. Þetta er mjög óheppilegt fyrir þá sem lenda í þessu. Við reynum að bæta þeim það upp eins og við getum. Skaðinn er enginn en auðvitað er eitthvað rask.“ Hann bætir því við að Ísland sé ekki vel sett í birgðamálum þegar komi að olíu og megi ekki við skakkaföllum hvað það varði. Fréttin var uppfærð með svörum forstjóra Skeljungs. Bensín og olía Reykjavík Bílar Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Brynja Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Orkunnar, segir málið hafa komið upp í gær þegar viðskiptavinur hafði samband. Sá hafði keypt díselolíu á bensínstöðinni á Bústaðavegi og orðið var við að eitthvað var ekki með felldu. Brynja útskýrir að Skeljungur sé dreifingaaðili hjá Orkunni og hafi fyllt á tankana með díselolíu sem í ljós kom að var skemmd. Í um klukkustund hafi um tuttugu viðskiptavinir dælt á farartæki sín skemmdri díselolíu. Allt þar til einn slíkur hafði samband. „Við bregðumst við í kjölfarið og lokum strax stöðinni,“ segir Brynja. Bíll hjá einum stöðvaðist Unnið hafi verið í því í gærkvöldi og fram á nótt við að dæla skemmdu díselolíunni upp úr tönkunum og hreinsa allar síur. Búið sé að hreinsa og fylla tankana á ný. Þeir séu nú fullir af réttri díselolíu. Brynja segir að farið hafi verið í gegnum myndavélakerfið og haft samband við alla viðskiptavini sem tóku díselolíu á þessum klukkutíma í gær. Hún viti dæmi um einn sem hafi lent í þeim vanda að bíllinn hafi stöðvast. Annars hafi náðst samband við flesta bílaeigendur áður en þeir fóru af stað í morgun. „Þeir hafa verið rosalega góðir að vinna með okkur í þessu máli,“ segir Brynja. Bensínstöðin var svo opnuð aftur í nótt þegar viðgerðum var lokið. Orkan og Skeljungur eru systurfyrirtæki en bæði eru í eigu hlutafélagsins Skel. Náð tali af öllum Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segir mistökin alfarið þeirra. Skeljungur selji Orkunni eldsneyti og dreifi til þeirra. „Því miður fóru fjögur þúsund lítrar af óhreinni olíu á tankana,“ segir Þórður. Sem betur fer hafi mistökin komist í ljós fljótlega en rúmlega tuttugu manns hafi dælt skemmdu olíunni á bílana. „Það er búið að ná tali af öllum bíleigendum. Bílarnir þeirra verða hreinsaðir, skipt um síur og allt svoleiðis. Þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu. Þeir fá bílaleigubíl á meðan,“ segir Þórður. Lág birgðarstaða Um sé að ræða mannleg mistök. Verkferlum hafi ekki verið fylgt. Birgðastaðan í 7,5 milljón lítra olíutanki í Örfyrisey hafi verið lág. Verkferlum hafi ekki verið rétt fylgt með að sækja olíu svo neðarlega í tankinn. Lítrarnir hafi verið gruggugir en vel þekkt sé að botnfall verði í svo stórum tönkum. „Við viðurkennum mistökin og reynum að bæta fyrir þau. Þetta er mjög óheppilegt fyrir þá sem lenda í þessu. Við reynum að bæta þeim það upp eins og við getum. Skaðinn er enginn en auðvitað er eitthvað rask.“ Hann bætir því við að Ísland sé ekki vel sett í birgðamálum þegar komi að olíu og megi ekki við skakkaföllum hvað það varði. Fréttin var uppfærð með svörum forstjóra Skeljungs.
Bensín og olía Reykjavík Bílar Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent